Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2017 23:02 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/stefán Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis valda áhyggjum og ákveðnum vonbrigðum. Þetta sagði utanríkisráðherra í fréttum RÚV fyrr í kvöld. Hann segir að þetta sé skref sem að Bandaríkjaforseti hafi ítrekað verið hvattur til að hverfa frá þessari fyrirætlan. Guðlaugur Þór segir á Twitter-síðu sinni fyrr í kvöld að staða Jerúsalem sé grundvallaratriði í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Málið verði ekki leyst með því að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem, en Bandaríkjaforseti tilkynnti jafnframt frá því að hann hafi beint því til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að hefja undirbúning flutnings sendiráðsins.Status of #Jerusalem is an essential part of #Israel #Palestine peace process, it will not be resolved by moving #JerusalemEmbassy.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) December 6, 2017 Í samtali við RÚV segir Guðlaugur að ákvörðun Trump kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarviðræðurnar sem nauðsynlegt sé að blása nýju lífi í. Sömuleiðis sé hætta á að upp úr sjóði í heimshlutanum. Trump greindi jafnframt frá því að Bandaríkin myndu styðja tveggja ríkja lausn í deilunni, ef bæði Ísraelar og Palestínumenn væru henni samþykk. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði fyrr í kvöld að Bandaríkin gætu ekki lengur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilu Palestínumanna og Ísraela, en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði daginn hins vegar sögulegan og kvaðst vera þakklátur Trump forseta. Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í Sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980. Ekkert sendiráð er nú staðsett í Jerúsalem en alls má finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis valda áhyggjum og ákveðnum vonbrigðum. Þetta sagði utanríkisráðherra í fréttum RÚV fyrr í kvöld. Hann segir að þetta sé skref sem að Bandaríkjaforseti hafi ítrekað verið hvattur til að hverfa frá þessari fyrirætlan. Guðlaugur Þór segir á Twitter-síðu sinni fyrr í kvöld að staða Jerúsalem sé grundvallaratriði í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Málið verði ekki leyst með því að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem, en Bandaríkjaforseti tilkynnti jafnframt frá því að hann hafi beint því til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að hefja undirbúning flutnings sendiráðsins.Status of #Jerusalem is an essential part of #Israel #Palestine peace process, it will not be resolved by moving #JerusalemEmbassy.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) December 6, 2017 Í samtali við RÚV segir Guðlaugur að ákvörðun Trump kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarviðræðurnar sem nauðsynlegt sé að blása nýju lífi í. Sömuleiðis sé hætta á að upp úr sjóði í heimshlutanum. Trump greindi jafnframt frá því að Bandaríkin myndu styðja tveggja ríkja lausn í deilunni, ef bæði Ísraelar og Palestínumenn væru henni samþykk. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði fyrr í kvöld að Bandaríkin gætu ekki lengur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilu Palestínumanna og Ísraela, en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði daginn hins vegar sögulegan og kvaðst vera þakklátur Trump forseta. Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í Sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980. Ekkert sendiráð er nú staðsett í Jerúsalem en alls má finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40