Íslenski boltinn

Sölvi Geir semur við Víkinga í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen er á leið í Víkina.
Sölvi Geir Ottesen er á leið í Víkina. Vísir/Stefán
Sölvi Geir Ottesen mun spila með Víkingum næsta sumar en hann verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á blaðamannafundi í hádeginu í dag, samkvæmt heimildum Vísis.

Sölvi Geir hóf meistaraflokksferil sinn með Víkingi en hélt til Svíþjóðar árið 2004 þar sem hann samdi við Djurgården. Hann varð sænskur meistari með liðinu ári síðar.

Sölvi lék einnig með SönderjyskE og FCK í Danmörku, Ural í Rússlandi, Buriram í Tælandi og kínversku liðunum Jiangsu Sainty, Wuhan Zall og Guangzhou R&F.

Hann á einnig 28 landsleiki að baki og lék með því síðast í ársbyrjun 2016.

Víkingur Reykjavík hafnaði í áttunda sæti Pepsi-deildar karla á síðustu leiktíð en Logi Ólafsson er þjálfari liðsins.


Tengdar fréttir

Sölvi spilar á Íslandi næsta sumar

Varnarmaðurinn sterki, Sölvi Geir Ottesen, flytur heim í upphafi næsta árs og ætlar að spila í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Vil sýna að ég get enn spilað

Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×