Ef marka má hennar sögu þá er aldrei of seint að byrja í íþróttum. Ragnheiður Sara er 25 ára gömul í dag en mikið hefur breyst á síðustu níu árum í hennar lífi.
Sara segir frá því hvernig hún breytti sínum lífsstíl í stuttu viðtali sem The CrossFit Games birtu á samfélagsmiðlum sínum.
„Ef þig langar í eitthvað þá getur þú náð því ef þú leggur nógu mikið á þig. Þegar ég var sextán ára þá hafði ég engin markmið. Ég var vön því að skrópa í tíma í skólanum og leggja mig á klósettinu af því að ég var svo þreytt. Nú vakna ég eldsnemma til að fara á æfingu,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir brosandi í viðtalinu við hana á Twittersíðu heimsleikana í crossfit.
„Enginn sem þekkti mig þegar ég var sextán ára gömul hefði getað séð mig fyrir sér sem íþróttakonu. Núna er ég crossfit íþróttakona sem er skemmtilegt,“ segir Sara.
Now playing https://t.co/J7EIAWDUTJpic.twitter.com/jjEPbL2sXK
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 20, 2017