Katrín segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2017 13:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. vísir/ernir Forsætisráðherra segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram á fimmtudag. Útgjaldatillögur þess verði hóflegar. En Samtök atvinnulífsins hafa áhyggjur af því að boginn sé spenntur of hátt og ekki verði hugað nóg að greiðslu skulda ríkissjóðs. Samtök atvinnulífsins birtu á heimasíðu síðu sinni í gær greiningu á markmiðum stjórnarsáttmálans. Samtökin telja að nái öll markmið hans fram að ganga muni útgjöld ríkisins aukast um 90 milljarða á ári en nú þegar séu þau um 40 prósent af landsframleiðslu sem sé með því mesta sem þekkist inna Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ástæðu til að óttast stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Það tel ég nú ekki ekki vera. Ég tel þær tillögur sem verða lagðar fram í fjárlagafrumvarpinu mjög hófstilltar. Og í raun og veru taka bara á því brýnasta sem lýtur að hinum samfélagslegu innviðum. Í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngumálum,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin afgreiddi fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti á fundi á þriðjudag og sama dag voru drög að frumvarpinu lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fer síðan fram á Alþingi á fimmtudag í næstu viku og umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verður þá um kvöldið. „Síðan munum við eins og ég hef áður sagt leggja fram langtímasýn inn í fjármálaáætlun. En það liggur algerlega fyrir að þessi ríkisstjórn einsetur sér að hin efnahagslega hagsæld sem hér hefur verið skili sér í auknum mæli annars vegar inn í samfélagið og og hins vegar betur til almennings í landinu. Það er okkar verkefni á þessu kjörtímabili. Það gerum við að sjálfsögðu með það í huga að viðhalda hér stöðugleika í efnahagslífinu og þannig með ábyrgri stjórn ríkisfjármála,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin óttast að með auknum útgjöldum ríkissjóðs, sem geti orðið allt að 90 milljarðar á ári samkvæmt stjórnarsáttmálanum gangi allt eftir, verði ekki hugað nægjanlega að lækkun skulda ríkissjóðs. „Það sem við verðum að hafa í huga er að útgjöld ríkissjóðs eru núna með því hæsta sem gerist innan OECD. Eða rétt um 40% af landsframleiðslu. Í mínum huga blasir því við að núna er ekki rétti tíminn til að auka verulega umsvif ríkissjóðs í hagkerfinu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram á fimmtudag. Útgjaldatillögur þess verði hóflegar. En Samtök atvinnulífsins hafa áhyggjur af því að boginn sé spenntur of hátt og ekki verði hugað nóg að greiðslu skulda ríkissjóðs. Samtök atvinnulífsins birtu á heimasíðu síðu sinni í gær greiningu á markmiðum stjórnarsáttmálans. Samtökin telja að nái öll markmið hans fram að ganga muni útgjöld ríkisins aukast um 90 milljarða á ári en nú þegar séu þau um 40 prósent af landsframleiðslu sem sé með því mesta sem þekkist inna Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ástæðu til að óttast stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Það tel ég nú ekki ekki vera. Ég tel þær tillögur sem verða lagðar fram í fjárlagafrumvarpinu mjög hófstilltar. Og í raun og veru taka bara á því brýnasta sem lýtur að hinum samfélagslegu innviðum. Í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngumálum,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin afgreiddi fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti á fundi á þriðjudag og sama dag voru drög að frumvarpinu lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fer síðan fram á Alþingi á fimmtudag í næstu viku og umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verður þá um kvöldið. „Síðan munum við eins og ég hef áður sagt leggja fram langtímasýn inn í fjármálaáætlun. En það liggur algerlega fyrir að þessi ríkisstjórn einsetur sér að hin efnahagslega hagsæld sem hér hefur verið skili sér í auknum mæli annars vegar inn í samfélagið og og hins vegar betur til almennings í landinu. Það er okkar verkefni á þessu kjörtímabili. Það gerum við að sjálfsögðu með það í huga að viðhalda hér stöðugleika í efnahagslífinu og þannig með ábyrgri stjórn ríkisfjármála,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin óttast að með auknum útgjöldum ríkissjóðs, sem geti orðið allt að 90 milljarðar á ári samkvæmt stjórnarsáttmálanum gangi allt eftir, verði ekki hugað nægjanlega að lækkun skulda ríkissjóðs. „Það sem við verðum að hafa í huga er að útgjöld ríkissjóðs eru núna með því hæsta sem gerist innan OECD. Eða rétt um 40% af landsframleiðslu. Í mínum huga blasir því við að núna er ekki rétti tíminn til að auka verulega umsvif ríkissjóðs í hagkerfinu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00
Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00
Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent