Smitvarnir innfluttra hunda Árni Stefán Árnason skrifar 20. nóvember 2017 12:44 Lágvær umræða á sér nú stað um innflutningsmál hunda en hundar, sem fluttir eru til landsins þurfa að fara í 28 daga einangrun í sóttkví þar sem tekin eru úr þeim sýni í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þeir séu ekki smitberar smitsjúkdóma eða beri með sér sníkjudýr. Þessi umræða mun senn taka endi án árangurs. Það er háttur íslenskrar umræðu um ýmiskonar málefni. Út hefur verið gefin löng skýrsla Félags ábyrgra hundeigenda, sem ég hef skimað. Atriði í skýrslunni hefur Matvælastofnun gagnrýnt. Þá gagnrýni hef ég líka skimað. Ég hef 27 ára reynslu af innflutningi hunda, hef ásamt öðrum með rökum barist fyrir að henni verði aflétt m.a. með fjöldaundirrituðu rökstuddu bænaskjali afhent forseta Alþingis fyrir tveimur árum. Það hefur engan árangur borið þar, sem Alþingi hefur ekki áhuga á þessu máli, því miður. Mínir hundar hafa allir komið frá Englandi. Þar í landi lýsa sérfræðingar undrun yfir háttalagi íslenskra yfirvalda og greina má háðungslegt bros í andliti þeirra þegar hundur ætlaður til útflutnings til Íslands birtist á læknastofum til meðhöndlunar samkvæmt þeim kröfum, sem Matvælastofnun gerir. Dýralækningar og rannsóknir á smitsjúdómum og öll meðferð er mjög háþróuð í Englandi. Hver ræður lengd sóttkvíar á Íslandi? Það er yfirdýralæknir samkvæmt lögum um innflutning á hundum. Af einhverjum ástæðu telur yfirdýralæknir sig vita betur en allir aðrir í kringum í þessum efnum. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Matvælastofnun munu hundar vistaðir í eingangrun til að tryggja að blóðsýni sýni að þeir beri ekki með sér hestainnflúensu eða ef sníkjudýr finnast í saur eða feldi þá hljóti það meðhöndlun. Hvorugt kallar á 28 daga einangrun einstaklinga af þessari tegund, þar sem þeir eru sviptir flestum eðlislægum þörfum sínum og mörgu fleiru , sem þeir eru vanir og þarfnast þvert á kröfu laga um velferð dýra. Semsagt og samkvæmt MAST er verið að tryggja hagsmuni hrosseigendasamfélagsins á Íslandi með þessari athæfi, sem ég kalla sóttkví. Sníkjudýrameðferð er auðveldlega hægt að framkvæma í heimahúsi. Í skýrslu FÁH er aðbúnaður og atlæti í sóttkvínni í Höfnum gagnrýndur. Reynslu minnar vegna hef ég skoðun á báðu. Aðbúnaður er ekki til fyrirmyndar í skilningi athafnarýmis og stenst vart reglur dýravelferðarlaga. Hundarnir, einkum þeir sem hafa eðlislæga þörf fyrir mikið athafnarými eru með öllu sviptir því. Um atlætið gildir allt annað en það er líka gagnrýnt í skýrslunni. Mín skoðun er sú að atlætið sé hið besta. Mín tilfinning er sú að rekstaraðilar sinni dýrunum með þeim félagsskap sem hvert dýr kallar á. Allir mínir hundar, sem eru af meðalstórri veiðihundategund, sem eru miklar félagsverur hafa lokið vist sinni með sóma. Ég tel að rekstaraðilar hafi sinnt þörf minna hunda af alúð. Hafið er yfir allan vafa að einangrun fyrir hunda á að vera barns síns tíma, þó með einum mikilvægum fyrirvara. Gæta verður gaumgæfilega að svindlurum. Til eru illa innrættir aðilar, einkum austantjalds, sem virðast ekki hika við að svindla pappíra um heilbrigðisvottun og sprautumeðferðir. Því þyrftu stjórnvöld að setja upp nýja áætlun og regluverk þar, sem tekið er tillit til þess að það eru til svartir sauðir í þessum bransa, sem bera litla sem enga virðingu fyrir dýravelferð. Sá hluti þeirra hunda, sem kemur frá áreiðanlegum aðilum ætti hins vegar ekki að þurfa að þola þann feril sem lagður er á þá og eigendur þeirra eins og reglur kveða nú á um. Meðalhófs á að gæta í öllum stjórnsýsluákvörðunum. Það er meginregla stjórnsýslulaga. 28 daga einangrun er ekki meðalhóf þegar leysa má mál með mildari hætti til að ná lögmætum árangri. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Lágvær umræða á sér nú stað um innflutningsmál hunda en hundar, sem fluttir eru til landsins þurfa að fara í 28 daga einangrun í sóttkví þar sem tekin eru úr þeim sýni í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þeir séu ekki smitberar smitsjúkdóma eða beri með sér sníkjudýr. Þessi umræða mun senn taka endi án árangurs. Það er háttur íslenskrar umræðu um ýmiskonar málefni. Út hefur verið gefin löng skýrsla Félags ábyrgra hundeigenda, sem ég hef skimað. Atriði í skýrslunni hefur Matvælastofnun gagnrýnt. Þá gagnrýni hef ég líka skimað. Ég hef 27 ára reynslu af innflutningi hunda, hef ásamt öðrum með rökum barist fyrir að henni verði aflétt m.a. með fjöldaundirrituðu rökstuddu bænaskjali afhent forseta Alþingis fyrir tveimur árum. Það hefur engan árangur borið þar, sem Alþingi hefur ekki áhuga á þessu máli, því miður. Mínir hundar hafa allir komið frá Englandi. Þar í landi lýsa sérfræðingar undrun yfir háttalagi íslenskra yfirvalda og greina má háðungslegt bros í andliti þeirra þegar hundur ætlaður til útflutnings til Íslands birtist á læknastofum til meðhöndlunar samkvæmt þeim kröfum, sem Matvælastofnun gerir. Dýralækningar og rannsóknir á smitsjúdómum og öll meðferð er mjög háþróuð í Englandi. Hver ræður lengd sóttkvíar á Íslandi? Það er yfirdýralæknir samkvæmt lögum um innflutning á hundum. Af einhverjum ástæðu telur yfirdýralæknir sig vita betur en allir aðrir í kringum í þessum efnum. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Matvælastofnun munu hundar vistaðir í eingangrun til að tryggja að blóðsýni sýni að þeir beri ekki með sér hestainnflúensu eða ef sníkjudýr finnast í saur eða feldi þá hljóti það meðhöndlun. Hvorugt kallar á 28 daga einangrun einstaklinga af þessari tegund, þar sem þeir eru sviptir flestum eðlislægum þörfum sínum og mörgu fleiru , sem þeir eru vanir og þarfnast þvert á kröfu laga um velferð dýra. Semsagt og samkvæmt MAST er verið að tryggja hagsmuni hrosseigendasamfélagsins á Íslandi með þessari athæfi, sem ég kalla sóttkví. Sníkjudýrameðferð er auðveldlega hægt að framkvæma í heimahúsi. Í skýrslu FÁH er aðbúnaður og atlæti í sóttkvínni í Höfnum gagnrýndur. Reynslu minnar vegna hef ég skoðun á báðu. Aðbúnaður er ekki til fyrirmyndar í skilningi athafnarýmis og stenst vart reglur dýravelferðarlaga. Hundarnir, einkum þeir sem hafa eðlislæga þörf fyrir mikið athafnarými eru með öllu sviptir því. Um atlætið gildir allt annað en það er líka gagnrýnt í skýrslunni. Mín skoðun er sú að atlætið sé hið besta. Mín tilfinning er sú að rekstaraðilar sinni dýrunum með þeim félagsskap sem hvert dýr kallar á. Allir mínir hundar, sem eru af meðalstórri veiðihundategund, sem eru miklar félagsverur hafa lokið vist sinni með sóma. Ég tel að rekstaraðilar hafi sinnt þörf minna hunda af alúð. Hafið er yfir allan vafa að einangrun fyrir hunda á að vera barns síns tíma, þó með einum mikilvægum fyrirvara. Gæta verður gaumgæfilega að svindlurum. Til eru illa innrættir aðilar, einkum austantjalds, sem virðast ekki hika við að svindla pappíra um heilbrigðisvottun og sprautumeðferðir. Því þyrftu stjórnvöld að setja upp nýja áætlun og regluverk þar, sem tekið er tillit til þess að það eru til svartir sauðir í þessum bransa, sem bera litla sem enga virðingu fyrir dýravelferð. Sá hluti þeirra hunda, sem kemur frá áreiðanlegum aðilum ætti hins vegar ekki að þurfa að þola þann feril sem lagður er á þá og eigendur þeirra eins og reglur kveða nú á um. Meðalhófs á að gæta í öllum stjórnsýsluákvörðunum. Það er meginregla stjórnsýslulaga. 28 daga einangrun er ekki meðalhóf þegar leysa má mál með mildari hætti til að ná lögmætum árangri. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar