Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. nóvember 2017 13:30 Mál Macchiarinis hafa verið í umræðunni í liðinni viku eftir að rannsóknarnefnd Háskóla Íslands og Landspítalans birti skýrslu í upphafi vikunnar um þátt íslenskra lækna og fræðimanna í aðgerðinni, meðferðinni eftir hana og vísindagrein um hana í læknatímaritinu The Lancet. EPA Það hefur komið betur og betur ljós á undanförnum árum að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini er svikahrappur. Macchiarini öðlaðist frægð árið 2008 þegar hann græddi nábarka í spænska konu. Hann varð heimsfrægur þremur árum síðar þegar hann græddi plastbarka, þakinn stofnfrumum, í Erítreumanninn Andemariam Beyene. Sá hafði verið við nám hér á landi og var vísað á Paolo af íslenskum læknum. Mál Macchiarinis hafa verið í umræðunni í liðinni viku eftir að rannsóknarnefnd Háskóla Íslands og Landspítalans birti skýrslu í upphafi vikunnar um þátt íslenskra lækna og fræðimanna í aðgerðinni, meðferðinni eftir hana og vísindagrein um hana í læknatímaritinu The Lancet. Í skýrslunni er meðal annars dregin sú ályktun að íslenskir læknar hafi ekki sýnt af sér nægilega aðgæslu í samskiptum við hann en einnig er sagt að Macchiarini hafi hreint út sagt reynt að notfæra sér kollega sína. Með hverri skýrslu sem gerð er um mál plastbarkaaðgerða Macchiarinis kemur í ljós nýr skandall. Hann hefur orðið uppvís að því að sniðganga siðanefndir, blekkja háskólastofnanir og samlækna sína. Blekkingarnar ná ekki aðeins til starfsframa hans heldur teygja þær sig einnig inn í einkalíf hans. Macchiarini fæddist í Basel í Sviss árið 1958. Hann sótti sér gráður sem læknir og síðar skurðlæknir í læknadeild háskólans í Pisa. Á ferilskrá hans má finna störf við háskóla og háskólasjúkrahús í Hannover, Barcelona, London og Franche-Comté. Fjölmargir þessara skóla hafa hins vegar dregið í land með Macchiarini eftir að mál hans komust í hámæli. Í skýrslum sænskra rannsakenda var meðal annars fjallað sérstaklega um ráðningu Macchiarinis til Karolinska. Var þar sagt að aldrei hefði átt að ráða hann þangað. Frá sjúkrahúsum sem hann hafði áður unnið á höfðu borist upplýsingar um hæfni hans sem skurðlæknir. Engum duldist að hann var einn sá allra færasti í heiminum þegar að því kom að meðhöndla hnífinn en hins vegar ætti hann til að vera skeytingarlaus gagnvart ráðleggingum samlækna um hvers konar aðgerð eða meðferð væri rétt að framkvæma. Í skýrslunum kemur einnig fram að þegar Macchiarini var ráðinn til Karolinska árið 2010 höfðu stjórnendur Karolinska háskólans umtalsvert meiri áhuga á að fá hann til starfa heldur en Karolinska sjúkrahúsið.Macchiarini öðlaðist frægð með því að græða nábarka í sjúklinga. Þessi mynd er úr slíkri aðgerð sem gerð var í Flórens árið 2010.Þetta kemur til að mynda skýrt fram í samskiptum Tómasar Guðbjartssonar við Macchiarini. Upphaflega stóð til að vísa Beyene til Karolinska til rannsókna og til að kanna hvers konar aðgerð væri möguleg. Var sérstakur laserskurður nefndur sérstaklega í því samhengi af hálfu Tómasar. Þær tillögur lét Macchiarini sem vind um eyrun þjóta og virtist strax verða ákveðinn í að græða eitthvað í sjúklinginn. Fékk hann Tómas meðal annars til þess að breyta texta í tilvísun sinni að því er virðist gagngert í þeim tilgangi að koma plastbarkanum fyrir. Sagði hann að breytingin væri til þess að koma málinu í gegn hjá siðanefnd en engin slík umsókn var send af stað. Sjálfur segir Tómas að Macchiarini hafi blekkt sig með þessu athæfi sínu. Slíkar sögur eru alls ekkert einsdæmi. Árið 2016 birtist í bandaríska tímaritinu Vanity Fair viðtal við fyrrverandi unnustu Macchiarinis. Sú heitir Benita Alexander en hún starfaði sem framleiðandi hjá NBC sjónvarpsstöðinni. Árið 2009, eftir nábarkaígræðsluna, vann stöðin að þætti um Macchiarini og störf hans. Við gerð þáttanna felldu þau hugi saman og áttu í sambandi. Í viðtalinu lýsir Benita Alexander rómantískum ferðum um heiminn auk heimsókna til Stokkhólms. Þau voru í fjarsambandi, Benita í New York en Paolo í Svíþjóð, í um sex ár. Á jóladag árið 2013 bað skurðlæknirinn Benitu sem svaraði játandi.Paolo með fyrrverandi unnustu sinni sem varð fyrir blekkingum hans.EPABrúðkaupið skyldi fara fram á sumarmánuðum ársins 2015. Allt stefndi í að þetta yrði brúðkaup fullt af fyrirmennum. Enginn annar en páfinn átti að gefa þau saman en Macchiarini tjáði henni að hann væri persónulegur læknir páfans. Ekki nóg með að hann sæi um sjálfa vígsluna heldur átti athöfnin og veislan að fara fram í Gandolfo-kastala, persónulegum sumarhíbýlum páfans. Á gestalistanum yrðu fleiri sem tengdust lækninum vinaböndum. Vladimír Pútin og Barack Obama voru báðir væntanlegir sem og Hillary Clinton og Nicolas Sarkozy.Mynd frá Bandaríkjunum árið 2013 sem sýnir undirbúning plastbarkaaðgerðar sem gerð var á tveggja ára barni sem fæddist án barka. Macchiarini, sem hér heldur á barkanum, gerði þrjár slíkar aðgerðir á Karolinska en fleiri víðar um heim.NORDIC PHOTOS/AFP„Þetta var rómaður og farsæll skurðlæknir sem við höfðum elt um veröldina í tengslum við heimildarmyndina. Sú hugsun, að hann væri að ljúga þessu öllu saman, var í raun súrrealísk. Sagan var of fáránleg til að geta verið lygi,“ sagði Alexander meðal annars við Vanity Fair. Trúlofuninni var slitið þegar vinur hennar benti henni á að samkvæmt dagskrá páfans væri hann bókaður í ferð um Suður-Ameríku á sjálfan brúðkaupsdaginn. Að auki kom í ljós að Paolo Macchiarini var kvæntur og átti tvö börn með eiginkonu sinni. Í umfjöllun Vanity Fair er einnig sagt frá því hvernig Macchiarini falsaði stöður á ferilskrá sinni. Þær falsanir urðu meðal annars til þess að hann komst að hjá öðrum sjúkrahúsum og menntastofnunum síðar meir. Þær stofnanir leyfðu fullyrðingunum að standa í einhverja stund þar sem það þótti skaða orðspor þeirra að hafa fallið fyrir blekkingum læknisins. Eftir að upp komst um plastbarkamisferlið var Macchiarini rekinn með skömm frá Karolinska. Hann var kærður fyrir manndráp af gáleysi en það mál fellt niður. Þá hefur hann einnig hlotið kærur fyrir brot á lyfjalögum og að hafa fengið sjúklinga til að breyta sjúkrasögu sinni í því skyni að fá að skera þá upp. Akademískur og klínískur ferill mannsins, sem eitt sinn þótti líklegur til að hljóta Nóbelinn í læknisfræði, er búinn. Plastbarkamálið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Það hefur komið betur og betur ljós á undanförnum árum að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini er svikahrappur. Macchiarini öðlaðist frægð árið 2008 þegar hann græddi nábarka í spænska konu. Hann varð heimsfrægur þremur árum síðar þegar hann græddi plastbarka, þakinn stofnfrumum, í Erítreumanninn Andemariam Beyene. Sá hafði verið við nám hér á landi og var vísað á Paolo af íslenskum læknum. Mál Macchiarinis hafa verið í umræðunni í liðinni viku eftir að rannsóknarnefnd Háskóla Íslands og Landspítalans birti skýrslu í upphafi vikunnar um þátt íslenskra lækna og fræðimanna í aðgerðinni, meðferðinni eftir hana og vísindagrein um hana í læknatímaritinu The Lancet. Í skýrslunni er meðal annars dregin sú ályktun að íslenskir læknar hafi ekki sýnt af sér nægilega aðgæslu í samskiptum við hann en einnig er sagt að Macchiarini hafi hreint út sagt reynt að notfæra sér kollega sína. Með hverri skýrslu sem gerð er um mál plastbarkaaðgerða Macchiarinis kemur í ljós nýr skandall. Hann hefur orðið uppvís að því að sniðganga siðanefndir, blekkja háskólastofnanir og samlækna sína. Blekkingarnar ná ekki aðeins til starfsframa hans heldur teygja þær sig einnig inn í einkalíf hans. Macchiarini fæddist í Basel í Sviss árið 1958. Hann sótti sér gráður sem læknir og síðar skurðlæknir í læknadeild háskólans í Pisa. Á ferilskrá hans má finna störf við háskóla og háskólasjúkrahús í Hannover, Barcelona, London og Franche-Comté. Fjölmargir þessara skóla hafa hins vegar dregið í land með Macchiarini eftir að mál hans komust í hámæli. Í skýrslum sænskra rannsakenda var meðal annars fjallað sérstaklega um ráðningu Macchiarinis til Karolinska. Var þar sagt að aldrei hefði átt að ráða hann þangað. Frá sjúkrahúsum sem hann hafði áður unnið á höfðu borist upplýsingar um hæfni hans sem skurðlæknir. Engum duldist að hann var einn sá allra færasti í heiminum þegar að því kom að meðhöndla hnífinn en hins vegar ætti hann til að vera skeytingarlaus gagnvart ráðleggingum samlækna um hvers konar aðgerð eða meðferð væri rétt að framkvæma. Í skýrslunum kemur einnig fram að þegar Macchiarini var ráðinn til Karolinska árið 2010 höfðu stjórnendur Karolinska háskólans umtalsvert meiri áhuga á að fá hann til starfa heldur en Karolinska sjúkrahúsið.Macchiarini öðlaðist frægð með því að græða nábarka í sjúklinga. Þessi mynd er úr slíkri aðgerð sem gerð var í Flórens árið 2010.Þetta kemur til að mynda skýrt fram í samskiptum Tómasar Guðbjartssonar við Macchiarini. Upphaflega stóð til að vísa Beyene til Karolinska til rannsókna og til að kanna hvers konar aðgerð væri möguleg. Var sérstakur laserskurður nefndur sérstaklega í því samhengi af hálfu Tómasar. Þær tillögur lét Macchiarini sem vind um eyrun þjóta og virtist strax verða ákveðinn í að græða eitthvað í sjúklinginn. Fékk hann Tómas meðal annars til þess að breyta texta í tilvísun sinni að því er virðist gagngert í þeim tilgangi að koma plastbarkanum fyrir. Sagði hann að breytingin væri til þess að koma málinu í gegn hjá siðanefnd en engin slík umsókn var send af stað. Sjálfur segir Tómas að Macchiarini hafi blekkt sig með þessu athæfi sínu. Slíkar sögur eru alls ekkert einsdæmi. Árið 2016 birtist í bandaríska tímaritinu Vanity Fair viðtal við fyrrverandi unnustu Macchiarinis. Sú heitir Benita Alexander en hún starfaði sem framleiðandi hjá NBC sjónvarpsstöðinni. Árið 2009, eftir nábarkaígræðsluna, vann stöðin að þætti um Macchiarini og störf hans. Við gerð þáttanna felldu þau hugi saman og áttu í sambandi. Í viðtalinu lýsir Benita Alexander rómantískum ferðum um heiminn auk heimsókna til Stokkhólms. Þau voru í fjarsambandi, Benita í New York en Paolo í Svíþjóð, í um sex ár. Á jóladag árið 2013 bað skurðlæknirinn Benitu sem svaraði játandi.Paolo með fyrrverandi unnustu sinni sem varð fyrir blekkingum hans.EPABrúðkaupið skyldi fara fram á sumarmánuðum ársins 2015. Allt stefndi í að þetta yrði brúðkaup fullt af fyrirmennum. Enginn annar en páfinn átti að gefa þau saman en Macchiarini tjáði henni að hann væri persónulegur læknir páfans. Ekki nóg með að hann sæi um sjálfa vígsluna heldur átti athöfnin og veislan að fara fram í Gandolfo-kastala, persónulegum sumarhíbýlum páfans. Á gestalistanum yrðu fleiri sem tengdust lækninum vinaböndum. Vladimír Pútin og Barack Obama voru báðir væntanlegir sem og Hillary Clinton og Nicolas Sarkozy.Mynd frá Bandaríkjunum árið 2013 sem sýnir undirbúning plastbarkaaðgerðar sem gerð var á tveggja ára barni sem fæddist án barka. Macchiarini, sem hér heldur á barkanum, gerði þrjár slíkar aðgerðir á Karolinska en fleiri víðar um heim.NORDIC PHOTOS/AFP„Þetta var rómaður og farsæll skurðlæknir sem við höfðum elt um veröldina í tengslum við heimildarmyndina. Sú hugsun, að hann væri að ljúga þessu öllu saman, var í raun súrrealísk. Sagan var of fáránleg til að geta verið lygi,“ sagði Alexander meðal annars við Vanity Fair. Trúlofuninni var slitið þegar vinur hennar benti henni á að samkvæmt dagskrá páfans væri hann bókaður í ferð um Suður-Ameríku á sjálfan brúðkaupsdaginn. Að auki kom í ljós að Paolo Macchiarini var kvæntur og átti tvö börn með eiginkonu sinni. Í umfjöllun Vanity Fair er einnig sagt frá því hvernig Macchiarini falsaði stöður á ferilskrá sinni. Þær falsanir urðu meðal annars til þess að hann komst að hjá öðrum sjúkrahúsum og menntastofnunum síðar meir. Þær stofnanir leyfðu fullyrðingunum að standa í einhverja stund þar sem það þótti skaða orðspor þeirra að hafa fallið fyrir blekkingum læknisins. Eftir að upp komst um plastbarkamisferlið var Macchiarini rekinn með skömm frá Karolinska. Hann var kærður fyrir manndráp af gáleysi en það mál fellt niður. Þá hefur hann einnig hlotið kærur fyrir brot á lyfjalögum og að hafa fengið sjúklinga til að breyta sjúkrasögu sinni í því skyni að fá að skera þá upp. Akademískur og klínískur ferill mannsins, sem eitt sinn þótti líklegur til að hljóta Nóbelinn í læknisfræði, er búinn.
Plastbarkamálið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira