Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 16:42 Trump gat ekki stillt sig um að bauna á pólitískan andstæðing við athöfn til heiðurs stríðshetja úr röðum bandarískra frumbyggja í gær. Vísir/AFP Forseti samtaka navajófrumbyggja í Bandaríkjunum segir að Donald Trump forseti hafi notað kynþáttalast þegar hann uppnefndi demókratann Elizabeth Warren „Pocahontas“ á viðburði sem var ætlað að heiðra stríðshetjur úr röðum frumbyggja. Framferði Trump á viðburðinum í Hvíta húsinu hefur vakið mikla athygli og gagnrýni. Tilgangur athafnarinnar var að heiðra navajófrumbyggja sem notuðu tungumál sitt til að dulkóða hernaðarlega mikilvægar upplýsingar í síðari heimsstyrjöldinni. Athöfninni var valinn staður fyrir framan málverk af Andrew Jackson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem skrifaði undir lög árið 1830 sem gáfu honum vald til að flytja frumbyggja nauðungarflutningum af landi sínu. Í ávarpi sínu til að heiðra navajóhermennina kom Trump svo að skoti á Warren, öldungadeildarþingmann demókrata, sem hann hefur lengi uppnefnt „Pocahontas“ vegna þess að hún hélt því eitt sinn fram að hún ætti ættir sínar að rekja til bandarískra frumbyggja. Ekkert bendir til þess að svo sé. „Þið voruð hér löngu á undan okkur. Við erum reyndar með fulltrúa á þingi sem þeir segja að hafi verið hér fyrir löngu. Þeir kalla hana Pocahontas,“ sagði Trump en Warren hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Russell Begaye, forseti Navajóþjóðarinnar, segir að það hafi verið óþarfi hjá Trump að uppnefna Warren á athöfninni. „Þetta var dagur til að heiðra þá og að koma einhverju svona inn, orðinu „Pocahontas“ til að skjóta á öldungadeildarþingmann, þú veist, það á heima í kosningabaráttunni. Það á ekki heima í salnum þar sem er verið að heiðra stríðshetjurnar okkar,“ sagði Bagaye við CNN. Hann segist ennfremur hafa upplifað notkun Trump á nafni frumbyggjastúlkunnar, sem hefur meðal annars verið viðfangsefni Disney-teiknimyndar, sem kynþáttalast. John Norwood, aðalritari samband bandarískra frumbyggja, hefur tekið í sama streng og sagt ummæli Trump „bera keim af rasisma“. Warren sjálf sagði að Trump hefði ítrekað reynt að þagga niður í sér með uppnefnum sem þessum. Honum yrði þó ekki kápan úr því klæðinu. „Það er ákaflega óheppilegt að forseti Bandaríkjanna komist ekki einu sinni í gegnum athöfn til að heiðra þessar hetjur án þess að þurfa að varpa fram kynþáttalasti,“ sagði Warren við MSNBC í gær. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, reyndi að beina gagnrýninni að Warren þegar hún var spurð um ummæli Trump á blaðmannafundi í gær. Fullyrðingar hennar um frumbyggjauppruna sinn væru það sem raunverulega væri móðgandi. Sagði hún það „fáránlegt“ að kalla uppnefni Trump kynþáttalast, að því er kemur fram í frétt Politico. Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Forseti samtaka navajófrumbyggja í Bandaríkjunum segir að Donald Trump forseti hafi notað kynþáttalast þegar hann uppnefndi demókratann Elizabeth Warren „Pocahontas“ á viðburði sem var ætlað að heiðra stríðshetjur úr röðum frumbyggja. Framferði Trump á viðburðinum í Hvíta húsinu hefur vakið mikla athygli og gagnrýni. Tilgangur athafnarinnar var að heiðra navajófrumbyggja sem notuðu tungumál sitt til að dulkóða hernaðarlega mikilvægar upplýsingar í síðari heimsstyrjöldinni. Athöfninni var valinn staður fyrir framan málverk af Andrew Jackson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem skrifaði undir lög árið 1830 sem gáfu honum vald til að flytja frumbyggja nauðungarflutningum af landi sínu. Í ávarpi sínu til að heiðra navajóhermennina kom Trump svo að skoti á Warren, öldungadeildarþingmann demókrata, sem hann hefur lengi uppnefnt „Pocahontas“ vegna þess að hún hélt því eitt sinn fram að hún ætti ættir sínar að rekja til bandarískra frumbyggja. Ekkert bendir til þess að svo sé. „Þið voruð hér löngu á undan okkur. Við erum reyndar með fulltrúa á þingi sem þeir segja að hafi verið hér fyrir löngu. Þeir kalla hana Pocahontas,“ sagði Trump en Warren hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Russell Begaye, forseti Navajóþjóðarinnar, segir að það hafi verið óþarfi hjá Trump að uppnefna Warren á athöfninni. „Þetta var dagur til að heiðra þá og að koma einhverju svona inn, orðinu „Pocahontas“ til að skjóta á öldungadeildarþingmann, þú veist, það á heima í kosningabaráttunni. Það á ekki heima í salnum þar sem er verið að heiðra stríðshetjurnar okkar,“ sagði Bagaye við CNN. Hann segist ennfremur hafa upplifað notkun Trump á nafni frumbyggjastúlkunnar, sem hefur meðal annars verið viðfangsefni Disney-teiknimyndar, sem kynþáttalast. John Norwood, aðalritari samband bandarískra frumbyggja, hefur tekið í sama streng og sagt ummæli Trump „bera keim af rasisma“. Warren sjálf sagði að Trump hefði ítrekað reynt að þagga niður í sér með uppnefnum sem þessum. Honum yrði þó ekki kápan úr því klæðinu. „Það er ákaflega óheppilegt að forseti Bandaríkjanna komist ekki einu sinni í gegnum athöfn til að heiðra þessar hetjur án þess að þurfa að varpa fram kynþáttalasti,“ sagði Warren við MSNBC í gær. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, reyndi að beina gagnrýninni að Warren þegar hún var spurð um ummæli Trump á blaðmannafundi í gær. Fullyrðingar hennar um frumbyggjauppruna sinn væru það sem raunverulega væri móðgandi. Sagði hún það „fáránlegt“ að kalla uppnefni Trump kynþáttalast, að því er kemur fram í frétt Politico.
Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira