"Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar” Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 19:30 Sölvi Fannar stundar mikla og stranga líkamsrækt. Mynd/Úr einkasafni „Flestir missa tökin á mataræðinu, þá sérstaklega yfir hátíðarnar,“ segir heilsuræktargúrúinn, leikarinn og heimspekingurinn Sölvi Fannar. Hann er þekktur fyrir að hugsa vel um líkama sinn og gefur lesendum Vísis heilsuráðgjöf í aðdraganda jólahátíðarinnar. „Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar þegar þú veist innst inni að þú munt gera það,“ segir Sölvi og bendir fólki á að það sé ekki of seint að grípa í taumana til að undirbúa sig fyrir jólahaldið. „Þegar það gerist höfum við tvo valkosti. Annar þeirra felst í því að við getum reynt að undirbúa okkur fyrirfram svo við eigum einhverja innistæðu þegar að skuldadögum kemur. Það gerum við einna helst með því að auka brennslu líkamans,“ segir Sölvi og heldur áfram. „Einfaldasta leiðin til þess er að borða fleiri en smærri máltíðir yfir daginn sem veldur aukinni brennslu en við getum einnig stundað einhverskonar líkamsrækt. Að sjálfsögðu er ekki verra að bæta hóflegri líkamsræktariðkun við hátíðarstemmninguna sjálfa. Þar fyrir utan halda streitulosun og góður svefn okkur í mun betra jafnvægi á sál og líkama.“ Sölvi gefur ræktinni þumal upp.Mynd / Úr einkasafni Lífið er núna Sölvi er ekki hrifinn af hinum valkostinum sem er í boði að hans sögn. „Hin leiðin er að segja bara skíttmeð'a og trúa því sem margir segja að 80% af þyngdinni sem við bætum á okkur yfir hátíðarnar er “bara” vatn og taka svo svo því sem koma skal.“ Sölvi hlakkar til jólanna og ætlar að njóta þeirra með sínum nánustu. „Við vitum auðvitað aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér og því er um að gera að njóta þess sem við höfum á meðan við höfum það. Lífið er núna - Gleðileg jól.“ Áður en blaðamaður kveður Sölva býður hann uppá innblástur í formi brots úr ljóðinu Jól eftir frænda sinn, skáldið Stein Steinarr „Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.“ Heilsa Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Flestir missa tökin á mataræðinu, þá sérstaklega yfir hátíðarnar,“ segir heilsuræktargúrúinn, leikarinn og heimspekingurinn Sölvi Fannar. Hann er þekktur fyrir að hugsa vel um líkama sinn og gefur lesendum Vísis heilsuráðgjöf í aðdraganda jólahátíðarinnar. „Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar þegar þú veist innst inni að þú munt gera það,“ segir Sölvi og bendir fólki á að það sé ekki of seint að grípa í taumana til að undirbúa sig fyrir jólahaldið. „Þegar það gerist höfum við tvo valkosti. Annar þeirra felst í því að við getum reynt að undirbúa okkur fyrirfram svo við eigum einhverja innistæðu þegar að skuldadögum kemur. Það gerum við einna helst með því að auka brennslu líkamans,“ segir Sölvi og heldur áfram. „Einfaldasta leiðin til þess er að borða fleiri en smærri máltíðir yfir daginn sem veldur aukinni brennslu en við getum einnig stundað einhverskonar líkamsrækt. Að sjálfsögðu er ekki verra að bæta hóflegri líkamsræktariðkun við hátíðarstemmninguna sjálfa. Þar fyrir utan halda streitulosun og góður svefn okkur í mun betra jafnvægi á sál og líkama.“ Sölvi gefur ræktinni þumal upp.Mynd / Úr einkasafni Lífið er núna Sölvi er ekki hrifinn af hinum valkostinum sem er í boði að hans sögn. „Hin leiðin er að segja bara skíttmeð'a og trúa því sem margir segja að 80% af þyngdinni sem við bætum á okkur yfir hátíðarnar er “bara” vatn og taka svo svo því sem koma skal.“ Sölvi hlakkar til jólanna og ætlar að njóta þeirra með sínum nánustu. „Við vitum auðvitað aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér og því er um að gera að njóta þess sem við höfum á meðan við höfum það. Lífið er núna - Gleðileg jól.“ Áður en blaðamaður kveður Sölva býður hann uppá innblástur í formi brots úr ljóðinu Jól eftir frænda sinn, skáldið Stein Steinarr „Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.“
Heilsa Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira