Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. desember 2017 15:45 Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. Bjarki Þór Pálsson mætir í aðalbardaga kvöldsins þar sem hann freistar þess að verja léttvigtarmeistarabeltið sitt. Hann mætir Steve O'Keeffe, en bardaginn verður sá fyrsti hjá Bjarka síðan hann vann Léttvigtarmeistaratitilinn í október. O'Keffe er enskur bardagamaður sem af mörgum er talinn besti léttvigtarmaðurinn sem berst utan stóru bardagasambandanna. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu og tae-kwon-do og hefur meðal annars mætt Conor McGregor. „Ég er búinn að eiga frábærar æfingabúðir og hef aldrei verið ferskari. Það er stutt liðið frá síðasta bardaga og ég fór næstum bara beint aftur að gera mig kláran til að berjast aftur að honum loknum. Fyrst fór ég þó til Valencia ásamt fjölskyldunni minni í vikuferð. Kærastan mín er þar í dýralæknanámi og ég nýtti ferðina vel. Ég kom henni í opna skjöldu, skellti mér á skeljarnar og bað hennar. Hún sagði já þannig að ég get ekki annað sagt en að það sé jákvæð orka og hamingja sem drífi mig áfram þessa dagana. Ekkert færir manni meiri kraft en ástin og það stoppar mig enginn á meðan ég er í þessum ham,“ sagði Bjarki Þór í fréttatilkynningu frá Mjölni. „Steve O´Keeffe er alvöru andstæðingur. Þegar ég sýni fram á að ég get sigrað hann þá er ég jafnframt að sýna stóru samböndunum, UFC og Bellator, að ég er algjörlega tilbúinn að stíga inn á stóra sviðið. Ég er með svo frábært lið í kringum mig. Gæti ekki verið betur settur með þjálfara og æfingafélaga. Gunnar Nelson er búinn að hjálpa mér mikið og við erum búnir að æfa talsvert saman undangengnar vikur. Ég er alltaf að bæta mig og ég þori að lofa að ég mun berjast minn besta bardaga frá upphafiá morgun.” Bjarki Ómarson berst sinn fyrsta atvinnubardaga þegar hann mætir hinum palentíska Mehmuhd Raza. Sá hefur unnið fjóra af fimm atvinnubardögum sínum. „Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu tækifæri og er búinn að gera mig kláran í bardaga þrisvar sinnum undangengið árið en svo hefur bara alltaf eitthvað leiðinlegt komið uppá á síðustu stundu. Ég búinn að vera óheppinn með meiðsli og svo hef ég líka lent í því að andstæðingar mínir dregið sig úr keppni. Það má því segja að ég sé glorhungraður og ég get bara varla lýst því hvað ég glaður með það að þessi bardagi sé að verða að veruleika,“ sagði Bjarki. Ingþór Örn Valdimarsson snýr aftur eftir 10 ára hlé og berst sinn annan atvinnubardaga. Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen berjast áhugamannabardaga. Gunnar Nelson verður í föruneyti drengjanna og verður í horni þeirra á morgun. Kvöldið hefst klukkan 18:00, en búist er við að Bjarki Þór mæti korter fyrir ellefu. MMA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. Bjarki Þór Pálsson mætir í aðalbardaga kvöldsins þar sem hann freistar þess að verja léttvigtarmeistarabeltið sitt. Hann mætir Steve O'Keeffe, en bardaginn verður sá fyrsti hjá Bjarka síðan hann vann Léttvigtarmeistaratitilinn í október. O'Keffe er enskur bardagamaður sem af mörgum er talinn besti léttvigtarmaðurinn sem berst utan stóru bardagasambandanna. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu og tae-kwon-do og hefur meðal annars mætt Conor McGregor. „Ég er búinn að eiga frábærar æfingabúðir og hef aldrei verið ferskari. Það er stutt liðið frá síðasta bardaga og ég fór næstum bara beint aftur að gera mig kláran til að berjast aftur að honum loknum. Fyrst fór ég þó til Valencia ásamt fjölskyldunni minni í vikuferð. Kærastan mín er þar í dýralæknanámi og ég nýtti ferðina vel. Ég kom henni í opna skjöldu, skellti mér á skeljarnar og bað hennar. Hún sagði já þannig að ég get ekki annað sagt en að það sé jákvæð orka og hamingja sem drífi mig áfram þessa dagana. Ekkert færir manni meiri kraft en ástin og það stoppar mig enginn á meðan ég er í þessum ham,“ sagði Bjarki Þór í fréttatilkynningu frá Mjölni. „Steve O´Keeffe er alvöru andstæðingur. Þegar ég sýni fram á að ég get sigrað hann þá er ég jafnframt að sýna stóru samböndunum, UFC og Bellator, að ég er algjörlega tilbúinn að stíga inn á stóra sviðið. Ég er með svo frábært lið í kringum mig. Gæti ekki verið betur settur með þjálfara og æfingafélaga. Gunnar Nelson er búinn að hjálpa mér mikið og við erum búnir að æfa talsvert saman undangengnar vikur. Ég er alltaf að bæta mig og ég þori að lofa að ég mun berjast minn besta bardaga frá upphafiá morgun.” Bjarki Ómarson berst sinn fyrsta atvinnubardaga þegar hann mætir hinum palentíska Mehmuhd Raza. Sá hefur unnið fjóra af fimm atvinnubardögum sínum. „Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu tækifæri og er búinn að gera mig kláran í bardaga þrisvar sinnum undangengið árið en svo hefur bara alltaf eitthvað leiðinlegt komið uppá á síðustu stundu. Ég búinn að vera óheppinn með meiðsli og svo hef ég líka lent í því að andstæðingar mínir dregið sig úr keppni. Það má því segja að ég sé glorhungraður og ég get bara varla lýst því hvað ég glaður með það að þessi bardagi sé að verða að veruleika,“ sagði Bjarki. Ingþór Örn Valdimarsson snýr aftur eftir 10 ára hlé og berst sinn annan atvinnubardaga. Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen berjast áhugamannabardaga. Gunnar Nelson verður í föruneyti drengjanna og verður í horni þeirra á morgun. Kvöldið hefst klukkan 18:00, en búist er við að Bjarki Þór mæti korter fyrir ellefu.
MMA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira