Íslenski boltinn

Fjolla komin í landslið Kósovó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjolla Shala í leik gegn Fylki.
Fjolla Shala í leik gegn Fylki. vísir/valli
Fjolla Shala, leikmaður Breiðabliks, er í landsliðshópi Kósovó sem mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik á sunnudaginn.

Þetta er í fyrsta sinn sem Fjolla, sem er 24 ára, er valinn í landslið Kósovó sem er nýstofnað. Liðið hefur aðeins leikið sex leiki, alla á þessu ári. Þeir hafa allir tapast.

Fjolla lék á sínum tíma 31 leik fyrir yngri landslið Íslands en hefur ekki leikið A-landsleik.

Fjolla lék ekkert með Breiðabliki í sumar vegna meiðsla. Hún varð Íslandsmeistari með Blikum 2015 og bikarmeistari árið eftir.

Hún hefur einnig leikið með Leikni R., Fjölni og Fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×