„Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. nóvember 2017 19:00 Á fimmta hundrað eru látnir og fleiri en sjö þúsund slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta sem átti upptök sín við landamæri Íraks og Írans í gærkvöldi. Íslensk kona sem búsett er á svæðinu segir að erfitt hafi verið að yfirgefa heimili sitt á meðan skjálftinn reið yfir. Skjálftinn sem var af stærðinni 7,3 fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit auk Írans og Íraks. Mikil skelfing greip um sig þegar íbúar flúðu skjálftann út á götu. Miklar skemmdir má sjá á myndum sem hafa verið að berast frá hamfarasvæðum en talið er að um sjötíu þúsund manns eigi í engin hús að venda eftir skjálftann. Björgunarstarf hefur farið brösulega af stað þar sem erfitt hefur verið að komast á svæðin sökum skiðufalla, jarðvegshruns og hrunina bygginga og þá hefur víðtækt rafmagnsleysi ekki bætt úr skák. Alvarlegasta ástandið í bænum Sarpol-e Zahab í Íran, fimmtán kílómetrum frá landamærunum við Írak en stærsta sjúkrahús bæjarins varð illa úti í og hefur ekki getað sinnt þeim hundruðum sem þangað hafa leitað. Íslensk kona sem starfar í Írak býr í um 270 km fjarlægð frá upptökum skjálftans. „Ég sat í stofunni heima hjá mér og var að horfa á sjónvarpið, og allt í einu byrjaði sófinn aðeins að hristast og fór svo að hristast meira og meira og allt í einu er allt farið að sveiflast til, segir Hildur Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Qandil. Hildur segir mikla hræðslu hafa gripið um sig.Áttaðir þú þig á því strax hvað var að gerast? „Nei nefnilega ekki. Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás eða eitthvað svoleiðis. Ég var eiginlega ennþá hræddari því ég bjóst alls ekki við jarðskjálfta. Þetta er ekki jarðskjálftasvæði, þetta hefur bara aldrei gerst áður hérna,“ segir Hildur. Hildur yfirgaf heimili sitt af elleftu hæð í miklu flýti ásamt sambýlisfólki sínu. Hún segir að erfitt hafi verið að yfirgefa húsið. „Við hlupum niður stigann á meðan hann sveiflaðist til og frá í alveg nokkrar mínútur. Það tekur langan tíma að komast niður ellefu hæðir," segir Hildur. Búist er við að tala látinna og slasaðra kom til með að hækka upptalsvert þegar frekar aðstoð berst til afskektari svæða. Náttúruhamfarirnar í Íran og Írak í gærkvöldi eru þær mannskæðustu í heiminum á árinu 2017. Tengdar fréttir Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Á fimmta hundrað eru látnir og fleiri en sjö þúsund slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta sem átti upptök sín við landamæri Íraks og Írans í gærkvöldi. Íslensk kona sem búsett er á svæðinu segir að erfitt hafi verið að yfirgefa heimili sitt á meðan skjálftinn reið yfir. Skjálftinn sem var af stærðinni 7,3 fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit auk Írans og Íraks. Mikil skelfing greip um sig þegar íbúar flúðu skjálftann út á götu. Miklar skemmdir má sjá á myndum sem hafa verið að berast frá hamfarasvæðum en talið er að um sjötíu þúsund manns eigi í engin hús að venda eftir skjálftann. Björgunarstarf hefur farið brösulega af stað þar sem erfitt hefur verið að komast á svæðin sökum skiðufalla, jarðvegshruns og hrunina bygginga og þá hefur víðtækt rafmagnsleysi ekki bætt úr skák. Alvarlegasta ástandið í bænum Sarpol-e Zahab í Íran, fimmtán kílómetrum frá landamærunum við Írak en stærsta sjúkrahús bæjarins varð illa úti í og hefur ekki getað sinnt þeim hundruðum sem þangað hafa leitað. Íslensk kona sem starfar í Írak býr í um 270 km fjarlægð frá upptökum skjálftans. „Ég sat í stofunni heima hjá mér og var að horfa á sjónvarpið, og allt í einu byrjaði sófinn aðeins að hristast og fór svo að hristast meira og meira og allt í einu er allt farið að sveiflast til, segir Hildur Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Qandil. Hildur segir mikla hræðslu hafa gripið um sig.Áttaðir þú þig á því strax hvað var að gerast? „Nei nefnilega ekki. Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás eða eitthvað svoleiðis. Ég var eiginlega ennþá hræddari því ég bjóst alls ekki við jarðskjálfta. Þetta er ekki jarðskjálftasvæði, þetta hefur bara aldrei gerst áður hérna,“ segir Hildur. Hildur yfirgaf heimili sitt af elleftu hæð í miklu flýti ásamt sambýlisfólki sínu. Hún segir að erfitt hafi verið að yfirgefa húsið. „Við hlupum niður stigann á meðan hann sveiflaðist til og frá í alveg nokkrar mínútur. Það tekur langan tíma að komast niður ellefu hæðir," segir Hildur. Búist er við að tala látinna og slasaðra kom til með að hækka upptalsvert þegar frekar aðstoð berst til afskektari svæða. Náttúruhamfarirnar í Íran og Írak í gærkvöldi eru þær mannskæðustu í heiminum á árinu 2017.
Tengdar fréttir Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29