Heimir: Er ekki þannig gerður að ég muni stökkva frá borði þótt eitthvað bjóðist á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2017 19:37 Heimir Guðjónsson hefði viljað ljúka þjálfaraferlinum hjá FH á annan hátt. Hann segir að það hafi verið afrek að tryggja liðinu Evrópusæti í sumar. Heimir gerði tveggja ára samning við færeyska liðið HB á dögunum. Heimir var í viðtali hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar tvö þar sem hann gerði upp kveðjustund sína og FH-inga. Það kom mörgum á óvart að Heimir skyldi semja við HB í Færeyjum en staða hans var þröng eftir að samningi hans hjá FH var sagt upp í byrjun október. „HB er það lið sem hefur unnið flesta titla i Færeyjum eða 22 titla. Það er alltaf gerð krafa á árangur þarna og mér finnst gott að vinna í svoleiðis umhverfi,“ sagði Heimir. Heimir útilokar að þjálfa á Íslandi næsta sumar. Hann gerði tveggja ára samning. „Ég ræddi það við forráðamenn HB að ég myndi ekki fara að stökkva frá borði þó að það byðist eitthvað á Íslandi. Ég er ekki þannig gerður. Ég held að það sé miklu betra fyrir mig að klára þetta verkefni og sjá svo til hvað sé í boði eftir það,“ sagði Heimir. Heimir segist að hafa viljað ljúka ferlinum á annan hátt hjá FH. „Auðvitað hefði maður viljað eftir 17 ár að það hefði verið að ljúka þessu betur. Það gerðist ekki en ég lít bara fram á veginn. Ef ég ætlaði að fara að hugsa of mikið um þetta þá myndi ég bara kæfa sjálfan mig,“ sagði Heimir. Hann segir ennfremur að það hafi verið afrek að ná Evrópusæti með FH í sumar. „Á endanum tel ég það að það hafi verið þjálffræðilegt afrek að koma þessu liði inn í Evrópukeppnina. Miðað við það sem gekk á en núna tekur bara nýr þjálfari við og ég ætla að vona að FH gangi vel í framtíðinni,“ sagði Heimir. Er erfitt á milli hans og formannsins Jóns Rúnars Halldórssonar „Það er ekkert erfitt á milli en eins og ég sagði áðan þá hefði ég viljað að þetta hefði endað betur. Hann bara vinnur sína vinnu og ég vinn mína vinnu. Svo heldur bara lífið áfram,“ sagði Heimir. Það má horfa á alla frétt Heimis í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Heimir Guðjónsson hefði viljað ljúka þjálfaraferlinum hjá FH á annan hátt. Hann segir að það hafi verið afrek að tryggja liðinu Evrópusæti í sumar. Heimir gerði tveggja ára samning við færeyska liðið HB á dögunum. Heimir var í viðtali hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar tvö þar sem hann gerði upp kveðjustund sína og FH-inga. Það kom mörgum á óvart að Heimir skyldi semja við HB í Færeyjum en staða hans var þröng eftir að samningi hans hjá FH var sagt upp í byrjun október. „HB er það lið sem hefur unnið flesta titla i Færeyjum eða 22 titla. Það er alltaf gerð krafa á árangur þarna og mér finnst gott að vinna í svoleiðis umhverfi,“ sagði Heimir. Heimir útilokar að þjálfa á Íslandi næsta sumar. Hann gerði tveggja ára samning. „Ég ræddi það við forráðamenn HB að ég myndi ekki fara að stökkva frá borði þó að það byðist eitthvað á Íslandi. Ég er ekki þannig gerður. Ég held að það sé miklu betra fyrir mig að klára þetta verkefni og sjá svo til hvað sé í boði eftir það,“ sagði Heimir. Heimir segist að hafa viljað ljúka ferlinum á annan hátt hjá FH. „Auðvitað hefði maður viljað eftir 17 ár að það hefði verið að ljúka þessu betur. Það gerðist ekki en ég lít bara fram á veginn. Ef ég ætlaði að fara að hugsa of mikið um þetta þá myndi ég bara kæfa sjálfan mig,“ sagði Heimir. Hann segir ennfremur að það hafi verið afrek að ná Evrópusæti með FH í sumar. „Á endanum tel ég það að það hafi verið þjálffræðilegt afrek að koma þessu liði inn í Evrópukeppnina. Miðað við það sem gekk á en núna tekur bara nýr þjálfari við og ég ætla að vona að FH gangi vel í framtíðinni,“ sagði Heimir. Er erfitt á milli hans og formannsins Jóns Rúnars Halldórssonar „Það er ekkert erfitt á milli en eins og ég sagði áðan þá hefði ég viljað að þetta hefði endað betur. Hann bara vinnur sína vinnu og ég vinn mína vinnu. Svo heldur bara lífið áfram,“ sagði Heimir. Það má horfa á alla frétt Heimis í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira