Ölvaðir ökumenn einkenndu nóttina hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Af dagbókarfærslum að dæma voru hið minnta átta ökumenn stöðvaðir sem grunaðir eru um aksturundir áhrifum vímuefna. Þá var einn maður vistaður í fangageymslu vegna ölvunarástands.
Einn ökumannanna var handtekinn eftir að hafa ekið á að minnsta kosti tvær bifreiðar. Hann gistir nú fangageymslu. Flestir ökumannanna voru látnir lausir að lokinni sýnatöku.
Þá barst lögreglu ein tilkynning um inbrot í fyrirtæki. Lítið er vitað um málið á þessari stundu og ekki er vitað hverju var stolið. Málið er nú til rannsóknar.
