Lyfta þarf lífeyri langt upp fyrir fátæktarmörk! Björgvin Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Ákveðið er að nýtt Alþingi komi saman í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember/desember. Afgreiða þarf fjárlög fyrir áramót. Væntanlega tekur nýtt Alþingi betur á kjaramálum aldraðra og öryrkja en gamla þingið gerði. Því miður hafði gamla þingið lítinn áhuga á að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það, sem var gert á því sviði, var of lítið og of seint.Lífeyrir hækki í 320 þúsund á mánuði eftir skatt Miðað við kosningastefnuskrár stjórnmálaflokkanna er ekki að búast við miklum afrekum Alþingis á þessu sviði. Það sem stjórnmálaflokkarnir boðuðu fyrst og fremst var að láta lífeyri aldraðra og öryrkja fylgja lágmarkslaunum verkafólks. Það er of lítið. Það dugar ekki. Það þýðir, að lífeyrir eigi áfram að vera við fátæktarmörk. Tveir flokkar boðuðu róttækari stefnu, Flokkur fólksins og Píratar, en þeir komast ekki í stjórn. Lágmarkslaun eru nú 230 þúsund kr. eftir skatt, hjá einstaklingum. Þau eiga að hækka um 12 þúsund kr. á mánuði 2018. Það er hlægileg hækkun og skiptir engu máli. Eftir sem áður verða lægst launuðu verkamenn með laun við fátæktarmörk. Það er til skammar, að verkalýðshreyfingin skuli líða svo lág laun. Hún mun afsaka sig með því, að mjög fáir séu á lágmarkslaunum. Aðeins um 5 prósent munu vera á þessum lægsta taxta og sem betur fer komast flestir á hærri taxta. En því ámælisverðara er það að miða lífeyri aldraðra og öryrkja við pappírstaxta. Alþingi verður að grípa hér í taumana og hætta að miða við lágmarkslaun, sem fáir eru á, og ákveða lífeyri þess í stað þannig, að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af honum. Ég hef lagt til, að lífeyrir verði ákveðinn 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er myndarleg hækkun eða um 90 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ef það þykir of mikil hækkun í einum áfanga má veita þessa hækkun í tvennu lagi, þannig að í fyrstu kæmi 45 þús kr. hækkun. Það er aðeins brot af þeirri hækkun sem þingmenn sjálfir fengu en hún nam nokkur hundruð þúsund krónum og laun þeirra fóru í 1,1 milljón, miðað við 197-230 þúsund á mánuði hjá öldruðum og öryrkjum. Þingmenn ættu að fara að hugsa sjálfsætt og lyfta lífeyri upp fyrir fátæktarmörk og ákveða þetta sjálfir í stað þess að bíða eftir ráðherrunum.Frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar Allir stjórnmálaflokkar kváðust vilja hækka frítekjumark vegna atvinnutekna. Flokkarnir vildu ýmist hækka það í 100 þúsund kr. eða 109 þúsund á mánuði eða afnema frítekjumarkið alveg, þannig að það væri frjálst fyrir eldri borgara að vinna á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu hjá TR. Hins vegar var lítið talað um að afnema skerðingar vegna annarra tekna. Mikilvægast er að afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því er það fáheyrt að stjórnvöld skuli skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðanna. Það er sjálfsagt og eðlilegt að eldri borgarar geti farið út á vinnumarkaðinn að vinna, ef þeir kjósa svo, en þeir sem misst hafa heilsuna eða eru lélegir til heilsunnar geta ekki nýtt sér það. Aðrir eldri borgarar vilja eiga náðugt ævikvöld og vilja því ekki vinna á ellilífeyrisaldri. Þeir eru líka búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðarbúsins.Veita þarf öldruðum húsnæðisstuðning Staða aldraðra er mjög misjöfn og fer m.a. mjög eftir húsnæðiskostnaði. Þeir, sem eiga skuldlítið húsnæði, eru mun betur settir en þeir sem þurfa að leigja sér húsnæði. Húsaleiga hefur hækkað gífurlega mikið síðustu árin og er orðið mjög erfitt fyrir aldraða að leigja sér húsnæði þrátt fyrir húsaleigubætur. Er nauðsynlegt að hækka húsaleigubætur verulega til þess að aldraðir og láglaunafólk geti leigt sér húsnæði. Einnig þyrfti að hækka vaxtabætur til þess að koma til móts við aldraða og láglaunafólk, sem á erfitt með að greiða af íbúðum sínum. Hækka þarf skattleysismörkin en þau hafa ekki hækkað í samræmi við hækkun neysluvísitölu. Hækkun skattleysismarka væri góð kjarabót bæði fyrir aldraða og láglaunafólk. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ákveðið er að nýtt Alþingi komi saman í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember/desember. Afgreiða þarf fjárlög fyrir áramót. Væntanlega tekur nýtt Alþingi betur á kjaramálum aldraðra og öryrkja en gamla þingið gerði. Því miður hafði gamla þingið lítinn áhuga á að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það, sem var gert á því sviði, var of lítið og of seint.Lífeyrir hækki í 320 þúsund á mánuði eftir skatt Miðað við kosningastefnuskrár stjórnmálaflokkanna er ekki að búast við miklum afrekum Alþingis á þessu sviði. Það sem stjórnmálaflokkarnir boðuðu fyrst og fremst var að láta lífeyri aldraðra og öryrkja fylgja lágmarkslaunum verkafólks. Það er of lítið. Það dugar ekki. Það þýðir, að lífeyrir eigi áfram að vera við fátæktarmörk. Tveir flokkar boðuðu róttækari stefnu, Flokkur fólksins og Píratar, en þeir komast ekki í stjórn. Lágmarkslaun eru nú 230 þúsund kr. eftir skatt, hjá einstaklingum. Þau eiga að hækka um 12 þúsund kr. á mánuði 2018. Það er hlægileg hækkun og skiptir engu máli. Eftir sem áður verða lægst launuðu verkamenn með laun við fátæktarmörk. Það er til skammar, að verkalýðshreyfingin skuli líða svo lág laun. Hún mun afsaka sig með því, að mjög fáir séu á lágmarkslaunum. Aðeins um 5 prósent munu vera á þessum lægsta taxta og sem betur fer komast flestir á hærri taxta. En því ámælisverðara er það að miða lífeyri aldraðra og öryrkja við pappírstaxta. Alþingi verður að grípa hér í taumana og hætta að miða við lágmarkslaun, sem fáir eru á, og ákveða lífeyri þess í stað þannig, að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af honum. Ég hef lagt til, að lífeyrir verði ákveðinn 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er myndarleg hækkun eða um 90 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ef það þykir of mikil hækkun í einum áfanga má veita þessa hækkun í tvennu lagi, þannig að í fyrstu kæmi 45 þús kr. hækkun. Það er aðeins brot af þeirri hækkun sem þingmenn sjálfir fengu en hún nam nokkur hundruð þúsund krónum og laun þeirra fóru í 1,1 milljón, miðað við 197-230 þúsund á mánuði hjá öldruðum og öryrkjum. Þingmenn ættu að fara að hugsa sjálfsætt og lyfta lífeyri upp fyrir fátæktarmörk og ákveða þetta sjálfir í stað þess að bíða eftir ráðherrunum.Frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar Allir stjórnmálaflokkar kváðust vilja hækka frítekjumark vegna atvinnutekna. Flokkarnir vildu ýmist hækka það í 100 þúsund kr. eða 109 þúsund á mánuði eða afnema frítekjumarkið alveg, þannig að það væri frjálst fyrir eldri borgara að vinna á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu hjá TR. Hins vegar var lítið talað um að afnema skerðingar vegna annarra tekna. Mikilvægast er að afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því er það fáheyrt að stjórnvöld skuli skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðanna. Það er sjálfsagt og eðlilegt að eldri borgarar geti farið út á vinnumarkaðinn að vinna, ef þeir kjósa svo, en þeir sem misst hafa heilsuna eða eru lélegir til heilsunnar geta ekki nýtt sér það. Aðrir eldri borgarar vilja eiga náðugt ævikvöld og vilja því ekki vinna á ellilífeyrisaldri. Þeir eru líka búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðarbúsins.Veita þarf öldruðum húsnæðisstuðning Staða aldraðra er mjög misjöfn og fer m.a. mjög eftir húsnæðiskostnaði. Þeir, sem eiga skuldlítið húsnæði, eru mun betur settir en þeir sem þurfa að leigja sér húsnæði. Húsaleiga hefur hækkað gífurlega mikið síðustu árin og er orðið mjög erfitt fyrir aldraða að leigja sér húsnæði þrátt fyrir húsaleigubætur. Er nauðsynlegt að hækka húsaleigubætur verulega til þess að aldraðir og láglaunafólk geti leigt sér húsnæði. Einnig þyrfti að hækka vaxtabætur til þess að koma til móts við aldraða og láglaunafólk, sem á erfitt með að greiða af íbúðum sínum. Hækka þarf skattleysismörkin en þau hafa ekki hækkað í samræmi við hækkun neysluvísitölu. Hækkun skattleysismarka væri góð kjarabót bæði fyrir aldraða og láglaunafólk. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar