Einkunnir jafnari á samræmdu prófunum en áður var reyndin Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Margt er ánægjulegt í samræmdu prófunum að mati sviðsstjóra matssviðs hjá Menntamálastofnun. vísir/pjetur „Okkur finnst sérstakt að sjá hvernig niðurstöður sýna jafnari mun milli kjördæma. Það höfum við ekki séð í eldri bekkjum,“ segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun. Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla sem fram fóru í september hafa verið birtar.Sverrir ÓskarssonSverrir bendir á að nemendur í Norðausturkjördæmi standi sig best í íslensku í 4. bekk en nemendur í Suðurkjördæmi standa sig best í stærðfræði. Í 7. bekk standa nemendur í Suðvesturkjördæmi sig best í íslensku en nemendur í Reykjavík standa sig best í stærðfræði. „Það er svolítið merkilegt hvað þetta dreifist jafnar en áður. Það virðist vera góður framgangur hjá mörgum, þannig séð. Enn fremur er ánægjulegt að sjá hversu mikið Norðausturkjördæmi er að bæta sig, sýna flottar framfarir bæði í 4. og 7. bekk,“ segir Sverrir. Sé rýnt í niðurstöðurnar sést að nemendur í Fellaskóla voru með lökustu frammistöðuna í íslensku, bæði í 4. og 7. bekk. Hins vegar er frammistaða nemenda í Varmahlíðarskóla lökust af öllum nemendum í 4. bekk á landinu. En í 7. bekk voru nemendur Klébergsskóla lakastir í stærðfræði. Menntamálastofnun undirstrikar að mikilvægt sé að fara varlega í að túlka niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga þar sem stærð skóla, þátttökuhlutfall nemenda, fjöldi nemenda með íslensku sem annað tungumál og annar breytileiki geti haft áhrif á niðurstöður. Sverrir fagnar því að skólar, sem eru með hátt hlutfall nemenda með íslensku sem annað tungumál, standi sig vel og séu duglegir að taka þátt. Hann bendir á skóla á Vesturlandi og Vestfjörðum sem dæmi. „Þeir eru með toppþátttöku og eru að standa sig þannig vel. Ég er svo glaður þegar ég sé að á Vestfjörðum er 92-93 prósent þátttaka. Það segir mér að þetta sé metnaðarfullt skólastarf,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris leggur Menntamálastofnun mikla áherslu á það við skólastjórnendur að prófin séu notuð með nemendum, foreldrum og kennurum til að veita endurgjöf og breyta kennsluáherslum ef þess er þörf. „Noti þetta sem tól í stefnumótun til hliðar við annað námsmat og aðrar áherslur í kennslu.“ Þá segir Sverrir að fyrirlagning prófanna hafi gengið vel að þessu sinni og yfir 90 prósent skólastjóra segja að vel hafi tekist til í könnun sem var gerð. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
„Okkur finnst sérstakt að sjá hvernig niðurstöður sýna jafnari mun milli kjördæma. Það höfum við ekki séð í eldri bekkjum,“ segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun. Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla sem fram fóru í september hafa verið birtar.Sverrir ÓskarssonSverrir bendir á að nemendur í Norðausturkjördæmi standi sig best í íslensku í 4. bekk en nemendur í Suðurkjördæmi standa sig best í stærðfræði. Í 7. bekk standa nemendur í Suðvesturkjördæmi sig best í íslensku en nemendur í Reykjavík standa sig best í stærðfræði. „Það er svolítið merkilegt hvað þetta dreifist jafnar en áður. Það virðist vera góður framgangur hjá mörgum, þannig séð. Enn fremur er ánægjulegt að sjá hversu mikið Norðausturkjördæmi er að bæta sig, sýna flottar framfarir bæði í 4. og 7. bekk,“ segir Sverrir. Sé rýnt í niðurstöðurnar sést að nemendur í Fellaskóla voru með lökustu frammistöðuna í íslensku, bæði í 4. og 7. bekk. Hins vegar er frammistaða nemenda í Varmahlíðarskóla lökust af öllum nemendum í 4. bekk á landinu. En í 7. bekk voru nemendur Klébergsskóla lakastir í stærðfræði. Menntamálastofnun undirstrikar að mikilvægt sé að fara varlega í að túlka niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga þar sem stærð skóla, þátttökuhlutfall nemenda, fjöldi nemenda með íslensku sem annað tungumál og annar breytileiki geti haft áhrif á niðurstöður. Sverrir fagnar því að skólar, sem eru með hátt hlutfall nemenda með íslensku sem annað tungumál, standi sig vel og séu duglegir að taka þátt. Hann bendir á skóla á Vesturlandi og Vestfjörðum sem dæmi. „Þeir eru með toppþátttöku og eru að standa sig þannig vel. Ég er svo glaður þegar ég sé að á Vestfjörðum er 92-93 prósent þátttaka. Það segir mér að þetta sé metnaðarfullt skólastarf,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris leggur Menntamálastofnun mikla áherslu á það við skólastjórnendur að prófin séu notuð með nemendum, foreldrum og kennurum til að veita endurgjöf og breyta kennsluáherslum ef þess er þörf. „Noti þetta sem tól í stefnumótun til hliðar við annað námsmat og aðrar áherslur í kennslu.“ Þá segir Sverrir að fyrirlagning prófanna hafi gengið vel að þessu sinni og yfir 90 prósent skólastjóra segja að vel hafi tekist til í könnun sem var gerð.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira