Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 10:45 Marta Lovísa Noregsprinsessa og Ari Behn í brúðkaupi Karls Filippusar Svíaprins og Sofíu í Stokkhólmi árið 2015. Vísir/AFP Ari Behn, fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, segir að bandaríski leikarinn Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. Behn sagði frá reynslu sinni af Spacey í útvarpsviðtali á norsku stöðinni P4 fyrr í vikunni. Þeir hafi hist þegar Spacey var, ásamt Umu Thurman, kynnir tónleika sem haldnir voru í tengslum við afhendingu Friðarverðlaunanna árið 2007. Fjöldi fólks hefur á síðustu vikum sakað Spacey um að hafa áreitt sig kynferðislega og hefur hann meðal annars verið rekinn frá Netflix, framleiðanda þáttanna House of Cards, þar sem hann hefur farið með aðalhlutverk. Setti höndina undir borðið og í klof Behn „Við áttum gott samtal, hann sat við hliðina á mér,“ sagði Behn. „Eftir fimm mínútur sagði hann: „Hey, förum út og fáum okkur sígarettu“, og svo setti hann hönd sína undir borðið og á eistun mín,“ segir Behn. Behn sagðist hafa verið brugðið og svaraði „ehh, kannski síðar“. „Hárið mitt var svart á þessum tíma, ég var tíu árum yngri og féll greinilega vel að smekk hans,“ sagði Behn í viðtalinu. Behn og Marta Lovísa skildu á síðasta ári eftir fjórtán ára hjónaband og eiga þau saman þrjú börn. Marta Lovísa er elsta barn Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Hún mun þó ekki erfa krúnuna þar sem fram til ársins 1990 gátu karlmenn einungis erft norsku krúnuna. Yngri bróðir Mörtu, Hákon, mun því verða konungur Noregs eftir lát föður síns. Kóngafólk Mál Kevin Spacey Nóbelsverðlaun Noregur MeToo Hollywood Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Ari Behn, fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, segir að bandaríski leikarinn Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. Behn sagði frá reynslu sinni af Spacey í útvarpsviðtali á norsku stöðinni P4 fyrr í vikunni. Þeir hafi hist þegar Spacey var, ásamt Umu Thurman, kynnir tónleika sem haldnir voru í tengslum við afhendingu Friðarverðlaunanna árið 2007. Fjöldi fólks hefur á síðustu vikum sakað Spacey um að hafa áreitt sig kynferðislega og hefur hann meðal annars verið rekinn frá Netflix, framleiðanda þáttanna House of Cards, þar sem hann hefur farið með aðalhlutverk. Setti höndina undir borðið og í klof Behn „Við áttum gott samtal, hann sat við hliðina á mér,“ sagði Behn. „Eftir fimm mínútur sagði hann: „Hey, förum út og fáum okkur sígarettu“, og svo setti hann hönd sína undir borðið og á eistun mín,“ segir Behn. Behn sagðist hafa verið brugðið og svaraði „ehh, kannski síðar“. „Hárið mitt var svart á þessum tíma, ég var tíu árum yngri og féll greinilega vel að smekk hans,“ sagði Behn í viðtalinu. Behn og Marta Lovísa skildu á síðasta ári eftir fjórtán ára hjónaband og eiga þau saman þrjú börn. Marta Lovísa er elsta barn Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Hún mun þó ekki erfa krúnuna þar sem fram til ársins 1990 gátu karlmenn einungis erft norsku krúnuna. Yngri bróðir Mörtu, Hákon, mun því verða konungur Noregs eftir lát föður síns.
Kóngafólk Mál Kevin Spacey Nóbelsverðlaun Noregur MeToo Hollywood Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15