Samfélagsleg ábyrgð gagnvart fötluðum börnum Sigrún Birgisdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Dagur mannréttinda barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur um allan heim 20. nóvember sl. og 3. desember nk. er alþjóðadagur fatlaðs fólks og af því tilefni verður hér á landi eins og hvarvetna í heiminum minnt á mannréttindi fatlaðs fólks sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í báðum þessum mikilvægu mannréttindasamningum sem Ísland hefur undirgengist, eins og langflest ríki í heiminum, er mjög mikil áhersla lögð á skyldu samfélaga til að veita fötluðum börnum tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við önnur börn og með öðrum börnum. Þetta eru ekki að ástæðulausu sérstök áhersluatriði í samningunum. Fötluð börn hafa þurft og þurfa enn alls staðar að þola margvíslega og mikla mismunun og aðgreiningu á nánast öllum sviðum samfélagsins. Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn. Það er mjög mikið til í því. Í þeim samfélögum þar sem þannig er búið að börnum að þau njóta þroskavænlegra aðstæðna, lífsgæða og tækifæra forgangsraða stjórnvöld í þágu barna og hagsmuna þeirra. Fólkið og fyrirtækin líta þar svo á að þau beri einnig mikla ábyrgð á því að öll börn og þar með talið fötluð börn fái þessi tækifæri til að þroskast og njóta lífsins, samfélags við aðra og hæfileika sinna. Mikil vonbrigði Hér á landi er ýmislegt vel gert í þessum efnum og sumt mjög vel þó að margt megi þar betur fara og sumt miklu betur. Mörg fyrirtæki sýna t.a.m. samfélagslega ábyrgð gagnvart börnum með því að leggja með ýmsum hætti áherslu á jákvætt viðmót gagnvart þeim og ekki aðeins í orði, heldur í verki og ekki bara til að græða meiri peninga. IKEA er þannig fyrirtæki og hefur og ekki að ástæðulausu jákvæða ímynd að þessu leyti. Það kom því á óvart og urðu okkur mikil vonbrigði að þetta öfluga og heimþekkta fyrirtæki skuli ekki sjá sér fært að gera viðeigandi ráðstafanir til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í „Smálandi“ í IKEA-versluninni hér á landi eins og önnur börn, þrátt fyrir óskir samtaka okkar um það og skýr tilmæli umboðsmanns barna til fyrirtækisins um að gera það. En eins og flestir vita hefur umboðsmaður barna það hlutverk lögum samkvæmt að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna. Þegar fötluð börn fá ekki tækifæri til til að leika sér eins og önnur börn og með öðrum börnum verða þau ekki aðeins fyrir mismunun vegna fötlunar sinnar til afþreyingar og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem hún veitir. Slík mismunun er einnig afar sár fyrir börnin, dregur úr sjálfstrausti þeirra og vekur tilfinningar um höfnun og útilokun. Við viljum því enn beina þeirri eindregnu ósk til forsvarsfólks IKEA á Íslandi að gera það sem gera þarf til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í verslun fyrirtækisins eins og önnur börn og án aðgreiningar frá öðrum börnum. Þannig getur fyrirtækið sýnt vilja sinn til samfélagslegrar ábyrgðar í verki og lagt sitt lóð á vogarskál til að stuðla að því að mannréttindasamningarnir um réttindi barna og réttindi fatlaðs fólks nái þeim tilgangi sínum að auka tækifæri og bæta lífsgæði fatlaðra barna. Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Árni Múli Jónasson Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur um allan heim 20. nóvember sl. og 3. desember nk. er alþjóðadagur fatlaðs fólks og af því tilefni verður hér á landi eins og hvarvetna í heiminum minnt á mannréttindi fatlaðs fólks sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í báðum þessum mikilvægu mannréttindasamningum sem Ísland hefur undirgengist, eins og langflest ríki í heiminum, er mjög mikil áhersla lögð á skyldu samfélaga til að veita fötluðum börnum tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við önnur börn og með öðrum börnum. Þetta eru ekki að ástæðulausu sérstök áhersluatriði í samningunum. Fötluð börn hafa þurft og þurfa enn alls staðar að þola margvíslega og mikla mismunun og aðgreiningu á nánast öllum sviðum samfélagsins. Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn. Það er mjög mikið til í því. Í þeim samfélögum þar sem þannig er búið að börnum að þau njóta þroskavænlegra aðstæðna, lífsgæða og tækifæra forgangsraða stjórnvöld í þágu barna og hagsmuna þeirra. Fólkið og fyrirtækin líta þar svo á að þau beri einnig mikla ábyrgð á því að öll börn og þar með talið fötluð börn fái þessi tækifæri til að þroskast og njóta lífsins, samfélags við aðra og hæfileika sinna. Mikil vonbrigði Hér á landi er ýmislegt vel gert í þessum efnum og sumt mjög vel þó að margt megi þar betur fara og sumt miklu betur. Mörg fyrirtæki sýna t.a.m. samfélagslega ábyrgð gagnvart börnum með því að leggja með ýmsum hætti áherslu á jákvætt viðmót gagnvart þeim og ekki aðeins í orði, heldur í verki og ekki bara til að græða meiri peninga. IKEA er þannig fyrirtæki og hefur og ekki að ástæðulausu jákvæða ímynd að þessu leyti. Það kom því á óvart og urðu okkur mikil vonbrigði að þetta öfluga og heimþekkta fyrirtæki skuli ekki sjá sér fært að gera viðeigandi ráðstafanir til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í „Smálandi“ í IKEA-versluninni hér á landi eins og önnur börn, þrátt fyrir óskir samtaka okkar um það og skýr tilmæli umboðsmanns barna til fyrirtækisins um að gera það. En eins og flestir vita hefur umboðsmaður barna það hlutverk lögum samkvæmt að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna. Þegar fötluð börn fá ekki tækifæri til til að leika sér eins og önnur börn og með öðrum börnum verða þau ekki aðeins fyrir mismunun vegna fötlunar sinnar til afþreyingar og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem hún veitir. Slík mismunun er einnig afar sár fyrir börnin, dregur úr sjálfstrausti þeirra og vekur tilfinningar um höfnun og útilokun. Við viljum því enn beina þeirri eindregnu ósk til forsvarsfólks IKEA á Íslandi að gera það sem gera þarf til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í verslun fyrirtækisins eins og önnur börn og án aðgreiningar frá öðrum börnum. Þannig getur fyrirtækið sýnt vilja sinn til samfélagslegrar ábyrgðar í verki og lagt sitt lóð á vogarskál til að stuðla að því að mannréttindasamningarnir um réttindi barna og réttindi fatlaðs fólks nái þeim tilgangi sínum að auka tækifæri og bæta lífsgæði fatlaðra barna. Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna þroskahjálpar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun