Ég á heima meðal þeirra bestu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Sigurreifur. Björn Lúkas fagnar hér einum af sigrum sínum á HM áhugamanna í MMA sem fram fór í Barein. mynd/Jorden Curran/ IMMAF Björn Lúkas Haraldsson fór á kostum á HM áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, sem kláraðist um nýliðna helgi í Barein. Þar fór Mjölnismaðurinn alla leið í úrslit í millivigtinni. Þar mætti hann Svíanum Khaled Laallam í úrslitum og varð að sætta sig við tap á dómaraúrskurði. Björn Lúkas flaug alla leið inn í úrslit en hann kláraði alla andstæðinga sína í fyrstu lotu áður en hann lenti í klóm Svíans. „Ég er alveg í skýjunum með þetta. Hef ekki verið í þessu sporti lengi, fékk stórt tækifæri og gæti ekki verið sáttari,“ segir hinn 22 ára gamli Björn Lúkas er íþróttadeild heyrði í honum eftir mótið. „Ég var ekki að búast við neinu sérstöku fyrir þetta mót. Renndi blint í sjóinn þannig séð og ætlaði bara að gera mitt besta. Þetta gekk svo bara ótrúlega vel hjá mér. Ég fór bara eftir flæðinu hverju sinni og er sterkur alls staðar þó svo ég hafi klárað flesta bardagana á armlás.“Svíinn var betri Eftir að hafa klárað fjóra bardaga á samtals sjö og hálfri mínútu kom að því að Björn Lúkas fór allar þrjár loturnar í úrslitabardaganum. „Mér fannst ég hafa unnið fyrstu lotuna þar sem ég reyndi stíft að klára bardagann. Svo tók hann seinni tvær loturnar. Helvíti sterkur og flottur gaur. Hann var bara betri þennan dag og átti skilið að vinna,“ segir Björn Lúkas auðmjúkur.Björn Lúkas í einum af sínum bardögum.mynd/Jorden Curran/ IMMAF„Nú veit ég hvar ég stend í þessum bransa. Ég á alveg heima meðal þeirra bestu. Ég mætti hingað með tvo bardaga á bakinu og sá fyrsti var fyrir hálfu ári. Nú veit ég að ég á fullt erindi í þetta.“ Þó svo Björn Lúkas sé ekki búinn að vera lengi í MMA þá kom hann inn í íþróttina með flottan bakgrunn. „Ég hef æft MMA í tvö ár en á undan því var ég í júdó, tækvondó, brasilísku jiu-jitsu og hnefaleikum. Ég kom því með sterkan grunn sem þurfti að púsla saman í MMA,“ segir okkar maður en hann ætlar sér stóra hluti í íþróttinni á næstu árum.Ætlar alla leið „Ég ætla bara að slaka á núna og svo ákveða næsta skref hjá mér. Lokamarkmið hjá mér að fara alla leið og það hefur alltaf verið þannig. UFC eða Bellator. Það eru líka stór samtök hérna úti í Barein og það var flott sýning hjá þeim. Ég er búinn að skapa mér nafn núna og hver veit nema mér verði boðið aftur út hingað.“ Grindvíkingurinn er búinn að næla sér í mikla reynslu á þessu móti og líka í því að tala við fjölmiðla sem er fylgifiskur þess að ná árangri. Hann þurfti að mæta á blaðamannafundi og fannst það mjög erfitt. „Það var eiginlega erfiðara en að berjast. Mér hefur sjaldan liðið eins óþægilega. Þarna var ég kominn út fyrir þægindarammann minn,“ segir Björn Lúkas og hlær en það verður spennandi að fylgjast með honum á komandi árum. MMA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira
Björn Lúkas Haraldsson fór á kostum á HM áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, sem kláraðist um nýliðna helgi í Barein. Þar fór Mjölnismaðurinn alla leið í úrslit í millivigtinni. Þar mætti hann Svíanum Khaled Laallam í úrslitum og varð að sætta sig við tap á dómaraúrskurði. Björn Lúkas flaug alla leið inn í úrslit en hann kláraði alla andstæðinga sína í fyrstu lotu áður en hann lenti í klóm Svíans. „Ég er alveg í skýjunum með þetta. Hef ekki verið í þessu sporti lengi, fékk stórt tækifæri og gæti ekki verið sáttari,“ segir hinn 22 ára gamli Björn Lúkas er íþróttadeild heyrði í honum eftir mótið. „Ég var ekki að búast við neinu sérstöku fyrir þetta mót. Renndi blint í sjóinn þannig séð og ætlaði bara að gera mitt besta. Þetta gekk svo bara ótrúlega vel hjá mér. Ég fór bara eftir flæðinu hverju sinni og er sterkur alls staðar þó svo ég hafi klárað flesta bardagana á armlás.“Svíinn var betri Eftir að hafa klárað fjóra bardaga á samtals sjö og hálfri mínútu kom að því að Björn Lúkas fór allar þrjár loturnar í úrslitabardaganum. „Mér fannst ég hafa unnið fyrstu lotuna þar sem ég reyndi stíft að klára bardagann. Svo tók hann seinni tvær loturnar. Helvíti sterkur og flottur gaur. Hann var bara betri þennan dag og átti skilið að vinna,“ segir Björn Lúkas auðmjúkur.Björn Lúkas í einum af sínum bardögum.mynd/Jorden Curran/ IMMAF„Nú veit ég hvar ég stend í þessum bransa. Ég á alveg heima meðal þeirra bestu. Ég mætti hingað með tvo bardaga á bakinu og sá fyrsti var fyrir hálfu ári. Nú veit ég að ég á fullt erindi í þetta.“ Þó svo Björn Lúkas sé ekki búinn að vera lengi í MMA þá kom hann inn í íþróttina með flottan bakgrunn. „Ég hef æft MMA í tvö ár en á undan því var ég í júdó, tækvondó, brasilísku jiu-jitsu og hnefaleikum. Ég kom því með sterkan grunn sem þurfti að púsla saman í MMA,“ segir okkar maður en hann ætlar sér stóra hluti í íþróttinni á næstu árum.Ætlar alla leið „Ég ætla bara að slaka á núna og svo ákveða næsta skref hjá mér. Lokamarkmið hjá mér að fara alla leið og það hefur alltaf verið þannig. UFC eða Bellator. Það eru líka stór samtök hérna úti í Barein og það var flott sýning hjá þeim. Ég er búinn að skapa mér nafn núna og hver veit nema mér verði boðið aftur út hingað.“ Grindvíkingurinn er búinn að næla sér í mikla reynslu á þessu móti og líka í því að tala við fjölmiðla sem er fylgifiskur þess að ná árangri. Hann þurfti að mæta á blaðamannafundi og fannst það mjög erfitt. „Það var eiginlega erfiðara en að berjast. Mér hefur sjaldan liðið eins óþægilega. Þarna var ég kominn út fyrir þægindarammann minn,“ segir Björn Lúkas og hlær en það verður spennandi að fylgjast með honum á komandi árum.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira