Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2017 15:51 Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, fyrir utan Downingstræti 10. Vísir/AFP Hagkerfi Bretlands mun vaxa mun hægar á næstu fimm árum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Philip Hammond, fjármálaráðherra landsins, segir mikilli óvissu vegna úrgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu um að kenna sem og lítillar framleiðslu. Hagvaxtarspár Stofnunar um ábyrg fjármál (OBR) gera ráð fyrir 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári, 1,4 prósentum á því næsta og 1,3 prósentum á árunum 2019 og 2020. Árið 2021 er spáð 1,5 prósenta hagvexti. Fyrri spár stofnunarinnar höfðu gert ráð fyrir 2,0 prósenta hagvexti á þessu ári og svo 1,6 prósent, 1,7 prósent, 1,9 prósent og 2,0 prósentum á næstu árum. Hammond sagði þó í dag að útlitið væri ekki mjög slæmt þar sem hagkerfi Bretlands væri enn að stækka og atvinnuleysi hefði ekki verið lægra síðan 1975. „Ég er hér að tala um hagkerfi sem heldur áfram að vaxa, heldur áfram að skapa fleiri störf en áður og að koma þeim sem tala niður til hagkerfisins á óvart. Efnahagur sem stefnir á nýtt samband við nágranna okkar í Evrópu og Evrópusambandið,“ sagði Hammond á þinginu í dag samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni.Samkvæmt nýjum fjárlögum ríkisstjórnar Theresu May verða þrír milljarðar punda lagðir til hliðar til að bregðast við öllum mögulegum útkomum úr Brexit viðræðunum. Þörf er á því ef viðræðurnar ganga ekki upp. „Við erum staðráðin í að tryggja að ríkið sé tilbúið fyrir allar mögulegar útkomur. Ég er tilbúinn til að setja frekari fjármuni til hliðar,“ sagði Hammond. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði fjárlögin til marks um að ríkisstjórnum Íhaldsflokksins hefðu staðið sig illa og útlit væri fyrir að ástandið myndi versna. Þá mynnti hann Hammond á að Íhaldsflokkurinn hefði á sínum tíma lofað því að fjárlagahalli ríkisins yrði ekki til staðar lengur árið 2015. Nú hafi hann verið að gefa sama loforð en nú snúið það að árinu 2025. Brexit Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hagkerfi Bretlands mun vaxa mun hægar á næstu fimm árum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Philip Hammond, fjármálaráðherra landsins, segir mikilli óvissu vegna úrgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu um að kenna sem og lítillar framleiðslu. Hagvaxtarspár Stofnunar um ábyrg fjármál (OBR) gera ráð fyrir 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári, 1,4 prósentum á því næsta og 1,3 prósentum á árunum 2019 og 2020. Árið 2021 er spáð 1,5 prósenta hagvexti. Fyrri spár stofnunarinnar höfðu gert ráð fyrir 2,0 prósenta hagvexti á þessu ári og svo 1,6 prósent, 1,7 prósent, 1,9 prósent og 2,0 prósentum á næstu árum. Hammond sagði þó í dag að útlitið væri ekki mjög slæmt þar sem hagkerfi Bretlands væri enn að stækka og atvinnuleysi hefði ekki verið lægra síðan 1975. „Ég er hér að tala um hagkerfi sem heldur áfram að vaxa, heldur áfram að skapa fleiri störf en áður og að koma þeim sem tala niður til hagkerfisins á óvart. Efnahagur sem stefnir á nýtt samband við nágranna okkar í Evrópu og Evrópusambandið,“ sagði Hammond á þinginu í dag samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni.Samkvæmt nýjum fjárlögum ríkisstjórnar Theresu May verða þrír milljarðar punda lagðir til hliðar til að bregðast við öllum mögulegum útkomum úr Brexit viðræðunum. Þörf er á því ef viðræðurnar ganga ekki upp. „Við erum staðráðin í að tryggja að ríkið sé tilbúið fyrir allar mögulegar útkomur. Ég er tilbúinn til að setja frekari fjármuni til hliðar,“ sagði Hammond. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði fjárlögin til marks um að ríkisstjórnum Íhaldsflokksins hefðu staðið sig illa og útlit væri fyrir að ástandið myndi versna. Þá mynnti hann Hammond á að Íhaldsflokkurinn hefði á sínum tíma lofað því að fjárlagahalli ríkisins yrði ekki til staðar lengur árið 2015. Nú hafi hann verið að gefa sama loforð en nú snúið það að árinu 2025.
Brexit Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira