Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2017 16:38 Örvarnar tákna hvert fólk á svæðinu á að fara verði fyrirvaralaust eldgos. Mynd/Almannavarnir Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. Hefjist eldgos hins vegar án fyrirvara verður svæðið rýmt samkvæmt áætluninni. Líkt og sjá má á myndinni hér til hliðar er búið að skilgreina þrjá staði í Öræfasveit þar sem fólk á að safnast saman. Komi til eldgoss mun 112 senda fjöldaskilaboð með SMS-um á alla síma, bæði á íslensku og ensku, sem finna má á svæðinu frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Skilaboðin munu vera eftirfarandi:„Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming. Neyðarástand“ Þeir sem eru staddir innan þess svæðið sem afmörkuð eru með gulum svæðum eiga ýmist að koma sér á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2. Aðrir eiga að koma sér annaðhvort á Höfn í Hornafirði eða Kirkjubæjarklaustur. Þá kemur einnig fram í neyðarrýmingaráætlunni að lögreglan á Suðurlandi muni tafarlaust senda lögreglubíla frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli og frá Höfn að Kvískerjum til þess að aðstoða við rýmingu. Allt tiltækt lið verður sent til aðstoðar. Björgunarsveitir á Kirkjubæjarklaustri og Höfn munu loka vegum og aðstoða við rýmingu auk þess sem að sjúkraflutningamenn verða settir í viðbragðssöðu, ásamt slökkviliðu. Rauði krossin hefur undirbúning móttöku fólks í fjöldahjálparstöðum. Er brýnt fyrir þeim sem kunna að vera á svæðinu, verði eldgos, að fara stystu leið að skilgreindum söfnunarstöðum og bíða þar frekar fyrirmæla. Komi til öskufalls eiga viðkomandi að leita innandyra eða halda kyrru fyrir í bílum. Þá sé mikilvægt að fylgja gefnum fyrirmælum og yfirgefa svæðið.Í áhættumati vegna jökulhlaupa við eldgos í Öræfajökli kemur fram að hætta á jökulhlaupi sé metin mikil eða geysimikil á 340 kílómetra svæði, það svæði nær yfir nánast allt láglendi austan Skaftafells og austur fyrir Kvíárjökul.Gráa svæðið táknar skilgreint flóðasvæði.Mynd/Veðurstofa Íslands.Hins vegar er talið, gjósi Öræfajökull, að aðeins lítill hluti svæðisins fari undir í jökullhlaupi. Vegna óvissu um hvar hlaup muni bera niður geti þó fáir staðir talist öruggir fyrirfram. Þar kemur einnig fram að við bestu aðstæður sé talið að full rýming á svæðinu muni taka 35-40 mínútur en að framrásartími hlaupa sé í öllum tilvikum stuttur, að lágmarki 20-30 mínútur frá upphafi goss þar til að hlaup næði þjóðvegi 1. Nánar má lesa um rýmingaráætlunina hérNeyðarrýming Öræfajökull Verði eldgos í Öræfjajökli er stefnt að því að búið sé að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrivar er svæðið rýmt sakvæmt meðfylgandi neyðarrýmingaráætlunLeiðbeiningar til þeirra sem eru á rýmingarsvæðinu í tilfelli neyðarrýmingar:• Farið stystu leið að: • Svínafelli 1 • Hofi 1 • Hnappavöllum 2 • Bíðið frekari fyrirmæla þar í bílum • Ef til öskufalls kemur, leitið skjóls innandyra eða haldið kyrru fyrir í bílum • Þegar fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðiðAlmannavarnadeild: • Felur 112 að senda fjölda SMS-skilaboða á senda frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni • Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming. Neyðarástand • Emergency message from the Police. Volcanic eruption is imminent in Öræfajökull. Evacuate to Svínafell 1, Hof 1 or Hnappavellir 1, Höfn or Kirkubæjarklaustur depending on your location. • Virkjar SSTLögreglan á Suðurlandi:• Sendir lögreglubíla frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli til að aðstoða við rýmingu• Sendir Lögreglubíla frá Höfn að Kvískerjum til að aðstoða við rýmingu• Sendir allt tiltækt lið til aðstoðarBjörgunarsveitir:• Kyndill á Kirkjubæjarklaustri lokar við Lómagnúp og aðstoðar við rýmingu• Björgunarfélag Hornafjarðar lokar við Jökulsárlón og aðstoðar við rýmingu• Björgunarsveitin Kári hefur ekki hlutverk við neyðarrýminguSjúkraflutningar:• Sjúkrabíll á Kirkjubæjarklaustri fer í viðbragðsstöðu við hótel Núpa • Sjúkrabíll á Höfn fer í viðbragðsstöðu hjá Hrollaugsstöðum í SuðursveitRauði krossinn - Fjöldahjálparstöðvar:• Deildin á Kirkjubæjarklaustri undirbýr móttöku fólks í fjöldahjálparstöð• Deildin á Höfn undirbýr móttöku fólks í fjöldahjálparstöð• Ákvörðun tekin um opnun fjöldahjálparstöðvar nær rýmingarsvæðinu ef þörf krefurSlökkvilið• Eru í viðbragðsstöðu til aðstoðar við móttöku fólks • Aðstoða lögreglu við rýmingu ef þörf krefurVettvangsstjórnir• Vettvangsstjórn verður á Kirkjubæjarklaustri • Vettvangsstjórn verður á Höfn • Vettvangsstjórn verður í Öræfum, staðsetning eftir aðstæðumAðgerðastjórn• Dynskálar 34, HelluSamhæfingarstöð• Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð, Skógarhlíð 14, Reykjavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57 Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19 Öræfajökull að vakna aftur til lífs: „Verðum að fylgjast vel með“ Magnús Tumi fór yfir helstu tíðindi af Öræfajökli. 20. nóvember 2017 11:23 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. Hefjist eldgos hins vegar án fyrirvara verður svæðið rýmt samkvæmt áætluninni. Líkt og sjá má á myndinni hér til hliðar er búið að skilgreina þrjá staði í Öræfasveit þar sem fólk á að safnast saman. Komi til eldgoss mun 112 senda fjöldaskilaboð með SMS-um á alla síma, bæði á íslensku og ensku, sem finna má á svæðinu frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Skilaboðin munu vera eftirfarandi:„Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming. Neyðarástand“ Þeir sem eru staddir innan þess svæðið sem afmörkuð eru með gulum svæðum eiga ýmist að koma sér á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2. Aðrir eiga að koma sér annaðhvort á Höfn í Hornafirði eða Kirkjubæjarklaustur. Þá kemur einnig fram í neyðarrýmingaráætlunni að lögreglan á Suðurlandi muni tafarlaust senda lögreglubíla frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli og frá Höfn að Kvískerjum til þess að aðstoða við rýmingu. Allt tiltækt lið verður sent til aðstoðar. Björgunarsveitir á Kirkjubæjarklaustri og Höfn munu loka vegum og aðstoða við rýmingu auk þess sem að sjúkraflutningamenn verða settir í viðbragðssöðu, ásamt slökkviliðu. Rauði krossin hefur undirbúning móttöku fólks í fjöldahjálparstöðum. Er brýnt fyrir þeim sem kunna að vera á svæðinu, verði eldgos, að fara stystu leið að skilgreindum söfnunarstöðum og bíða þar frekar fyrirmæla. Komi til öskufalls eiga viðkomandi að leita innandyra eða halda kyrru fyrir í bílum. Þá sé mikilvægt að fylgja gefnum fyrirmælum og yfirgefa svæðið.