Krefst milljóna fyrir fórnarlamb líkamsárásar og vísar til ófrægingarherferðar Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 07:30 Hjalti Úrsus, faðir Árna, hefur meðal annars gert heimildarmynd um mál sonar síns og sakað saksóknara og lögreglu um dómsmorð. Vísir/Eyþór Réttargæslumaður brotaþola í málinu sem Árni Gils Hjaltason hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í kvartaði undan ófrægingarherferð í garð fórnarlambsins við málflutning í Hæstarétti í gær. Styðuar hann fimm milljón króna bótakröfu meðal annars með gegndarlausri myndbirtingu. Árni Gils áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar en málið var tekið fyrir þar í gærmorgun. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í fjögurra ára fangelsi fyrir að stinga mann í höfuðuð með hníf í átökum þeirra fyrir utan sjoppu í Breiðholti í mars. Hjalti Úrsus Árnason, alfraunamaður og faðir Árna Gils, hefur látið mikil til síns taka í tengslum við mál sonar síns. Þannig hefur hann gert heimildarmynd um málið sem hann hefur birt á Facebook-síðu sinni. Segir hann dómsmorð hafa verið framið á syni sínum. Verjandi Árna Gils gerði að því skóna í morgun að sök hefði verið komi á skjólstæðing sinn í málinu og dró trúverðugleika mannsins sem hlaut áverkana í átökunum í mjög í efa.Birtu myndir af honum á sjúkrahúsi Stefán Karl Kristjánsson, réttargæslumaður brotaþola í málinu, krafðist í gærmorgun fimm milljón króna í miskabætur fyrir hönd skjólstæðings síns. Tiltók hann sérstaklega framferði Hjalta Úrsusar. Hann hefði farið mikinn í fjölmiðlum, útbúið heimildarmyndina og dreift myndum af brotaþola, þar á meðal þar sem hann var á sjúkrahúsi. Brotaþola hafi jafnframt verið lýst sem forföllnum fíkniefnaneytanda og framburður hans dreginn í efa. Það sem Stefán Karl kallaði gegndarlausar myndbirtingar og ófrægingarherferð í garð brotaþola styddi bótakröfuna vegna líkamsárásarinnar. „Ef þetta er látið óátalið má hugsa sér að brotaþolir hræðist það að standa í þessu ferli,‟ sagði lögmaðurinn.Stefán Karl Kristjánsson er réttargæslumaður brotaþola í málinu.Vísir/VilhelmÞó að það væri faðirinn sem stæði í ófrægingarherferðinni þá hefði Árni Gils afhent gögn vitandi til hvers átti að nota þau. Lýsti Stefán Karl því ennfremur að skjólstæðingur sinn hefði átt undir högg að sækja í lífinu. Hann hefði meðal annars flúið borgina út í sveit til að losa sig undan þrýstingi vegna þessa máls. Það hefði valdið honum andlegum erfiðleikum.Sagði að brotaþolinn yrði frægurBrotaþolanum voru dæmdar fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur í héraði. Þegar málflutningi í Hæstarétti lauk í gær nálgaðist Hjalti Úrsus borðið þar sem Stefán Karl sat ásamt saksóknara og réttargæslumanni fórnarlambs í öðru líkamsárásmáli sem Árni Gils var sakfelldur í. Sagði Hjalti Úrsus að skjólstæðingur Stefáns Karls yrði frægur þegar myndir yrðu birtar af honum á næstu dögum. „Getur hann fengið stefgjöld?‟ spurði réttargæslumaðurinn í gamansömum tón á móti.Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Árna Gils Tengdar fréttir Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Sjá meira
Réttargæslumaður brotaþola í málinu sem Árni Gils Hjaltason hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í kvartaði undan ófrægingarherferð í garð fórnarlambsins við málflutning í Hæstarétti í gær. Styðuar hann fimm milljón króna bótakröfu meðal annars með gegndarlausri myndbirtingu. Árni Gils áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar en málið var tekið fyrir þar í gærmorgun. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í fjögurra ára fangelsi fyrir að stinga mann í höfuðuð með hníf í átökum þeirra fyrir utan sjoppu í Breiðholti í mars. Hjalti Úrsus Árnason, alfraunamaður og faðir Árna Gils, hefur látið mikil til síns taka í tengslum við mál sonar síns. Þannig hefur hann gert heimildarmynd um málið sem hann hefur birt á Facebook-síðu sinni. Segir hann dómsmorð hafa verið framið á syni sínum. Verjandi Árna Gils gerði að því skóna í morgun að sök hefði verið komi á skjólstæðing sinn í málinu og dró trúverðugleika mannsins sem hlaut áverkana í átökunum í mjög í efa.Birtu myndir af honum á sjúkrahúsi Stefán Karl Kristjánsson, réttargæslumaður brotaþola í málinu, krafðist í gærmorgun fimm milljón króna í miskabætur fyrir hönd skjólstæðings síns. Tiltók hann sérstaklega framferði Hjalta Úrsusar. Hann hefði farið mikinn í fjölmiðlum, útbúið heimildarmyndina og dreift myndum af brotaþola, þar á meðal þar sem hann var á sjúkrahúsi. Brotaþola hafi jafnframt verið lýst sem forföllnum fíkniefnaneytanda og framburður hans dreginn í efa. Það sem Stefán Karl kallaði gegndarlausar myndbirtingar og ófrægingarherferð í garð brotaþola styddi bótakröfuna vegna líkamsárásarinnar. „Ef þetta er látið óátalið má hugsa sér að brotaþolir hræðist það að standa í þessu ferli,‟ sagði lögmaðurinn.Stefán Karl Kristjánsson er réttargæslumaður brotaþola í málinu.Vísir/VilhelmÞó að það væri faðirinn sem stæði í ófrægingarherferðinni þá hefði Árni Gils afhent gögn vitandi til hvers átti að nota þau. Lýsti Stefán Karl því ennfremur að skjólstæðingur sinn hefði átt undir högg að sækja í lífinu. Hann hefði meðal annars flúið borgina út í sveit til að losa sig undan þrýstingi vegna þessa máls. Það hefði valdið honum andlegum erfiðleikum.Sagði að brotaþolinn yrði frægurBrotaþolanum voru dæmdar fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur í héraði. Þegar málflutningi í Hæstarétti lauk í gær nálgaðist Hjalti Úrsus borðið þar sem Stefán Karl sat ásamt saksóknara og réttargæslumanni fórnarlambs í öðru líkamsárásmáli sem Árni Gils var sakfelldur í. Sagði Hjalti Úrsus að skjólstæðingur Stefáns Karls yrði frægur þegar myndir yrðu birtar af honum á næstu dögum. „Getur hann fengið stefgjöld?‟ spurði réttargæslumaðurinn í gamansömum tón á móti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Árna Gils Tengdar fréttir Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Sjá meira
Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent