Störf Alþingis komin í mikla tímaþröng Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2017 12:45 Nýir þingmenn voru teknir í kennslustund um þingstörf á dögunum. Vísir/Eyþór Þingstörf eru að lenda í æ meiri tímaþröng eftir því sem stjórnarmyndun dregst á langinn. Ósennilegt að áform um að Alþingi komi saman þriðjudaginn 5. desember gangi eftir þar sem nokkur tími fer í að gera fjárlög úr garði eftir að stjórn hefur verið mynduð. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa nú staðið í um þrjár vikur. Stefnt hafði verið að því að ljúka þeim í lok þessarar viku en í gær sagði Katrín Jakobsdóttir að þeim muni ekki ljúka fyrr en um miðja næstu viku. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endann á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ sagði Katrín í gær. Ef stofnanir flokkanna sem samþykkja þurfa stjórnarsáttmála koma saman á miðvikudag og samþykkja allan sáttmálann þurfa flokkarnir síðan allir að boða til þingflokksfunda og eftir það kynna stjórnarsáttmálann opinberlega. Ný ríkisstjórn gæti því í fyrsta lagi tekið við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seint á fimmtudag eða snemma á föstudag í næstu viku. Það þýðir að aðeins ein helgi væri til að klára fjárlagagerðina og samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp í ríkisstjórn. Þaðan yrði það síðan að fara til þingflokka væntanlegra stjórnarflokka til afgreiðslu og síðan færi það í prentun. Þingsköp gera ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé lagt fram og kynnt í upphafi þings og miðað við þennan feril allan þyrfti fólk að hafa mjög hraðar hendur ef þing ætti að koma saman eftir ellefu daga, hinn 5. desember. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann reiknaði með að heyra frá formönnum flokkanna síðar í dag varðandi hugmyndir þeirra um þingstörfin. Hann muni síðan funda með formönnum allra þingflokka eftir helgina. Venjulega eru fjárlög afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi, en nú, annað árið í röð, stefnir í að frumvarpið verði afgreitt á innan við mánuði. Hinn 5. desember eru einungis þrjár vikur til jóla. Þá var gert samkomulag milli flokkanna við lok síðasta kjörtímabils í október, að frumvarp um persónulega notendatengda aðstoð, NPA, verði afgreitt fyrir áramót. Það er því ljóst að Alþingi er nú þegar komið í mikla tímaþröng. Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þingstörf eru að lenda í æ meiri tímaþröng eftir því sem stjórnarmyndun dregst á langinn. Ósennilegt að áform um að Alþingi komi saman þriðjudaginn 5. desember gangi eftir þar sem nokkur tími fer í að gera fjárlög úr garði eftir að stjórn hefur verið mynduð. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa nú staðið í um þrjár vikur. Stefnt hafði verið að því að ljúka þeim í lok þessarar viku en í gær sagði Katrín Jakobsdóttir að þeim muni ekki ljúka fyrr en um miðja næstu viku. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endann á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ sagði Katrín í gær. Ef stofnanir flokkanna sem samþykkja þurfa stjórnarsáttmála koma saman á miðvikudag og samþykkja allan sáttmálann þurfa flokkarnir síðan allir að boða til þingflokksfunda og eftir það kynna stjórnarsáttmálann opinberlega. Ný ríkisstjórn gæti því í fyrsta lagi tekið við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seint á fimmtudag eða snemma á föstudag í næstu viku. Það þýðir að aðeins ein helgi væri til að klára fjárlagagerðina og samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp í ríkisstjórn. Þaðan yrði það síðan að fara til þingflokka væntanlegra stjórnarflokka til afgreiðslu og síðan færi það í prentun. Þingsköp gera ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé lagt fram og kynnt í upphafi þings og miðað við þennan feril allan þyrfti fólk að hafa mjög hraðar hendur ef þing ætti að koma saman eftir ellefu daga, hinn 5. desember. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann reiknaði með að heyra frá formönnum flokkanna síðar í dag varðandi hugmyndir þeirra um þingstörfin. Hann muni síðan funda með formönnum allra þingflokka eftir helgina. Venjulega eru fjárlög afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi, en nú, annað árið í röð, stefnir í að frumvarpið verði afgreitt á innan við mánuði. Hinn 5. desember eru einungis þrjár vikur til jóla. Þá var gert samkomulag milli flokkanna við lok síðasta kjörtímabils í október, að frumvarp um persónulega notendatengda aðstoð, NPA, verði afgreitt fyrir áramót. Það er því ljóst að Alþingi er nú þegar komið í mikla tímaþröng.
Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira