Ég á heima meðal þeirra bestu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Sigurreifur. Björn Lúkas fagnar hér einum af sigrum sínum á HM áhugamanna í MMA sem fram fór í Barein. mynd/Jorden Curran/ IMMAF Björn Lúkas Haraldsson fór á kostum á HM áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, sem kláraðist um nýliðna helgi í Barein. Þar fór Mjölnismaðurinn alla leið í úrslit í millivigtinni. Þar mætti hann Svíanum Khaled Laallam í úrslitum og varð að sætta sig við tap á dómaraúrskurði. Björn Lúkas flaug alla leið inn í úrslit en hann kláraði alla andstæðinga sína í fyrstu lotu áður en hann lenti í klóm Svíans. „Ég er alveg í skýjunum með þetta. Hef ekki verið í þessu sporti lengi, fékk stórt tækifæri og gæti ekki verið sáttari,“ segir hinn 22 ára gamli Björn Lúkas er íþróttadeild heyrði í honum eftir mótið. „Ég var ekki að búast við neinu sérstöku fyrir þetta mót. Renndi blint í sjóinn þannig séð og ætlaði bara að gera mitt besta. Þetta gekk svo bara ótrúlega vel hjá mér. Ég fór bara eftir flæðinu hverju sinni og er sterkur alls staðar þó svo ég hafi klárað flesta bardagana á armlás.“Svíinn var betri Eftir að hafa klárað fjóra bardaga á samtals sjö og hálfri mínútu kom að því að Björn Lúkas fór allar þrjár loturnar í úrslitabardaganum. „Mér fannst ég hafa unnið fyrstu lotuna þar sem ég reyndi stíft að klára bardagann. Svo tók hann seinni tvær loturnar. Helvíti sterkur og flottur gaur. Hann var bara betri þennan dag og átti skilið að vinna,“ segir Björn Lúkas auðmjúkur.Björn Lúkas í einum af sínum bardögum.mynd/Jorden Curran/ IMMAF„Nú veit ég hvar ég stend í þessum bransa. Ég á alveg heima meðal þeirra bestu. Ég mætti hingað með tvo bardaga á bakinu og sá fyrsti var fyrir hálfu ári. Nú veit ég að ég á fullt erindi í þetta.“ Þó svo Björn Lúkas sé ekki búinn að vera lengi í MMA þá kom hann inn í íþróttina með flottan bakgrunn. „Ég hef æft MMA í tvö ár en á undan því var ég í júdó, tækvondó, brasilísku jiu-jitsu og hnefaleikum. Ég kom því með sterkan grunn sem þurfti að púsla saman í MMA,“ segir okkar maður en hann ætlar sér stóra hluti í íþróttinni á næstu árum.Ætlar alla leið „Ég ætla bara að slaka á núna og svo ákveða næsta skref hjá mér. Lokamarkmið hjá mér að fara alla leið og það hefur alltaf verið þannig. UFC eða Bellator. Það eru líka stór samtök hérna úti í Barein og það var flott sýning hjá þeim. Ég er búinn að skapa mér nafn núna og hver veit nema mér verði boðið aftur út hingað.“ Grindvíkingurinn er búinn að næla sér í mikla reynslu á þessu móti og líka í því að tala við fjölmiðla sem er fylgifiskur þess að ná árangri. Hann þurfti að mæta á blaðamannafundi og fannst það mjög erfitt. „Það var eiginlega erfiðara en að berjast. Mér hefur sjaldan liðið eins óþægilega. Þarna var ég kominn út fyrir þægindarammann minn,“ segir Björn Lúkas og hlær en það verður spennandi að fylgjast með honum á komandi árum. MMA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Björn Lúkas Haraldsson fór á kostum á HM áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, sem kláraðist um nýliðna helgi í Barein. Þar fór Mjölnismaðurinn alla leið í úrslit í millivigtinni. Þar mætti hann Svíanum Khaled Laallam í úrslitum og varð að sætta sig við tap á dómaraúrskurði. Björn Lúkas flaug alla leið inn í úrslit en hann kláraði alla andstæðinga sína í fyrstu lotu áður en hann lenti í klóm Svíans. „Ég er alveg í skýjunum með þetta. Hef ekki verið í þessu sporti lengi, fékk stórt tækifæri og gæti ekki verið sáttari,“ segir hinn 22 ára gamli Björn Lúkas er íþróttadeild heyrði í honum eftir mótið. „Ég var ekki að búast við neinu sérstöku fyrir þetta mót. Renndi blint í sjóinn þannig séð og ætlaði bara að gera mitt besta. Þetta gekk svo bara ótrúlega vel hjá mér. Ég fór bara eftir flæðinu hverju sinni og er sterkur alls staðar þó svo ég hafi klárað flesta bardagana á armlás.“Svíinn var betri Eftir að hafa klárað fjóra bardaga á samtals sjö og hálfri mínútu kom að því að Björn Lúkas fór allar þrjár loturnar í úrslitabardaganum. „Mér fannst ég hafa unnið fyrstu lotuna þar sem ég reyndi stíft að klára bardagann. Svo tók hann seinni tvær loturnar. Helvíti sterkur og flottur gaur. Hann var bara betri þennan dag og átti skilið að vinna,“ segir Björn Lúkas auðmjúkur.Björn Lúkas í einum af sínum bardögum.mynd/Jorden Curran/ IMMAF„Nú veit ég hvar ég stend í þessum bransa. Ég á alveg heima meðal þeirra bestu. Ég mætti hingað með tvo bardaga á bakinu og sá fyrsti var fyrir hálfu ári. Nú veit ég að ég á fullt erindi í þetta.“ Þó svo Björn Lúkas sé ekki búinn að vera lengi í MMA þá kom hann inn í íþróttina með flottan bakgrunn. „Ég hef æft MMA í tvö ár en á undan því var ég í júdó, tækvondó, brasilísku jiu-jitsu og hnefaleikum. Ég kom því með sterkan grunn sem þurfti að púsla saman í MMA,“ segir okkar maður en hann ætlar sér stóra hluti í íþróttinni á næstu árum.Ætlar alla leið „Ég ætla bara að slaka á núna og svo ákveða næsta skref hjá mér. Lokamarkmið hjá mér að fara alla leið og það hefur alltaf verið þannig. UFC eða Bellator. Það eru líka stór samtök hérna úti í Barein og það var flott sýning hjá þeim. Ég er búinn að skapa mér nafn núna og hver veit nema mér verði boðið aftur út hingað.“ Grindvíkingurinn er búinn að næla sér í mikla reynslu á þessu móti og líka í því að tala við fjölmiðla sem er fylgifiskur þess að ná árangri. Hann þurfti að mæta á blaðamannafundi og fannst það mjög erfitt. „Það var eiginlega erfiðara en að berjast. Mér hefur sjaldan liðið eins óþægilega. Þarna var ég kominn út fyrir þægindarammann minn,“ segir Björn Lúkas og hlær en það verður spennandi að fylgjast með honum á komandi árum.
MMA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti