Flaug til Íslands til að sjá leikmann sem spilaði svo í níu mínútur Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2017 19:15 Færst hefur í aukana að efnilegir íslenskir fótboltamenn taki skrefið til Bandaríkjanna og spili þar í háskólaboltanum á styrk sem getur verið að andvirði 30 milljóna króna. Flestir leikmenn fara nú út í gegnum fyrirtækið Soccer and Education USA sem fótboltaparið Jóna Kristín Hauksdóttir og Brynjar Benediktsson eiga og reka. Það er ekkert nýtt að íslenskt fótboltafólk fari í bandaríska háskóla en með tilkomu Jónu og Brynjars hefur þeim fjölgað. Justin Maulin, þjálfari UNC Greensboro í Karólínuríki var hér á landi í vikunni að leita að næstu stjörnum skólans. „Ég er að leita að fótboltamönnum. Háskólinn okkar hefur lengi notið krafta frábærra íslenskra leikmanna,“ segir Suður-Afríkumaðurinn Maulin sem hefur þjálfað í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. UNC Greensboro hefur lengi verið með Íslendinga í sínum röðum, allt frá Hilmari Björnssyni og Sigurði Ragnari Eyjólfssyni til Jökuls Elísabetarsonar og Tómasar Óla Garðarssonar. „Ég kann virkilega að meta íslensku leikmennina því þeir eru sterkir karkaterar. Það er mikilvægt. Það er eitt að finna góða fótboltamenn, þeir þurfa líka að vera góðir námsmenn en svo þurfa þeir líka að passa inn í bandaríska mótið og vera góðir karakterar,“ segir Maulin. Það er stór ákvörðun fyrir unga íslenska leikmenn að fara til Bandaríkjanna því þá setja þeir ferla sína hér heima í biðstöðu og svo gott sem gleyma draumum sínum um atvinnumennsku. „Það er stærsta áskorunin, sérstaklega þegar við erum að ræða við þessa íslensku leikmenn. Ég talaði við einn í gærkvöldi sem vildi ekki koma til mín heldur vera áfram hér á Íslandi og reyna að komast í atvinnumennsku. Staðreyndin er sú að það eru ekki svo margir sem komast þangað þannig það er undir okkur komið að sannfæra þessa stráka um að koma til Bandaríkjanna þar sem þú færð gæða háskólagráðu á fjórum árum en getur samt komið til baka og spilað á Íslandi kannski 23-24 ára gamall,“ segir Maulin. Hann áttar sig á því að hann er ekki sá vinsælasti hjá öllum íslenskum þjálfurum er hann fylgist með þeim úr stúkunni tilbúinn að bjóða þeim fullan skólastyrk sem er að andvirði 30 milljóna króna. „Sumir þjálfarar verða ánægðir fyrir hönd leikmannanna en aðrir vilja ekki missa sína bestu menn. Það er frekar eigingjarnt, að mér finnst. Ég flaug til dæmis hingað til að sjá einn leikmann sem spilaði svo níu mínútur. Hann skoraði vissulega á þeim tíma en það er erfitt að sjá hvað hann getur gert á níu mínútum,“ segir Justin Maulin. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira
Færst hefur í aukana að efnilegir íslenskir fótboltamenn taki skrefið til Bandaríkjanna og spili þar í háskólaboltanum á styrk sem getur verið að andvirði 30 milljóna króna. Flestir leikmenn fara nú út í gegnum fyrirtækið Soccer and Education USA sem fótboltaparið Jóna Kristín Hauksdóttir og Brynjar Benediktsson eiga og reka. Það er ekkert nýtt að íslenskt fótboltafólk fari í bandaríska háskóla en með tilkomu Jónu og Brynjars hefur þeim fjölgað. Justin Maulin, þjálfari UNC Greensboro í Karólínuríki var hér á landi í vikunni að leita að næstu stjörnum skólans. „Ég er að leita að fótboltamönnum. Háskólinn okkar hefur lengi notið krafta frábærra íslenskra leikmanna,“ segir Suður-Afríkumaðurinn Maulin sem hefur þjálfað í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. UNC Greensboro hefur lengi verið með Íslendinga í sínum röðum, allt frá Hilmari Björnssyni og Sigurði Ragnari Eyjólfssyni til Jökuls Elísabetarsonar og Tómasar Óla Garðarssonar. „Ég kann virkilega að meta íslensku leikmennina því þeir eru sterkir karkaterar. Það er mikilvægt. Það er eitt að finna góða fótboltamenn, þeir þurfa líka að vera góðir námsmenn en svo þurfa þeir líka að passa inn í bandaríska mótið og vera góðir karakterar,“ segir Maulin. Það er stór ákvörðun fyrir unga íslenska leikmenn að fara til Bandaríkjanna því þá setja þeir ferla sína hér heima í biðstöðu og svo gott sem gleyma draumum sínum um atvinnumennsku. „Það er stærsta áskorunin, sérstaklega þegar við erum að ræða við þessa íslensku leikmenn. Ég talaði við einn í gærkvöldi sem vildi ekki koma til mín heldur vera áfram hér á Íslandi og reyna að komast í atvinnumennsku. Staðreyndin er sú að það eru ekki svo margir sem komast þangað þannig það er undir okkur komið að sannfæra þessa stráka um að koma til Bandaríkjanna þar sem þú færð gæða háskólagráðu á fjórum árum en getur samt komið til baka og spilað á Íslandi kannski 23-24 ára gamall,“ segir Maulin. Hann áttar sig á því að hann er ekki sá vinsælasti hjá öllum íslenskum þjálfurum er hann fylgist með þeim úr stúkunni tilbúinn að bjóða þeim fullan skólastyrk sem er að andvirði 30 milljóna króna. „Sumir þjálfarar verða ánægðir fyrir hönd leikmannanna en aðrir vilja ekki missa sína bestu menn. Það er frekar eigingjarnt, að mér finnst. Ég flaug til dæmis hingað til að sjá einn leikmann sem spilaði svo níu mínútur. Hann skoraði vissulega á þeim tíma en það er erfitt að sjá hvað hann getur gert á níu mínútum,“ segir Justin Maulin. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira