Kísilverið kostar Arion banka um 200 milljónir á mánuði Hörður Ægisson skrifar 22. nóvember 2017 06:00 Slökkt hefur verið á ofni United Silicon og framleiðsla legið niðri í verksmiðjunni um langt skeið. vísir/eyþór Kostnaður vegna reksturs United Silicon hefur að jafnaði numið í kringum 200 milljónir króna í hverjum mánuði frá því að kísilverksmiðjan fékk heimild til greiðslustöðvunar um miðjan ágúst síðastliðinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Það er Arion banki, stærsti hluthafi félagsins, sem ábyrgist rekstur kísilverksmiðjunnar á greiðslustöðvunartímanum og stendur því undir öllum kostnaði. Þar munar mest um greiðslur vegna launa- og raforkukostnaðar en einnig hefur bankinn þurft að leggja til umtalsverða fjármuni vegna greiningarvinnu og tæknilegrar úttektar í tengslum við fjárhagslega óreiðu og rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Slökkt hefur verið á ofni verksmiðjunnar og framleiðsla legið niðri frá því í lok ágústmánaðar þegar Umhverfisstofnun ákvað að stöðva starfsemi kísilversins. Eitt ár er liðið frá því að verksmiðja United Silicon í Helguvík var ræst en frá þeim tíma hefur hvorki gengið né rekið. Tvívegis hefur komið upp eldur í verksmiðjunni og þá hafa fjölmargar kvartanir borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilverinu. Í afkomutilkynningu Arion banka í síðustu viku var haft eftir Höskuldi Ólafssyni bankastjóra að nú liggi fyrir að verksmiðjan hafi ekki verið fullkláruð þegar hún var gangsett í nóvember í fyrra. Heildarkostnaður Arion banka vegna reksturs United Silicon á greiðslustöðvunartímanum, sem rennur út 4. desember næstkomandi, mun því samtals nema yfir 600 milljónum króna. Gert er ráð fyrir því að það taki einhverja mánuði að koma verksmiðjunni í þannig stand að hægt verði að hefja þar framleiðslu á kísilmálmi. Bankinn hefur sagt að það þurfi að leggja til „verulega fjármuni“ til að fullklára verksmiðjuna en samkvæmt heimildum Markaðarins hleypur sú upphæð á milljörðum króna. Ekki er útilokað að United Silicon verði sett í þrot í byrjun næsta mánaðar þegar greiðslustöðvunartímabili félagsins lýkur.Afskrifað samtals 4,8 milljarða Arion banki lánaði fyrirtækinu samtals um 8 milljarða króna. Um miðjan septembermánuð síðastliðinn gekk bankinn að veðum í félaginu og eignaðist um leið tvo þriðju hluta í verksmiðjunni. Í síðustu viku tilkynnti Arion banki að hann hefði fært niður lán, kröfur og aðrar eignir sem tengjast United Silicon að fjárhæð 3,7 milljarðar en áður hafði bankinn afskrifað að fullu hlutafé sitt í félaginu sem hafði verið bókfært á um milljarð króna. Útistandandi skuldbinding Arion banka í dag gagnvart kísilverksmiðjunni nemur um 5,4 milljörðum sem er um 2,4 prósent af eigin fé bankans. Arion banki kærði Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon, til héraðssaksóknara í liðnum mánuði vegna gruns um refsiverða háttsemi. Bankinn hefur ekki viljað svara því á hvaða mögulegu meintu brotum kæran byggist. Mánuði áður hafði stjórn fyrirtækisins kært Magnús til héraðssaksóknara vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014, eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Magnús hefur mótmælt þeim ásökunum og sagt þær „rangar og tilhæfulausar“. Í lok september fór stjórn kísilversins fram á kyrrsetningu á eignum Magnúsar hér á landi sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti. Var það gert vegna bótakröfu sem fyrirtækið gerir á hendur Magnúsi. Stjórnin telur hann hafa dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum. Magnús, ásamt þremur öðrum fyrrverandi hluthöfum kísilversins, hefur farið fram á að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun sýslumannsins