Katrín Tanja: Ég vil ekki vera fullkomin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Íslenska crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir segir frá því hvernig þessi mikla afrekskona hugsar hlutina í viðtali á heimasíðu Reebook. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit tvisvar sinnum, 2015 og 2016, en missti titilinn í ágúst síðastliðnum þar sem hún endaði í fimmta sæti. Litlu munaði þó á efstu konum. Blaðamaðurinn skrifar um það í inngangi sínum að viðtalinu að ef einhver gæti talað um sjálfa sig sem næstum því fullkomna íþróttakonu þá væri það Katrín Tanja Davíðsdóttir enda hraustasta kona heims í tvígang. Katrín Tanja sjálf tók þó ekki undir það. Katrín Tanja vill nefnilega ekki vera fullkomin. Ástæðan? Jú þá er ekkert pláss eða tækifæri til að gera enn betur í framtíðinni. Hennar markmið snúast því ekki um fullkomnun heldur um að gera betur í dag en í gær.PERFECT doesn’t leave room for improvement pic.twitter.com/u4KrAoYbSe — Katrín Davíðsdóttir (@katrintanja) November 4, 2017 „Þegar þú ert stanslaust að elta eitthvað sem er ekki hluti af veruleikanum þá verður þú alltaf vonsvikinn og aldrei ánægður. Ég tel ef að við hugsum inná við og gerum alltaf okkar besta þá skilar það okkur því að við erum bæði ánægðari og náum betri árangri,“ sagði Katrín Tanja í viðtalinu. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og leggja mig fram sama hver úrslitin eða niðurstaðan verður. Ég get þá verið ánægð með það sem ég gerði og hversu mikið ég lagði á mig,“ sagði Katrín Tanja. „Það kemur mjög mikið sjálfstraust með því að bæta sinn árangur. Þá ertu að sanna fyrir sjálfum þér að þú ert að gera hluti sem þú hélst að þú gætir ekki,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttirnar geta kennt þér svo mikið um sjálfan þig og um leið um lífið sjálft,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttaþjálfun kennir þér að leggja mikið á þig og að halda áfram þegar þú lendir í mótlæti. Hlutirnir eru ekki alltaf auðveldir og þeir falla ekki alltaf með þér. Við slíkar aðstæður liggur þú alltaf vel við höggi en um leið er þar tækifæri fyrir þig að koma sterkari og betri til baka,“ sagði Katrín Tanja. Það má finna viðtalið við hana á heimasíðu Reebook eða hér fyrir neðan.“Every day I walk into the gym aspiring to become better, fitter, stronger, healthier & happier.”- @katrintanja https://t.co/RQpNRopv0v — Reebok Women (@ReebokWomen) November 1, 2017 CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Íslenska crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir segir frá því hvernig þessi mikla afrekskona hugsar hlutina í viðtali á heimasíðu Reebook. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit tvisvar sinnum, 2015 og 2016, en missti titilinn í ágúst síðastliðnum þar sem hún endaði í fimmta sæti. Litlu munaði þó á efstu konum. Blaðamaðurinn skrifar um það í inngangi sínum að viðtalinu að ef einhver gæti talað um sjálfa sig sem næstum því fullkomna íþróttakonu þá væri það Katrín Tanja Davíðsdóttir enda hraustasta kona heims í tvígang. Katrín Tanja sjálf tók þó ekki undir það. Katrín Tanja vill nefnilega ekki vera fullkomin. Ástæðan? Jú þá er ekkert pláss eða tækifæri til að gera enn betur í framtíðinni. Hennar markmið snúast því ekki um fullkomnun heldur um að gera betur í dag en í gær.PERFECT doesn’t leave room for improvement pic.twitter.com/u4KrAoYbSe — Katrín Davíðsdóttir (@katrintanja) November 4, 2017 „Þegar þú ert stanslaust að elta eitthvað sem er ekki hluti af veruleikanum þá verður þú alltaf vonsvikinn og aldrei ánægður. Ég tel ef að við hugsum inná við og gerum alltaf okkar besta þá skilar það okkur því að við erum bæði ánægðari og náum betri árangri,“ sagði Katrín Tanja í viðtalinu. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og leggja mig fram sama hver úrslitin eða niðurstaðan verður. Ég get þá verið ánægð með það sem ég gerði og hversu mikið ég lagði á mig,“ sagði Katrín Tanja. „Það kemur mjög mikið sjálfstraust með því að bæta sinn árangur. Þá ertu að sanna fyrir sjálfum þér að þú ert að gera hluti sem þú hélst að þú gætir ekki,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttirnar geta kennt þér svo mikið um sjálfan þig og um leið um lífið sjálft,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttaþjálfun kennir þér að leggja mikið á þig og að halda áfram þegar þú lendir í mótlæti. Hlutirnir eru ekki alltaf auðveldir og þeir falla ekki alltaf með þér. Við slíkar aðstæður liggur þú alltaf vel við höggi en um leið er þar tækifæri fyrir þig að koma sterkari og betri til baka,“ sagði Katrín Tanja. Það má finna viðtalið við hana á heimasíðu Reebook eða hér fyrir neðan.“Every day I walk into the gym aspiring to become better, fitter, stronger, healthier & happier.”- @katrintanja https://t.co/RQpNRopv0v — Reebok Women (@ReebokWomen) November 1, 2017
CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð