Björt býður sig fram til formanns Bjartrar framtíðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 18:20 Björt Ólafsdóttir býður sig fram til formanns Bjartrar framtíðar. Vísir/Laufey Elíasdóttir Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, býður sig fram til formanns flokksins á aukaársfundi hans á morgun. Þá býður Nichole Leigh Mosty, sem einnig er fyrrverandi þingmaður flokksins, býður sig fram til stjórnarformanns. Ekki eru fleiri í framboði til þessara embætta. Óttarr Proppé sagði af sér sem formaður Bjartrar framtíðar þann 31. október en flokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fóru fram þremur dögum áður og datt út af þingi. Björt Ólafsdóttir tók sæti á þingi fyrir Bjarta framtíð eftir þingkosningarnar 2013 en þá bauð Björt framtíð í fyrsta sinn fram til Alþingis. Eftir kosningarnar 2016 varð hún umhverfis-og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september síðastliðnum eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. Björt Ólafsdóttir skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hún fór yfir samstarfið með Sjálfstæðisflokknum. Sagðist hún meðal annars hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Í fréttatilkynningu frá Bjartri framtíð kemur fram að aukaársfundurinn fari fram á Hótel Cabin í Borgartúni og hefjist klukkan 11. Tengdar fréttir Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, býður sig fram til formanns flokksins á aukaársfundi hans á morgun. Þá býður Nichole Leigh Mosty, sem einnig er fyrrverandi þingmaður flokksins, býður sig fram til stjórnarformanns. Ekki eru fleiri í framboði til þessara embætta. Óttarr Proppé sagði af sér sem formaður Bjartrar framtíðar þann 31. október en flokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fóru fram þremur dögum áður og datt út af þingi. Björt Ólafsdóttir tók sæti á þingi fyrir Bjarta framtíð eftir þingkosningarnar 2013 en þá bauð Björt framtíð í fyrsta sinn fram til Alþingis. Eftir kosningarnar 2016 varð hún umhverfis-og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september síðastliðnum eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. Björt Ólafsdóttir skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hún fór yfir samstarfið með Sjálfstæðisflokknum. Sagðist hún meðal annars hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Í fréttatilkynningu frá Bjartri framtíð kemur fram að aukaársfundurinn fari fram á Hótel Cabin í Borgartúni og hefjist klukkan 11.
Tengdar fréttir Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30