„Ég hefði átt að skilja þá eftir í fangelsi!“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2017 12:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty „Nú þegar Körfuboltamennirnir þrír eru komnir frá Kína og búið að bjarga þeim frá mörgum árum í fangelsi, er LaVar Ball, faðir LiAngelo, vanþakklátur fyrir það sem ég gerði fyrir son hans og hann er á því að búðahnupl sé lítið mál. Ég hefði átt að skilja þá eftir í fangelsi!“ Þetta skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Þar var hann að vísa til þess að faðir eins af þremur háskólanemendum sem handteknir voru fyrir þjófnað úr verslun í Kína, hefur gert lítið úr þætti forsetans varðandi það að nemendunum þremur var sleppt frá Kína. Um er að ræða þá LiAngelo Ball, Cody Riley og Jalen Hill sem sakaðir voru um að hafa stolið sólgleraugum úr Louis Vuitton verslun i borginni Hangzhou. Körfuboltalið þeirra hafði verið þar að keppa. Þeir voru handteknir og yfirheyrðir en voru aldrei fangelsaðir. Þeim hefur öllum verið vikið úr liðinu og meinað að keppa aftur í háskóladeild Bandaríkjanna. Trump segist hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, persónulega um að grípa inni.Samkvæmt frétt CNN gerði faðir LiAngelo Ball lítið úr þætti Trump í því að syni hans hefði verið sleppt. Forsetinn var ekki sáttur við það. Trump var þó ekki hættur og tísti aftur skömmu seinna. „Búðahnupl er alvarlegt mál í Kína, eins og það ætti að vera (5-10 ár í fangelsi), en það finnst LaVar ekki. Ég hefði frekar átt að ná syni hans heim í næstu ferð minni til Kína. Kína sagði þeim af hverju þeim var sleppt. Mjög vanþakklátir!“Now that the three basketball players are out of China and saved from years in jail, LaVar Ball, the father of LiAngelo, is unaccepting of what I did for his son and that shoplifting is no big deal. I should have left them in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017Shoplifting is a very big deal in China, as it should be (5-10 years in jail), but not to father LaVar. Should have gotten his son out during my next trip to China instead. China told them why they were released. Very ungrateful! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017 Þar er sagan þó ekki öll sögð því í síðustu viku, eftir að nemendunum þremur hafði verið sleppt, tísti Trump og fór beinlínis fram á það að hinir ungu menn myndu þakka honum fyrir. „Haldið þið að að UCLA körfuboltaleikmennirnir muni segja þakka þér Trump forseti? Þeir stefndu á tíu ára fangelsisvist!“ Þetta tíst var skrifað snemma um morguninn nemendurnir höfðu ekki komið aftur til Bandaríkjanna frá Kína, nema nokkrum klukkustundum áður. Þeir héldu svo blaðamannafund og þökkuðu forsetanum fyrir sem sendi þeim tvö tíst til viðbótar og óskaði þeim frábærs lífs.Do you think the three UCLA Basketball Players will say thank you President Trump? They were headed for 10 years in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2017To the three UCLA basketball players I say: You're welcome, go out and give a big Thank You to President Xi Jinping of China who made..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017....your release possible and, HAVE A GREAT LIFE! Be careful, there are many pitfalls on the long and winding road of life! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017 Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
„Nú þegar Körfuboltamennirnir þrír eru komnir frá Kína og búið að bjarga þeim frá mörgum árum í fangelsi, er LaVar Ball, faðir LiAngelo, vanþakklátur fyrir það sem ég gerði fyrir son hans og hann er á því að búðahnupl sé lítið mál. Ég hefði átt að skilja þá eftir í fangelsi!“ Þetta skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Þar var hann að vísa til þess að faðir eins af þremur háskólanemendum sem handteknir voru fyrir þjófnað úr verslun í Kína, hefur gert lítið úr þætti forsetans varðandi það að nemendunum þremur var sleppt frá Kína. Um er að ræða þá LiAngelo Ball, Cody Riley og Jalen Hill sem sakaðir voru um að hafa stolið sólgleraugum úr Louis Vuitton verslun i borginni Hangzhou. Körfuboltalið þeirra hafði verið þar að keppa. Þeir voru handteknir og yfirheyrðir en voru aldrei fangelsaðir. Þeim hefur öllum verið vikið úr liðinu og meinað að keppa aftur í háskóladeild Bandaríkjanna. Trump segist hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, persónulega um að grípa inni.Samkvæmt frétt CNN gerði faðir LiAngelo Ball lítið úr þætti Trump í því að syni hans hefði verið sleppt. Forsetinn var ekki sáttur við það. Trump var þó ekki hættur og tísti aftur skömmu seinna. „Búðahnupl er alvarlegt mál í Kína, eins og það ætti að vera (5-10 ár í fangelsi), en það finnst LaVar ekki. Ég hefði frekar átt að ná syni hans heim í næstu ferð minni til Kína. Kína sagði þeim af hverju þeim var sleppt. Mjög vanþakklátir!“Now that the three basketball players are out of China and saved from years in jail, LaVar Ball, the father of LiAngelo, is unaccepting of what I did for his son and that shoplifting is no big deal. I should have left them in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017Shoplifting is a very big deal in China, as it should be (5-10 years in jail), but not to father LaVar. Should have gotten his son out during my next trip to China instead. China told them why they were released. Very ungrateful! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017 Þar er sagan þó ekki öll sögð því í síðustu viku, eftir að nemendunum þremur hafði verið sleppt, tísti Trump og fór beinlínis fram á það að hinir ungu menn myndu þakka honum fyrir. „Haldið þið að að UCLA körfuboltaleikmennirnir muni segja þakka þér Trump forseti? Þeir stefndu á tíu ára fangelsisvist!“ Þetta tíst var skrifað snemma um morguninn nemendurnir höfðu ekki komið aftur til Bandaríkjanna frá Kína, nema nokkrum klukkustundum áður. Þeir héldu svo blaðamannafund og þökkuðu forsetanum fyrir sem sendi þeim tvö tíst til viðbótar og óskaði þeim frábærs lífs.Do you think the three UCLA Basketball Players will say thank you President Trump? They were headed for 10 years in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2017To the three UCLA basketball players I say: You're welcome, go out and give a big Thank You to President Xi Jinping of China who made..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017....your release possible and, HAVE A GREAT LIFE! Be careful, there are many pitfalls on the long and winding road of life! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017
Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira