Haukar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir rúlluðu yfir Njarðvík, 108-75, í 8. umferð Domino's deildar karla á sunnudaginn.
Haukar eru með hvað mestu breiddina í deildinni og búa við þann munað að geta sett leikmenn eins og Emil Barja, Hjálmar Stefánsson og Breka Gylfason inn af bekknum.
„Þú ert með fimm sem byrja inn á. Og ef einhver af þessum fimm er ekki að finna sig hefurðu um þrjár kanónur að velja til að setja inn á,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.
Í leiknum gegn Njarðvík skoruðu Emil, Hjálmar og Breki samtals 34 stig og skiluðu samanlagt 52 framlagsstigum.
„Þetta er absúrd. Þeir eru með 88 fleiri framlagspunkta en Njarðvík. Ég held að þetta sé einhvers konar met,“ sagði Kristinn Friðriksson.
Innslagið úr Domino's Körfuboltakvöldi má sjá í heild sinni hér að ofan.
Domino's Körfuboltakvöld: Kanónurnar þrjár sem koma af bekknum
Tengdar fréttir

Domino's Körfuboltakvöld: Hvort átti að velja Tómas eða Sigurð í landsliðið?
Talsverð umræða spannst um þá ákvörðun Craigs Pedersen, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, um velja Stjörnumanninn Tómas Þórð Hilmarsson í landsliðið en ekki Grindvíkinn Sigurð Gunnar Þorsteinsson.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 108-75 | Haukarnir slátruðu ljónunum
Sjóðheitir Haukar pökkuðu Njarðvíkurljónunum saman á Ásvöllum í dag.