um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu.Fréttin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Kostnaður vegna reksturs United Silicon hefur að jafnaði numið í kringum 200 milljónir króna í hverjum mánuði frá því að kísilverksmiðjan fékk heimild til greiðslustöðvunar um miðjan ágúst síðastliðinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Það er Arion banki, stærsti hluthafi félagsins, sem ábyrgist rekstur kísilverksmiðjunnar á greiðslustöðvunartímanum og stendur því undir öllum kostnaði. Þar munar mest um greiðslur vegna launa- og raforkukostnaðar en einnig hefur bankinn þurft að leggja til umtalsverða fjármuni vegna greiningarvinnu og tæknilegrar úttektar í tengslum við fjárhagslega óreiðu og rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Slökkt hefur verið á ofni verksmiðjunnar og framleiðsla legið niðri frá því í lok ágústmánaðar þegar Umhverfisstofnun ákvað að stöðva starfsemi kísilversins. Eitt ár er liðið frá því að verksmiðja United Silicon í Helguvík var ræst en frá þeim tíma hefur hvorki gengið né rekið. Tvívegis hefur komið upp eldur í verksmiðjunni og þá hafa fjölmargar kvartanir borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilverinu. Í afkomutilkynningu Arion banka í síðustu viku var haft eftir Höskuldi Ólafssyni bankastjóra að nú liggi fyrir að verksmiðjan hafi ekki verið fullkláruð þegar hún var gangsett í nóvember í fyrra. Heildarkostnaður Arion banka vegna reksturs United Silicon á greiðslustöðvunartímanum, sem rennur út 4. desember næstkomandi, mun því samtals nema yfir 600 milljónum króna. Gert er ráð fyrir því að það taki einhverja mánuði að koma verksmiðjunni í þannig stand að hægt verði að hefja þar framleiðslu á kísilmálmi. Bankinn hefur sagt að það þurfi að leggja til „verulega fjármuni“ til að fullklára verksmiðjuna en samkvæmt heimildum Markaðarins hleypur sú upphæð á milljörðum króna. Ekki er útilokað að United Silicon verði sett í þrot í byrjun næsta mánaðar þegar greiðslustöðvunartímabili félagsins lýkur.Afskrifað samtals 4,8 milljarða Arion banki lánaði fyrirtækinu samtals um 8 milljarða króna. Um miðjan septembermánuð síðastliðinn gekk bankinn að veðum í félaginu og eignaðist um leið tvo þriðju hluta í verksmiðjunni. Í síðustu viku tilkynnti Arion banki að hann hefði fært niður lán, kröfur og aðrar eignir sem tengjast United Silicon að fjárhæð 3,7 milljarðar en áður hafði bankinn afskrifað að fullu hlutafé sitt í félaginu sem hafði verið bókfært á um milljarð króna. Útistandandi skuldbinding Arion banka í dag gagnvart kísilverksmiðjunni nemur um 5,4 milljörðum sem er um 2,4 prósent af eigin fé bankans. Arion banki kærði Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon, til héraðssaksóknara í liðnum mánuði vegna gruns um refsiverða háttsemi. Bankinn hefur ekki viljað svara því á hvaða mögulegu meintu brotum kæran byggist. Mánuði áður hafði stjórn fyrirtækisins kært Magnús til héraðssaksóknara vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014, eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Magnús hefur mótmælt þeim ásökunum og sagt þær „rangar og tilhæfulausar“. Í lok september fór stjórn kísilversins fram á kyrrsetningu á eignum Magnúsar hér á landi sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti. Var það gert vegna bótakröfu sem fyrirtækið gerir á hendur Magnúsi. Stjórnin telur hann hafa dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum. Magnús, ásamt þremur öðrum fyrrverandi hluthöfum kísilversins, hefur farið fram á að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun sýslumannsins um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu.Fréttin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira