Dagur mannréttinda barna er í dag Erna Reynisdóttir skrifar 20. nóvember 2017 11:00 Þann 15. mars 2016 var samþykkt þingsályktun á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaheillum – Save the Children á Íslandi var falið af þáverandi innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins. Í tilefni af degi mannréttinda barna í ár opnuðu Barnaheill – Save the Children á Íslandi mannréttindasmiðju fyrir öll börn allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla hvaðanæva af landinu. Send voru bréf til kennara til að hvetja þá til þátttöku sem fólst í því að vinna skapandi verkefni um mannréttindi barna og senda inn í fjársjóðskistu á vegum Barnaheilla. Þetta árið var lögð sérstök áhersla á réttindi allra barna til þátttöku, að láta skoðanir sínar í ljós og að hafa áhrif, eins og segir í 12. og 13. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Yfirskrift mannréttindasmiðjunnar 2017 er því Raddir barna. Mannréttindasmiðjan er ekki keppni heldur eins konar samsýning og samfélagsþátttaka þar sem lögð er áhersla á samvinnu og að hvert og eitt barn fái að njóta sín á eigin forsendum. Í dag verður fjársjóðskistan með verkum barnanna opnuð formlega á vefnum https://www.barnaheill.is/dagurmannrettindabarna. Þaðan geta þau börn sem hafa aldur til deilt verkum sínum og foreldrar deilt verkum barna sinna að fengnu samþykki þeirra og hvetjum við til að myllumerkið #dagurmannrettindabarna verði notað. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á sömu vefslóð. Barnaheill hvetja alla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla til að nýta Dag mannréttinda barna til að fjalla um og fræða nemendur um mannréttindi sín.Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þann 15. mars 2016 var samþykkt þingsályktun á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaheillum – Save the Children á Íslandi var falið af þáverandi innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins. Í tilefni af degi mannréttinda barna í ár opnuðu Barnaheill – Save the Children á Íslandi mannréttindasmiðju fyrir öll börn allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla hvaðanæva af landinu. Send voru bréf til kennara til að hvetja þá til þátttöku sem fólst í því að vinna skapandi verkefni um mannréttindi barna og senda inn í fjársjóðskistu á vegum Barnaheilla. Þetta árið var lögð sérstök áhersla á réttindi allra barna til þátttöku, að láta skoðanir sínar í ljós og að hafa áhrif, eins og segir í 12. og 13. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Yfirskrift mannréttindasmiðjunnar 2017 er því Raddir barna. Mannréttindasmiðjan er ekki keppni heldur eins konar samsýning og samfélagsþátttaka þar sem lögð er áhersla á samvinnu og að hvert og eitt barn fái að njóta sín á eigin forsendum. Í dag verður fjársjóðskistan með verkum barnanna opnuð formlega á vefnum https://www.barnaheill.is/dagurmannrettindabarna. Þaðan geta þau börn sem hafa aldur til deilt verkum sínum og foreldrar deilt verkum barna sinna að fengnu samþykki þeirra og hvetjum við til að myllumerkið #dagurmannrettindabarna verði notað. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á sömu vefslóð. Barnaheill hvetja alla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla til að nýta Dag mannréttinda barna til að fjalla um og fræða nemendur um mannréttindi sín.Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar