Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 23:15 Roy Moore. Vísir/Getty Repúblikaninn Roy Moore segir það alrangt að hann hafi elst við táningsstúlkur þegar hann var á fertugsaldri. Kona að nafni Leigh Corfman steig fram í síðustu viku og sakaði Moore í viðtali við Washington Post um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Sjálfur segir Moore að Washington Post sé að reyna að klekkja á honum og að kjósendur muni sjá í gegnum þetta „leikrit“. Corfman sagði að Moore hefði klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Sjá einnig: Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Þrjár aðrar konur ræddu við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Í ræðu fyrir framan aðra repúblikana í Alabama sagði Moore að tímasetning fréttar Washington Post, svo skömmu fyrir kosningarnar, sýni fram á að um tilraun til að grafa undan framboði hans sé að ræða. „Þessar árásir snúast um börn og eru algerlega rangar og um eitthvað sem gerðist fyrir nærri því 40 árum. Auk þess að vera rangar eru þær særandi fyrir mig persónulega. Ég hefur verið giftur eiginkonu minni Kayla í nærri því 33 ár. Við eigum fjögur börn og börnin mín eiga fimm dætur,“ sagði Moore, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing „Ég tel mjög mikilvægt að vernda ung börn. Það að verða fyrir árásum fyrir meint kynferðisbrot fer þvert á feril minn í dómstólum. Ég vil að það sé bæði fjölmiðlum og öllum sem eru hér ljóst að ég hefur ekki útvegað börnum áfengi. Ég hef ekki brotið kynferðislega á neinum. Þessar ásakanir birtast fjórum og hálfri viku fyrir kosningarnar. Af hverju núna?“ spurði Moore. Lögmaður einnar konu sem Washington Post ræddi við sagði AP fréttaveitunni að þær hefðu verið táningar og hann hefði verið valdamikill saksóknari. Þær hefðu líklega óttast að hann myndi beita kröftum sínum gegn þeim, eins og hann hafi gert í vikunni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum MeToo Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Repúblikaninn Roy Moore segir það alrangt að hann hafi elst við táningsstúlkur þegar hann var á fertugsaldri. Kona að nafni Leigh Corfman steig fram í síðustu viku og sakaði Moore í viðtali við Washington Post um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Sjálfur segir Moore að Washington Post sé að reyna að klekkja á honum og að kjósendur muni sjá í gegnum þetta „leikrit“. Corfman sagði að Moore hefði klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Sjá einnig: Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Þrjár aðrar konur ræddu við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Í ræðu fyrir framan aðra repúblikana í Alabama sagði Moore að tímasetning fréttar Washington Post, svo skömmu fyrir kosningarnar, sýni fram á að um tilraun til að grafa undan framboði hans sé að ræða. „Þessar árásir snúast um börn og eru algerlega rangar og um eitthvað sem gerðist fyrir nærri því 40 árum. Auk þess að vera rangar eru þær særandi fyrir mig persónulega. Ég hefur verið giftur eiginkonu minni Kayla í nærri því 33 ár. Við eigum fjögur börn og börnin mín eiga fimm dætur,“ sagði Moore, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing „Ég tel mjög mikilvægt að vernda ung börn. Það að verða fyrir árásum fyrir meint kynferðisbrot fer þvert á feril minn í dómstólum. Ég vil að það sé bæði fjölmiðlum og öllum sem eru hér ljóst að ég hefur ekki útvegað börnum áfengi. Ég hef ekki brotið kynferðislega á neinum. Þessar ásakanir birtast fjórum og hálfri viku fyrir kosningarnar. Af hverju núna?“ spurði Moore. Lögmaður einnar konu sem Washington Post ræddi við sagði AP fréttaveitunni að þær hefðu verið táningar og hann hefði verið valdamikill saksóknari. Þær hefðu líklega óttast að hann myndi beita kröftum sínum gegn þeim, eins og hann hafi gert í vikunni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum MeToo Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira