Á morgun, þriðjudag, verður síðan fundur á vegum almannavarna með aðilum í ferðaþjónustu. Fundurinn verður haldin í Freysnes og hefst klukkan 9.
Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli en undanfarið hafa verið jarðhræringar í jöklinum. Þannig hefur sigketilli hans stækkað nokkuð undanfarið og hefur jarðhitavatn úr katlinum runnið í Kvíá, eina af ánum sem renna frá jöklinum.
Neyðarrýmingaráætlun er tilbúin fyrir svæðið ef eldgos verður í jöklinum. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. Hefjist eldgos hins vegar án fyrirvara verður svæðið rýmt samkvæmt áætluninni.