Skóli fyrir alla Sara Dögg Svanhildarddóttir skrifar 8. desember 2017 11:50 Menntun fyrir alla eða skóli án aðgreiningar er eitt af stóru viðfangsefnum þeirra sem starfa við menntakerfið okkar þessi misserin. Sameiginlegur skilningur á viðfangsefninu er eitt af því sem þarf að nást niðurstaða um og síðan í framhaldi að vinna að úrbótum í samræmi við niðurstöðu úttektar á stöðu íslenska menntakerfisins gagnvart stefnunni um skóla án aðgreiningar eða menntun fyrir alla. Börn og ungmenni með þroskafrávik er einn hópur sem þarf að taka mið af þegar unnið er að menntun fyrir alla eða skóla án aðgreiningar. Til þess að mæta þeim börnum hafa sérskólar og sérdeildir ýmiss konar verið hluti af skólaþjónustunni. Ýmist er slegið í eða úr um ágæti tilvistar slíkrar þjónustu. En víst er að á meðan almenna skólakerfið nær ekki betur utan um verkefnið að veita öllum menntun við hæfi þá er nauðsyn annarra leiða afar mikilvæg og dýrmæt hverjum þeim nemanda og fjölskyldum þeirra sem slíka þjónustu fá. Við viljum öll gera betur og almennt vitum við að hópur barna og ungmenna er ekki að fá þá þjónustu sem skyldi. Því skiptir ekki bara máli að grípa þau tækifæri sem skapast í samfélaginu til að gera betur fyrir börn og ungmenni heldur skapast af því samfélagslegur ávinningur fyrir alla sem koma að þeim börnum og ungmennum, fyrir foreldra, fyrir börnin sjálf, og fyrir samfélagið allt. Hópur fagfólks og foreldrar fatlaðra barna hefur tekið sig saman og sett á laggirnar sérskóla fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri með þroskafrávik sem hlotið hefur nafnið Arnarskóli. Hugmyndafræðin byggir á því að mæta barni og fjölskyldu með heildstæða þjónustu þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni í gegnum allt starf skólans. Starfið byggir á atferlisíhlutun þar sem unnið er einstaklingslega með hverju barni. Skóladagur og frístund fléttast saman og þarfir barnsins stýra því hvernig vinnudagur barnsins raðast frá degi til dags. Börn með þroskafrávik hafa ólíkar þarfir eins og önnur börn en eru þó að öllu jöfnu viðkvæmari fyrir þáttum eins og svefnröskunum, álagi heima fyrir og almennt allri breytingu á daglegri rútínu. Því brennum við í Arnarskóla fyrir því að geta boðið upp á val um skóla. Skóla sem mætir þessum börnum sérstaklega með nýju stefi þar sem allir virkir dagar ársins eru undir í skóladagatali sem og einstaklingsáætlun hvers barns. Allt skipulag er unnið út frá óskum og þörfum nemandans og aðstandendum hans. Sérstaða Arnarskóla er mikil ekki bara faglega heldur ekki síður rekstrarlega. Þar sem Arnarskóli er sérskóli gefur það augaleið að börnin sem sækja skólann eru að koma frá mörgum sveitarfélögum. Því er það ekki skuldbinding neins eins sveitarfélags að tryggja nemendafjölda frá sínu sveitarfélagi né fjármagn, nema þá með þeim börnum sem frá þeim koma. En það er hins vegar á hendi sveitarfélags að veita skóla eins og Arnarskóla starfsleyfi. Arnarskóli býður sveitarfélögum tækifæri til þess að bjóða foreldrum barna með þroskafrávik að hafa raunverulegt val um skólagöngu barnsins síns. Arnarskóli er nýtt stef í menntasögunni og skilar ávinningi fyrir alla sem hann velja og eða styðja. Því hvetjum við sem störfum við Arnarskóla allt fólk í forsvari menntamála allra sveitarfélaga að kynna sér starfsemina og hugsa