Í áhættumati vegna jökulhlaupa við eldgos í Öræfajökli kemur fram að hætta á jökulhlaupi sé metin mikil eða geysimikil á 340 kílómetra svæði, það svæði nær yfir nánast allt láglendi austan Skaftafells og austur fyrir Kvíárjökul.Gráa svæðið táknar skilgreint flóðasvæði.Mynd/Veðurstofa Íslands.Hins vegar er talið, gjósi Öræfajökull, að aðeins lítill hluti svæðisins fari undir í jökullhlaupi. Vegna óvissu um hvar hlaup muni bera niður geti þó fáir staðir talist öruggir fyrirfram. Þar kemur einnig fram að við bestu aðstæður sé talið að full rýming á svæðinu muni taka 35-40 mínútur en að framrásartími hlaupa sé í öllum tilvikum stuttur, að lágmarki 20-30 mínútur frá upphafi goss þar til að hlaup næði þjóðvegi 1. Nánar má lesa um rýmingaráætlunina hérNeyðarrýming Öræfajökull Verði eldgos í Öræfjajökli er stefnt að því að búið sé að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrivar er svæðið rýmt sakvæmt meðfylgandi neyðarrýmingaráætlunLeiðbeiningar til þeirra sem eru á rýmingarsvæðinu í tilfelli neyðarrýmingar:• Farið stystu leið að: • Svínafelli 1 • Hofi 1 • Hnappavöllum 2 • Bíðið frekari fyrirmæla þar í bílum • Ef til öskufalls kemur, leitið skjóls innandyra eða haldið kyrru fyrir í bílum • Þegar fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðiðAlmannavarnadeild: • Felur 112 að senda fjölda SMS-skilaboða á senda frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni • Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming. Neyðarástand • Emergency message from the Police. Volcanic eruption is imminent in Öræfajökull. Evacuate to Svínafell 1, Hof 1 or Hnappavellir 1, Höfn or Kirkubæjarklaustur depending on your location. • Virkjar SSTLögreglan á Suðurlandi:• Sendir lögreglubíla frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli til að aðstoða við rýmingu• Sendir Lögreglubíla frá Höfn að Kvískerjum til að aðstoða við rýmingu• Sendir allt tiltækt lið til aðstoðarBjörgunarsveitir:• Kyndill á Kirkjubæjarklaustri lokar við Lómagnúp og aðstoðar við rýmingu• Björgunarfélag Hornafjarðar lokar við Jökulsárlón og aðstoðar við rýmingu• Björgunarsveitin Kári hefur ekki hlutverk við neyðarrýminguSjúkraflutningar:• Sjúkrabíll á Kirkjubæjarklaustri fer í viðbragðsstöðu við hótel Núpa • Sjúkrabíll á Höfn fer í viðbragðsstöðu hjá Hrollaugsstöðum í SuðursveitRauði krossinn - Fjöldahjálparstöðvar:• Deildin á Kirkjubæjarklaustri undirbýr móttöku fólks í fjöldahjálparstöð• Deildin á Höfn undirbýr móttöku fólks í fjöldahjálparstöð• Ákvörðun tekin um opnun fjöldahjálparstöðvar nær rýmingarsvæðinu ef þörf krefurSlökkvilið• Eru í viðbragðsstöðu til aðstoðar við móttöku fólks • Aðstoða lögreglu við rýmingu ef þörf krefurVettvangsstjórnir• Vettvangsstjórn verður á Kirkjubæjarklaustri • Vettvangsstjórn verður á Höfn • Vettvangsstjórn verður í Öræfum, staðsetning eftir aðstæðumAðgerðastjórn• Dynskálar 34, HelluSamhæfingarstöð• Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð, Skógarhlíð 14, Reykjavík
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57 Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19 Öræfajökull að vakna aftur til lífs: „Verðum að fylgjast vel með“ Magnús Tumi fór yfir helstu tíðindi af Öræfajökli. 20. nóvember 2017 11:23 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00
Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57
Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19
Öræfajökull að vakna aftur til lífs: „Verðum að fylgjast vel með“ Magnús Tumi fór yfir helstu tíðindi af Öræfajökli. 20. nóvember 2017 11:23