Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2017 15:51 Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, fyrir utan Downingstræti 10. Vísir/AFP Hagkerfi Bretlands mun vaxa mun hægar á næstu fimm árum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Philip Hammond, fjármálaráðherra landsins, segir mikilli óvissu vegna úrgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu um að kenna sem og lítillar framleiðslu. Hagvaxtarspár Stofnunar um ábyrg fjármál (OBR) gera ráð fyrir 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári, 1,4 prósentum á því næsta og 1,3 prósentum á árunum 2019 og 2020. Árið 2021 er spáð 1,5 prósenta hagvexti. Fyrri spár stofnunarinnar höfðu gert ráð fyrir 2,0 prósenta hagvexti á þessu ári og svo 1,6 prósent, 1,7 prósent, 1,9 prósent og 2,0 prósentum á næstu árum. Hammond sagði þó í dag að útlitið væri ekki mjög slæmt þar sem hagkerfi Bretlands væri enn að stækka og atvinnuleysi hefði ekki verið lægra síðan 1975. „Ég er hér að tala um hagkerfi sem heldur áfram að vaxa, heldur áfram að skapa fleiri störf en áður og að koma þeim sem tala niður til hagkerfisins á óvart. Efnahagur sem stefnir á nýtt samband við nágranna okkar í Evrópu og Evrópusambandið,“ sagði Hammond á þinginu í dag samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni.Samkvæmt nýjum fjárlögum ríkisstjórnar Theresu May verða þrír milljarðar punda lagðir til hliðar til að bregðast við öllum mögulegum útkomum úr Brexit viðræðunum. Þörf er á því ef viðræðurnar ganga ekki upp. „Við erum staðráðin í að tryggja að ríkið sé tilbúið fyrir allar mögulegar útkomur. Ég er tilbúinn til að setja frekari fjármuni til hliðar,“ sagði Hammond. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði fjárlögin til marks um að ríkisstjórnum Íhaldsflokksins hefðu staðið sig illa og útlit væri fyrir að ástandið myndi versna. Þá mynnti hann Hammond á að Íhaldsflokkurinn hefði á sínum tíma lofað því að fjárlagahalli ríkisins yrði ekki til staðar lengur árið 2015. Nú hafi hann verið að gefa sama loforð en nú snúið það að árinu 2025. Brexit Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagkerfi Bretlands mun vaxa mun hægar á næstu fimm árum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Philip Hammond, fjármálaráðherra landsins, segir mikilli óvissu vegna úrgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu um að kenna sem og lítillar framleiðslu. Hagvaxtarspár Stofnunar um ábyrg fjármál (OBR) gera ráð fyrir 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári, 1,4 prósentum á því næsta og 1,3 prósentum á árunum 2019 og 2020. Árið 2021 er spáð 1,5 prósenta hagvexti. Fyrri spár stofnunarinnar höfðu gert ráð fyrir 2,0 prósenta hagvexti á þessu ári og svo 1,6 prósent, 1,7 prósent, 1,9 prósent og 2,0 prósentum á næstu árum. Hammond sagði þó í dag að útlitið væri ekki mjög slæmt þar sem hagkerfi Bretlands væri enn að stækka og atvinnuleysi hefði ekki verið lægra síðan 1975. „Ég er hér að tala um hagkerfi sem heldur áfram að vaxa, heldur áfram að skapa fleiri störf en áður og að koma þeim sem tala niður til hagkerfisins á óvart. Efnahagur sem stefnir á nýtt samband við nágranna okkar í Evrópu og Evrópusambandið,“ sagði Hammond á þinginu í dag samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni.Samkvæmt nýjum fjárlögum ríkisstjórnar Theresu May verða þrír milljarðar punda lagðir til hliðar til að bregðast við öllum mögulegum útkomum úr Brexit viðræðunum. Þörf er á því ef viðræðurnar ganga ekki upp. „Við erum staðráðin í að tryggja að ríkið sé tilbúið fyrir allar mögulegar útkomur. Ég er tilbúinn til að setja frekari fjármuni til hliðar,“ sagði Hammond. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði fjárlögin til marks um að ríkisstjórnum Íhaldsflokksins hefðu staðið sig illa og útlit væri fyrir að ástandið myndi versna. Þá mynnti hann Hammond á að Íhaldsflokkurinn hefði á sínum tíma lofað því að fjárlagahalli ríkisins yrði ekki til staðar lengur árið 2015. Nú hafi hann verið að gefa sama loforð en nú snúið það að árinu 2025.
Brexit Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira