Titringur innan nýju stjórnarflokkanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. nóvember 2017 04:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hafði verið afskrifaður af flestum við lagninu ráðherrakapals. Valið virðist standa á milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar. vísir/eyþór Taugatitringur einkennir lokametra stjórnarmyndunarviðræðnanna. Enn liggur ekki fyrir hvort Vinstri græn hafa níu eða ellefu þingmenn, en Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson taka afstöðu til samstarfsins á flokksráðsfundi í dag. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sem lengst af hefur verið talinn í mestri hættu á að hverfa úr ríkisstjórn, berst nú fyrir lífi sínu á ráðherrastóli. Baráttan um síðasta lausa ráðherrastól Sjálfstæðisflokksins er einkum milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, en aðrir sitjandi ráðherrar verða áfram í ríkisstjórn samkvæmt heimildum. Þótt erfitt geti reynst fyrir Bjarna að ganga fram hjá Kristjáni Þór sem hafur lengsta reynslu sem ráðherra og er fyrsti þingmaður síns kjördæmis, er Jón Gunnarsson sagður hafa verið mjög duglegur ráðherra í samanburði við Kristján Þór sem lagði ekkert frumvarp fram í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þótt samið hafi verið um verkaskiptingu milli flokkanna eru breytingar þar að lútandi ekki útilokaðar allt fram á síðustu stundu, en formenn flokkanna ræddu við þingflokka sína í dag um ráðherraefni og mögulegt er að þau samtöl hafi áhrif á hvaða ráðuneyti flokkarnir fá. Þó mun liggja fyrir að Lilja Alfreðsdóttir verður menntamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson verður áfram í utanríkisráðuneytinu og Sigríður Andersen verður með dómsmálin. Líkt og greint hefur verið frá verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, Bjarni Benediktsson verður með fjármálin og Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis. Fjölmiðlaumfjöllun hefur sett töluvert mark á viðræðurnar allt frá upphafi þeirra. Mikillar tortryggni gætir innan allra flokkanna, ekki síst Vinstri grænna, eftir að einstök atriði úr málefnasamningi láku til fjölmiðla í gær, þar á meðal um stofnun stöðugleikasjóðs, hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins og hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósent en fjallað er um áhrif hækkunarinnar í Markaðinum í dag. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45 Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Taugatitringur einkennir lokametra stjórnarmyndunarviðræðnanna. Enn liggur ekki fyrir hvort Vinstri græn hafa níu eða ellefu þingmenn, en Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson taka afstöðu til samstarfsins á flokksráðsfundi í dag. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sem lengst af hefur verið talinn í mestri hættu á að hverfa úr ríkisstjórn, berst nú fyrir lífi sínu á ráðherrastóli. Baráttan um síðasta lausa ráðherrastól Sjálfstæðisflokksins er einkum milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, en aðrir sitjandi ráðherrar verða áfram í ríkisstjórn samkvæmt heimildum. Þótt erfitt geti reynst fyrir Bjarna að ganga fram hjá Kristjáni Þór sem hafur lengsta reynslu sem ráðherra og er fyrsti þingmaður síns kjördæmis, er Jón Gunnarsson sagður hafa verið mjög duglegur ráðherra í samanburði við Kristján Þór sem lagði ekkert frumvarp fram í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þótt samið hafi verið um verkaskiptingu milli flokkanna eru breytingar þar að lútandi ekki útilokaðar allt fram á síðustu stundu, en formenn flokkanna ræddu við þingflokka sína í dag um ráðherraefni og mögulegt er að þau samtöl hafi áhrif á hvaða ráðuneyti flokkarnir fá. Þó mun liggja fyrir að Lilja Alfreðsdóttir verður menntamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson verður áfram í utanríkisráðuneytinu og Sigríður Andersen verður með dómsmálin. Líkt og greint hefur verið frá verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, Bjarni Benediktsson verður með fjármálin og Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis. Fjölmiðlaumfjöllun hefur sett töluvert mark á viðræðurnar allt frá upphafi þeirra. Mikillar tortryggni gætir innan allra flokkanna, ekki síst Vinstri grænna, eftir að einstök atriði úr málefnasamningi láku til fjölmiðla í gær, þar á meðal um stofnun stöðugleikasjóðs, hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins og hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósent en fjallað er um áhrif hækkunarinnar í Markaðinum í dag.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45 Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45
Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30