Ekki missa af framtíðinni Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Það eru allir að tala um fjórðu iðnbyltinguna. Okkur er sagt að hún færi okkur stórkostlega stafræna framtíð. Óendanlega möguleika til nýsköpunar með tilheyrandi umbreytingu á samfélagsgerðinni – veröld nýja og góða. Sumt af því sem okkur er sagt hljómar óhugsandi en þannig er það með margt sem til framfara horfir. Fyrir hundrað árum þótti mörgum óhugsandi að konur fengju kosningarétt. En þær fengu hann samt. Fyrir fimmtíu árum þótti flestum óhugsandi að konur ættu rétt á nokkurra mánaða launuðu fæðingarorlofi (hvað þá karlar). En þannig er það þó í dag. Hvorki kosningarétturinn né fæðingarorlofið tengjast tækniframförum með beinum hætti. En hvort tveggja er þó óbein afleiðing iðnbyltinganna sem hófust fyrir 250 árum. Með þeim var rofin kyrrstaða gömlu landbúnaðarsamfélaganna sem iðnvæddust hvert á fætur öðru. Þær breytingar kölluðu á stofnun verklýðsfélaga , fyrst sem andsvar við verksmiðjuþrælkun en síðar sem sjálfstætt afl sem gætir réttinda launafólks um allan heim. Og síðast en ekki síst skilaði barátta kvenna fyrir frelsi og sjálfstæðum réttindum á vinnumarkaði okkur fram veginn. Sagan segir okkur að tæknibyltingar geta breytt atvinnuháttum og samfélagi. En byltingarnar hafa ekki orðið af sjálfum sér heldur af manna völdum. Þær hafa orðið vegna ákvarðana sem menn (nánast eingöngu karlmenn) hafa tekið og fylgt eftir. Þetta segir okkur að við getum og eigum að hafa stjórn á atburðarásinni svo að fjórða iðnbyltingin verði til góðs en ekki ills. Fjórða iðnbyltingin mun hafa mikil áhrif á vinnumarkað framtíðarinnar. Hlutverk stéttarfélaga mun breytast en mikilvægi þeirra fyrir réttindagæslu og hagsmunabaráttu félagsmanna verður hið sama og áður. Fyrir marga háskólamenntaða er fastráðning með tryggum kjörum og réttindum fjarlægur draumur. Þúsaldarkynslóðin er orðin fullorðin og vinnumarkaðurinn sem við henni blasir er allt annar en sá sem X-kynslóðin eða þau sem á undan henni fóru þurftu að fóta sig á. Margir eiga ekki kost á öðru en verktakavinnu og/eða tímabundnum ráðningum. Mörg fara frá „giggi“ til „giggs“ og verða að taka þau verkefni sem bjóðast. Þessi nýja staða kallar á breytt skipulag og vinnubrögð stéttarfélaga. Undirbúningurinn er hafinn af hálfu BHM. Við ætlum ekki að missa af framtíðinni. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það eru allir að tala um fjórðu iðnbyltinguna. Okkur er sagt að hún færi okkur stórkostlega stafræna framtíð. Óendanlega möguleika til nýsköpunar með tilheyrandi umbreytingu á samfélagsgerðinni – veröld nýja og góða. Sumt af því sem okkur er sagt hljómar óhugsandi en þannig er það með margt sem til framfara horfir. Fyrir hundrað árum þótti mörgum óhugsandi að konur fengju kosningarétt. En þær fengu hann samt. Fyrir fimmtíu árum þótti flestum óhugsandi að konur ættu rétt á nokkurra mánaða launuðu fæðingarorlofi (hvað þá karlar). En þannig er það þó í dag. Hvorki kosningarétturinn né fæðingarorlofið tengjast tækniframförum með beinum hætti. En hvort tveggja er þó óbein afleiðing iðnbyltinganna sem hófust fyrir 250 árum. Með þeim var rofin kyrrstaða gömlu landbúnaðarsamfélaganna sem iðnvæddust hvert á fætur öðru. Þær breytingar kölluðu á stofnun verklýðsfélaga , fyrst sem andsvar við verksmiðjuþrælkun en síðar sem sjálfstætt afl sem gætir réttinda launafólks um allan heim. Og síðast en ekki síst skilaði barátta kvenna fyrir frelsi og sjálfstæðum réttindum á vinnumarkaði okkur fram veginn. Sagan segir okkur að tæknibyltingar geta breytt atvinnuháttum og samfélagi. En byltingarnar hafa ekki orðið af sjálfum sér heldur af manna völdum. Þær hafa orðið vegna ákvarðana sem menn (nánast eingöngu karlmenn) hafa tekið og fylgt eftir. Þetta segir okkur að við getum og eigum að hafa stjórn á atburðarásinni svo að fjórða iðnbyltingin verði til góðs en ekki ills. Fjórða iðnbyltingin mun hafa mikil áhrif á vinnumarkað framtíðarinnar. Hlutverk stéttarfélaga mun breytast en mikilvægi þeirra fyrir réttindagæslu og hagsmunabaráttu félagsmanna verður hið sama og áður. Fyrir marga háskólamenntaða er fastráðning með tryggum kjörum og réttindum fjarlægur draumur. Þúsaldarkynslóðin er orðin fullorðin og vinnumarkaðurinn sem við henni blasir er allt annar en sá sem X-kynslóðin eða þau sem á undan henni fóru þurftu að fóta sig á. Margir eiga ekki kost á öðru en verktakavinnu og/eða tímabundnum ráðningum. Mörg fara frá „giggi“ til „giggs“ og verða að taka þau verkefni sem bjóðast. Þessi nýja staða kallar á breytt skipulag og vinnubrögð stéttarfélaga. Undirbúningurinn er hafinn af hálfu BHM. Við ætlum ekki að missa af framtíðinni. Höfundur er formaður BHM.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun