Írski bardagamaðurinn Conor McGregor var heldur betur ánægður með sigur liðsfélaga síns Charlie Ward á bardagakvöldi í Dublin í kvöld.
Charlie Ward vann þá John Redmond á lokasekúndunum í fyrstu lotu á Bellator 187 bardagakvöldinu.
Um leið og sigur Charlie Ward var í höfn þá ruddist Conor McGregor inn í búrið til hans og hoppaði beint í fangið á liðsfélaga sínum.
Marc Goddard, dómari bardagans, skipaði Conor McGregor að yfirgefa búrið og Írinn var allt annað en sáttur með það.
Þeir Conor McGregor og Marc Goddard eiga sína sögu og því var óvenju stuttur þráður hjá Conor McGregor í þessu tilfelli.
Conor hrinti meðal annars dómaranum en aðstoðarmenn Charlie Ward sáu til þess að McGregor gengi ekki lengra og réðist á Marc Goddard.
Conor McGregor endaði síðan á því að yfirgefa búrið án mikilla vandræða.
Það má sjá þennan endi á bardaganum hér fyrir neðan.
Madness in Dublin thanks to @TheNotoriousMMA!!! DO NOT miss #Bellator187 TONIGHT on @spike 9/8c pic.twitter.com/BGWcOBDvFb
— Bellator MMA (@BellatorMMA) November 10, 2017