til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun fyrir alla eða skóli án aðgreiningar er eitt af stóru viðfangsefnum þeirra sem starfa við menntakerfið okkar þessi misserin. Sameiginlegur skilningur á viðfangsefninu er eitt af því sem þarf að nást niðurstaða um og síðan í framhaldi að vinna að úrbótum í samræmi við niðurstöðu úttektar á stöðu íslenska menntakerfisins gagnvart stefnunni um skóla án aðgreiningar eða menntun fyrir alla. Börn og ungmenni með þroskafrávik er einn hópur sem þarf að taka mið af þegar unnið er að menntun fyrir alla eða skóla án aðgreiningar. Til þess að mæta þeim börnum hafa sérskólar og sérdeildir ýmiss konar verið hluti af skólaþjónustunni. Ýmist er slegið í eða úr um ágæti tilvistar slíkrar þjónustu. En víst er að á meðan almenna skólakerfið nær ekki betur utan um verkefnið að veita öllum menntun við hæfi þá er nauðsyn annarra leiða afar mikilvæg og dýrmæt hverjum þeim nemanda og fjölskyldum þeirra sem slíka þjónustu fá. Við viljum öll gera betur og almennt vitum við að hópur barna og ungmenna er ekki að fá þá þjónustu sem skyldi. Því skiptir ekki bara máli að grípa þau tækifæri sem skapast í samfélaginu til að gera betur fyrir börn og ungmenni heldur skapast af því samfélagslegur ávinningur fyrir alla sem koma að þeim börnum og ungmennum, fyrir foreldra, fyrir börnin sjálf, og fyrir samfélagið allt. Hópur fagfólks og foreldrar fatlaðra barna hefur tekið sig saman og sett á laggirnar sérskóla fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri með þroskafrávik sem hlotið hefur nafnið Arnarskóli. Hugmyndafræðin byggir á því að mæta barni og fjölskyldu með heildstæða þjónustu þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni í gegnum allt starf skólans. Starfið byggir á atferlisíhlutun þar sem unnið er einstaklingslega með hverju barni. Skóladagur og frístund fléttast saman og þarfir barnsins stýra því hvernig vinnudagur barnsins raðast frá degi til dags. Börn með þroskafrávik hafa ólíkar þarfir eins og önnur börn en eru þó að öllu jöfnu viðkvæmari fyrir þáttum eins og svefnröskunum, álagi heima fyrir og almennt allri breytingu á daglegri rútínu. Því brennum við í Arnarskóla fyrir því að geta boðið upp á val um skóla. Skóla sem mætir þessum börnum sérstaklega með nýju stefi þar sem allir virkir dagar ársins eru undir í skóladagatali sem og einstaklingsáætlun hvers barns. Allt skipulag er unnið út frá óskum og þörfum nemandans og aðstandendum hans. Sérstaða Arnarskóla er mikil ekki bara faglega heldur ekki síður rekstrarlega. Þar sem Arnarskóli er sérskóli gefur það augaleið að börnin sem sækja skólann eru að koma frá mörgum sveitarfélögum. Því er það ekki skuldbinding neins eins sveitarfélags að tryggja nemendafjölda frá sínu sveitarfélagi né fjármagn, nema þá með þeim börnum sem frá þeim koma. En það er hins vegar á hendi sveitarfélags að veita skóla eins og Arnarskóla starfsleyfi. Arnarskóli býður sveitarfélögum tækifæri til þess að bjóða foreldrum barna með þroskafrávik að hafa raunverulegt val um skólagöngu barnsins síns. Arnarskóli er nýtt stef í menntasögunni og skilar ávinningi fyrir alla sem hann velja og eða styðja. Því hvetjum við sem störfum við Arnarskóla allt fólk í forsvari menntamála allra sveitarfélaga að kynna sér starfsemina og hugsa til framtíðar.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun