Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 18:59 Mótmælin byrjuðu í Barcelona en dreifðust svo um héraðið. Vísir/AFP Hundruð þúsunda manna ganga nú um götur Katalóníu og krefjast þess að leiðtogum héraðsins verði sleppt úr fangelsi. Fjöldi háttsettra embættismanna í Katalóníu hafa verið fangelsaðir vegna tilrauna þeirra til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Mótmælin byrjuðu í Barcelona en dreifðust svo um héraðið. Mótmælendurnir veifa fánum Katalóníu og kalla orðið frelsi ítrekað. Einnig hafa mótmælendur sést með borða sem á stendur „SOS Lýðræði“. AFP fréttaveitan segir lögregluna áætla að um 750 þúsund manns taki þátt í mótmælunum í Barcelona.Samkvæmt frétt Reuters hafa deilur komið upp á milli sjálfstæðisfylkinga í Katalóníu og einnig á milli leiðtoga fylkinganna og grasrótar þeirra. Carme Forcadell, forseta héraðsþings Katalóníu, var sleppt úr fangelsi fyrir helgi. Henni var sleppt eftir að hann samþykkti að afneita sjálfstæðishreyfingunni og mun hún því ekki geta barist fyrir sjálfstæði í kosningunum sem halda á í Katalóníu í desember. Flokki Carles Puigdemont, sem er nú í Belgíu, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegan framboðslista með annarri sjálfstæðisfylkingu og varaforseti Katalóníu, Oriol Junqueras, mun leiða flokk sinn, Esquerra Republicana, úr fangelsi. Alls sitja átta meðlimir í ríkisstjórn Katalóníu, sem yfirvöld Spánar hafa fellt niður, í fangelsi. Sex hefur verið sleppt gegn tryggingu og Puigdemont og fjórir aðrir eru í Belgíu að berjast gegn því að vera framseldir til Spánar. Þeir segjast ekki vilja fara þangað þar sem muni ekki fá sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar sem fólkið á yfir höfði sér varða, meðal annars, uppreisn, landráð og valdníðslu.Mótmælendurnir veifa fánum Katalóníu og kalla orðið frelsi ítrekað. Einnig hafa mótmælendur sést með borða sem á stendur „SOS Lýðræði“.Vísir/AFP Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Ákæra leiðtoga Katalóna fyrir uppreisn Spænskir saksóknarar hafa tilkynnt um ákærur á hendur leiðtogum héraðsstjórnar Katalóníu sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins á föstudag. 30. október 2017 12:31 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Hundruð þúsundir gengu gegn aðskilnaði Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag voru margir sem kölluðu eftir því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, yrði handtekinn. 29. október 2017 22:00 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Hundruð þúsunda manna ganga nú um götur Katalóníu og krefjast þess að leiðtogum héraðsins verði sleppt úr fangelsi. Fjöldi háttsettra embættismanna í Katalóníu hafa verið fangelsaðir vegna tilrauna þeirra til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Mótmælin byrjuðu í Barcelona en dreifðust svo um héraðið. Mótmælendurnir veifa fánum Katalóníu og kalla orðið frelsi ítrekað. Einnig hafa mótmælendur sést með borða sem á stendur „SOS Lýðræði“. AFP fréttaveitan segir lögregluna áætla að um 750 þúsund manns taki þátt í mótmælunum í Barcelona.Samkvæmt frétt Reuters hafa deilur komið upp á milli sjálfstæðisfylkinga í Katalóníu og einnig á milli leiðtoga fylkinganna og grasrótar þeirra. Carme Forcadell, forseta héraðsþings Katalóníu, var sleppt úr fangelsi fyrir helgi. Henni var sleppt eftir að hann samþykkti að afneita sjálfstæðishreyfingunni og mun hún því ekki geta barist fyrir sjálfstæði í kosningunum sem halda á í Katalóníu í desember. Flokki Carles Puigdemont, sem er nú í Belgíu, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegan framboðslista með annarri sjálfstæðisfylkingu og varaforseti Katalóníu, Oriol Junqueras, mun leiða flokk sinn, Esquerra Republicana, úr fangelsi. Alls sitja átta meðlimir í ríkisstjórn Katalóníu, sem yfirvöld Spánar hafa fellt niður, í fangelsi. Sex hefur verið sleppt gegn tryggingu og Puigdemont og fjórir aðrir eru í Belgíu að berjast gegn því að vera framseldir til Spánar. Þeir segjast ekki vilja fara þangað þar sem muni ekki fá sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar sem fólkið á yfir höfði sér varða, meðal annars, uppreisn, landráð og valdníðslu.Mótmælendurnir veifa fánum Katalóníu og kalla orðið frelsi ítrekað. Einnig hafa mótmælendur sést með borða sem á stendur „SOS Lýðræði“.Vísir/AFP
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Ákæra leiðtoga Katalóna fyrir uppreisn Spænskir saksóknarar hafa tilkynnt um ákærur á hendur leiðtogum héraðsstjórnar Katalóníu sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins á föstudag. 30. október 2017 12:31 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Hundruð þúsundir gengu gegn aðskilnaði Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag voru margir sem kölluðu eftir því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, yrði handtekinn. 29. október 2017 22:00 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22
Ákæra leiðtoga Katalóna fyrir uppreisn Spænskir saksóknarar hafa tilkynnt um ákærur á hendur leiðtogum héraðsstjórnar Katalóníu sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins á föstudag. 30. október 2017 12:31
Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48
Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00
Hundruð þúsundir gengu gegn aðskilnaði Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag voru margir sem kölluðu eftir því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, yrði handtekinn. 29. október 2017 22:00