„Þetta er söguríkasta hérað landsins" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. desember 2017 19:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lauk nú undir kvöld opinberri heimsókn sinni í Dalabyggð. Þrátt fyrir mikla fólksfækkun á svæðinu undanfarna áratugi segist Guðni finna fyrir bjartsýni meðal íbúa og að þeir ásamt stjórnvöldum þurfi að taka höndum saman til þess að sporna gegn fólksfækkun. Opinber heimsókn forsetahjónanna hófst í gær með heimsókn á Dvalar og hjúkrunarheimilið að Fellsenda en í heimsókn sinni heimsóttu þau einnig menningarstofnanir, býli, skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Opin fundur með forsetahjónunum og sveitarstjórn var haldinn í gær þar sem fjallað var um margvísleg áform Dalabyggðar í ferðaþjónustu og uppbyggingu menningarsetra. Í morgun að komið við að Staðarhóli í Saurbæ þar sem Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, kynnti metnaðarfull áform um uppbyggingu seturs og starfsemi til heiðurs Sturlu Þórðarsyni sagnaritara. „Fyrir mig með minn áhuga á sögunni þá er nú gaman að koma hingað. Ég held það sé satt sem einhver sagði að þetta er söguríkasta hérað landsins,“ segði Guðni í dag. Í heimsókn sinni sagðist Guðni hafa fundið fyrir bjartsýni íbúa þrátt fyrir að fólki hafi fækkað undanfarna áratugi. Ferðaþjónusta á svæðinu hefur farið vaxandi og í landbúnaði hafa verið ýmis sóknarfæri.Hann segir að samfélagið og stjórnvöld þurfi að taka höndum saman til að sporna gegn fólksfækkun. „Það er í verkahring íbúanna og stjórnvalda, fólksins fyrir sunnan, að sjá um að hér sé hægt að hafa lífvænlegt samfélag. Samfélag sem leggur til landsins alls. Þetta er alveg hægt,“ sagði Guðni. Forsetahjónin heimsóttu leik- og grunnskóladeild Auðarskóla í Búðardal þar sem tæplega 130 nemendur tóku á móti þeim sem Guðni segir að sé treystandi til þess að taka við framtíðinni. „Þetta eru hressir krakkar. Vel hugsað um þau og í þeim liggur auðvitað framtíðin. Vigdís Grímsdóttir fékk nýlega verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, og hún sagði það eina sem skipti máli og það sem skiptir lang mestu máli er að hugsa vel um börnin,“ sagði Guðni. Opinberri heimsókn forsetahjónanna lauk nú undir kvöld með fjölskylduskemmtun í Dalabúð í Búðardal. Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lauk nú undir kvöld opinberri heimsókn sinni í Dalabyggð. Þrátt fyrir mikla fólksfækkun á svæðinu undanfarna áratugi segist Guðni finna fyrir bjartsýni meðal íbúa og að þeir ásamt stjórnvöldum þurfi að taka höndum saman til þess að sporna gegn fólksfækkun. Opinber heimsókn forsetahjónanna hófst í gær með heimsókn á Dvalar og hjúkrunarheimilið að Fellsenda en í heimsókn sinni heimsóttu þau einnig menningarstofnanir, býli, skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Opin fundur með forsetahjónunum og sveitarstjórn var haldinn í gær þar sem fjallað var um margvísleg áform Dalabyggðar í ferðaþjónustu og uppbyggingu menningarsetra. Í morgun að komið við að Staðarhóli í Saurbæ þar sem Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, kynnti metnaðarfull áform um uppbyggingu seturs og starfsemi til heiðurs Sturlu Þórðarsyni sagnaritara. „Fyrir mig með minn áhuga á sögunni þá er nú gaman að koma hingað. Ég held það sé satt sem einhver sagði að þetta er söguríkasta hérað landsins,“ segði Guðni í dag. Í heimsókn sinni sagðist Guðni hafa fundið fyrir bjartsýni íbúa þrátt fyrir að fólki hafi fækkað undanfarna áratugi. Ferðaþjónusta á svæðinu hefur farið vaxandi og í landbúnaði hafa verið ýmis sóknarfæri.Hann segir að samfélagið og stjórnvöld þurfi að taka höndum saman til að sporna gegn fólksfækkun. „Það er í verkahring íbúanna og stjórnvalda, fólksins fyrir sunnan, að sjá um að hér sé hægt að hafa lífvænlegt samfélag. Samfélag sem leggur til landsins alls. Þetta er alveg hægt,“ sagði Guðni. Forsetahjónin heimsóttu leik- og grunnskóladeild Auðarskóla í Búðardal þar sem tæplega 130 nemendur tóku á móti þeim sem Guðni segir að sé treystandi til þess að taka við framtíðinni. „Þetta eru hressir krakkar. Vel hugsað um þau og í þeim liggur auðvitað framtíðin. Vigdís Grímsdóttir fékk nýlega verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, og hún sagði það eina sem skipti máli og það sem skiptir lang mestu máli er að hugsa vel um börnin,“ sagði Guðni. Opinberri heimsókn forsetahjónanna lauk nú undir kvöld með fjölskylduskemmtun í Dalabúð í Búðardal.
Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira