Ólíkur boðskapur þeirra Xi og Trumps Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Þótt þeir hafi ekki fundað í einrúmi á leiðtogafundinum hittust Trump og Pútín og tókust í hendur. Nordicphotos/AFP Leiðtogafundur APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, var settur í Víetnam í gær. Á meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. Útskýrðu þessir tveir valdamestu menn heims stefnur sínar í milliríkjaviðskiptum og var töluverður munur á málflutningi þeirra félaga. Til stóð að Trump myndi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Víetnam. Bandaríkjamenn ákváðu hins vegar að hætta við fundinn. Aðspurður um ástæðu þess sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands: „Af hverju spyrðu mig um það? Við heyrðum að Trump forseti vildi funda með Pútín forseta. Ég veit ekki hvað þessir skriffinnar hans eru að segja núna.“ Trump tók til máls á leiðtogafundinum á undan Xi og var kjarni boðskapar hans einfaldur: „Bandaríkin í fyrsta sæti.“ Sagði Bandaríkjaforseti að hann myndi ekki leyfa viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart Asíuríkjum að viðgangast. Hann áfelldist jafnframt ekki Kína eða önnur Asíuríki fyrir að notfæra sér aðgerðaleysi fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þessum málum. „Ef ráðamenn viðkomandi ríkja komast upp með það eru þeir bara að vinna vinnuna sína,“ sagði Trump og bætti við: „Ég vildi að fyrri ríkisstjórnir landsins míns hefðu séð hvað var í gangi og að þær hefðu gert eitthvað í þessu. Það gerðu þær ekki en ég mun taka á málinu. Frá og með þessum degi verður samkeppnisstaðan jöfn,“ sagði forsetinn. Sagðist hann alltaf mundu setja Bandaríkin í fyrsta sæti. „Rétt eins og ég býst við því að allir í þessum sal setji ríki sín í fyrsta sæti.“Trump og Xi skemmtu sér vel í Kína.nordicphotos/AFPAuðkýfingurinn var jafnframt harðorður í garð Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Sagði hann að stofnunin virkaði einfaldlega ekki ef aðildarríki virtu ekki regluverk hennar. Þá gagnrýndi hann viðstadda fyrir að hafa ekki afnumið tolla til jafns við Bandaríkin. „Svona vinnubrögð koma niður á mörgum í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn og bætti því við að fríverslun hefði kostað Bandaríkin milljónir starfa. Bandaríkjaforseti sagðist tilbúinn til þess að gera tvíhliða fríverslunarsamning við hvaða Asíu- eða Kyrrahafsríki sem væri tilbúið til þess að viðhalda sanngjörnum viðskiptaháttum. Það þyrfti þó alltaf að grundvallast á gagnkvæmri virðingu og hagnaði beggja ríkja. Fjölhliða fríverslunarsamningar væru hins vegar ekki inni í myndinni. Eitt af fyrstu verkum Trumps þegar hann tók við embætti Bandaríkjaforseta var að draga ríkið út úr fjölhliða fríverslunarsamningi tólf Asíu- og Kyrrahafsríkja, TPP. Andstæðingar Trumps gagnrýndu hann fyrir ákvörðunina og sögðu að samningurinn hefði fært samningsaðila nær Bandaríkjunum og fjær Kína. Forsetinn hélt því aftur á móti fram að samningurinn myndi leiða til þess að fjöldi Bandaríkjamanna missti atvinnu sína. Xi var ekki á sama máli og hinn bandaríski kollegi hans. Hann tók til máls örfáum mínútum eftir að Trump hafði lokið máli sínu og reyndi að styðja þá ímynd sem hann vill skapa Kína sem nýtt stórveldi á sviði fríverslunar. Kínverjinn sagði hnattvæðingu vera sögulega þróun sem ekki yrði snúið við en að endurhugsa þyrfti hugmyndafræðina að baki fríverslun svo verslunin yrði opnari, jafnari og hagkvæmari fyrir alla aðila. Þá varði hann jafnframt fjölhliða viðskiptasamninga og sagði þá vel til þess fallna að hjálpa fátækari ríkjum. „Við ættum að styðja gerð fjölhliða viðskiptasamninga og opna í auknum mæli fyrir milliríkjaviðskipti á svæðinu til þess að minna þróuð aðildarríki geti hagnast meira á milliríkjaviðskiptum og fjárfestingum,“ sagði Xi. Bandaríkjaforseti var staddur í Víetnam vegna tólf daga og fimm ríkja Asíureisu sinnar. Áður hafði hann komið við í Japan, Suður-Kóreu og Kína en næst liggur leiðin til Filippseyja. Á meðan Trump var staddur í Kína var tilkynnt um gerð viðskiptasamninga sem BBC segir virði 250 milljarða Bandaríkjadala. Mikill halli er á viðskiptum Bandaríkjanna við Kína. Í fyrra fluttu Bandaríkin inn kínverskar vörur fyrir 462,6 milljarða dala en bandarískar vörur til Kína fyrir 115,6 milljarða dala. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Leiðtogafundur APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, var settur í Víetnam í gær. Á meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. Útskýrðu þessir tveir valdamestu menn heims stefnur sínar í milliríkjaviðskiptum og var töluverður munur á málflutningi þeirra félaga. Til stóð að Trump myndi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Víetnam. Bandaríkjamenn ákváðu hins vegar að hætta við fundinn. Aðspurður um ástæðu þess sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands: „Af hverju spyrðu mig um það? Við heyrðum að Trump forseti vildi funda með Pútín forseta. Ég veit ekki hvað þessir skriffinnar hans eru að segja núna.“ Trump tók til máls á leiðtogafundinum á undan Xi og var kjarni boðskapar hans einfaldur: „Bandaríkin í fyrsta sæti.“ Sagði Bandaríkjaforseti að hann myndi ekki leyfa viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart Asíuríkjum að viðgangast. Hann áfelldist jafnframt ekki Kína eða önnur Asíuríki fyrir að notfæra sér aðgerðaleysi fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þessum málum. „Ef ráðamenn viðkomandi ríkja komast upp með það eru þeir bara að vinna vinnuna sína,“ sagði Trump og bætti við: „Ég vildi að fyrri ríkisstjórnir landsins míns hefðu séð hvað var í gangi og að þær hefðu gert eitthvað í þessu. Það gerðu þær ekki en ég mun taka á málinu. Frá og með þessum degi verður samkeppnisstaðan jöfn,“ sagði forsetinn. Sagðist hann alltaf mundu setja Bandaríkin í fyrsta sæti. „Rétt eins og ég býst við því að allir í þessum sal setji ríki sín í fyrsta sæti.“Trump og Xi skemmtu sér vel í Kína.nordicphotos/AFPAuðkýfingurinn var jafnframt harðorður í garð Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Sagði hann að stofnunin virkaði einfaldlega ekki ef aðildarríki virtu ekki regluverk hennar. Þá gagnrýndi hann viðstadda fyrir að hafa ekki afnumið tolla til jafns við Bandaríkin. „Svona vinnubrögð koma niður á mörgum í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn og bætti því við að fríverslun hefði kostað Bandaríkin milljónir starfa. Bandaríkjaforseti sagðist tilbúinn til þess að gera tvíhliða fríverslunarsamning við hvaða Asíu- eða Kyrrahafsríki sem væri tilbúið til þess að viðhalda sanngjörnum viðskiptaháttum. Það þyrfti þó alltaf að grundvallast á gagnkvæmri virðingu og hagnaði beggja ríkja. Fjölhliða fríverslunarsamningar væru hins vegar ekki inni í myndinni. Eitt af fyrstu verkum Trumps þegar hann tók við embætti Bandaríkjaforseta var að draga ríkið út úr fjölhliða fríverslunarsamningi tólf Asíu- og Kyrrahafsríkja, TPP. Andstæðingar Trumps gagnrýndu hann fyrir ákvörðunina og sögðu að samningurinn hefði fært samningsaðila nær Bandaríkjunum og fjær Kína. Forsetinn hélt því aftur á móti fram að samningurinn myndi leiða til þess að fjöldi Bandaríkjamanna missti atvinnu sína. Xi var ekki á sama máli og hinn bandaríski kollegi hans. Hann tók til máls örfáum mínútum eftir að Trump hafði lokið máli sínu og reyndi að styðja þá ímynd sem hann vill skapa Kína sem nýtt stórveldi á sviði fríverslunar. Kínverjinn sagði hnattvæðingu vera sögulega þróun sem ekki yrði snúið við en að endurhugsa þyrfti hugmyndafræðina að baki fríverslun svo verslunin yrði opnari, jafnari og hagkvæmari fyrir alla aðila. Þá varði hann jafnframt fjölhliða viðskiptasamninga og sagði þá vel til þess fallna að hjálpa fátækari ríkjum. „Við ættum að styðja gerð fjölhliða viðskiptasamninga og opna í auknum mæli fyrir milliríkjaviðskipti á svæðinu til þess að minna þróuð aðildarríki geti hagnast meira á milliríkjaviðskiptum og fjárfestingum,“ sagði Xi. Bandaríkjaforseti var staddur í Víetnam vegna tólf daga og fimm ríkja Asíureisu sinnar. Áður hafði hann komið við í Japan, Suður-Kóreu og Kína en næst liggur leiðin til Filippseyja. Á meðan Trump var staddur í Kína var tilkynnt um gerð viðskiptasamninga sem BBC segir virði 250 milljarða Bandaríkjadala. Mikill halli er á viðskiptum Bandaríkjanna við Kína. Í fyrra fluttu Bandaríkin inn kínverskar vörur fyrir 462,6 milljarða dala en bandarískar vörur til Kína fyrir 115,6 milljarða dala.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira