Munu ekki lengur sætta sig við ósanngjarna viðskiptahætti Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2017 12:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú á ferðalagi um Asíu. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin munu ekki lengur sætta sig við að verða misnotuð á sviði viðskipta. Trump sagði þetta í ræðu á fundi APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem nú fer fram í Víetnam. Trump sagði að hann myndi ávallt setja hagsmuni Bandaríkjanna í fyrsta sæti og að önnur aðildarríki APEC þurfi að taka upp viðskiptahætti sem skili sér í gagnkvæmum ávinningi aðilanna. BBC segir frá. Xi Jinping Kínaforseti sagði í ræðu sinni að ekki væri hægt stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Alls eiga 21 ríki aðild að APEC, en verg landsframleiðsla ríkjanna er um 60 prósent af heimsframleiðslu. Trump er nú á tólf daga ferðalagi um Asíu þar sem hann hefur þegar heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam, en næst liggur leiðin til Filippseyja. Í fyrsta ári sínu í embætti hefur Trump dregið Bandaríkin úr viðræðum um gerð fríverslunarsamnings tólf Kyrrahafsríkja, þar sem hann telur samninginn skaða hagsmuni Bandaríkjanna.Gagnrýnir WTO Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO og sagði hana ekki geta starfað með skilvirkum hætti ef öll aðildarríkin virtu ekki regluverkið. Benti forsetinn á að önnur ríki hafi ekki svarað í sömu mynt þegar Bandaríkin hafi rutt viðskiptahindrunum úr vegi. Hann vildi þó ekki kenna öðrum APEC-ríkjum um heldur gagnrýndi hann fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna um að hafa leyft málum að þróast á þennan veg. Trump opnaði svo á gerð tvíhliða viðskiptasamninga við hvert það ríki sem reiðubúið sé til samninga. Slíkir samningar yrðu þó að byggja á gagnkvæmri virðingu og ávinningi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00 Pútín og Trump funda ekki Dagskrá leiðtoganna leyfði það ekki. 10. nóvember 2017 08:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin munu ekki lengur sætta sig við að verða misnotuð á sviði viðskipta. Trump sagði þetta í ræðu á fundi APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem nú fer fram í Víetnam. Trump sagði að hann myndi ávallt setja hagsmuni Bandaríkjanna í fyrsta sæti og að önnur aðildarríki APEC þurfi að taka upp viðskiptahætti sem skili sér í gagnkvæmum ávinningi aðilanna. BBC segir frá. Xi Jinping Kínaforseti sagði í ræðu sinni að ekki væri hægt stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Alls eiga 21 ríki aðild að APEC, en verg landsframleiðsla ríkjanna er um 60 prósent af heimsframleiðslu. Trump er nú á tólf daga ferðalagi um Asíu þar sem hann hefur þegar heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam, en næst liggur leiðin til Filippseyja. Í fyrsta ári sínu í embætti hefur Trump dregið Bandaríkin úr viðræðum um gerð fríverslunarsamnings tólf Kyrrahafsríkja, þar sem hann telur samninginn skaða hagsmuni Bandaríkjanna.Gagnrýnir WTO Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO og sagði hana ekki geta starfað með skilvirkum hætti ef öll aðildarríkin virtu ekki regluverkið. Benti forsetinn á að önnur ríki hafi ekki svarað í sömu mynt þegar Bandaríkin hafi rutt viðskiptahindrunum úr vegi. Hann vildi þó ekki kenna öðrum APEC-ríkjum um heldur gagnrýndi hann fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna um að hafa leyft málum að þróast á þennan veg. Trump opnaði svo á gerð tvíhliða viðskiptasamninga við hvert það ríki sem reiðubúið sé til samninga. Slíkir samningar yrðu þó að byggja á gagnkvæmri virðingu og ávinningi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00 Pútín og Trump funda ekki Dagskrá leiðtoganna leyfði það ekki. 10. nóvember 2017 08:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00