Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Formenn flokkanna funduðu í gær í þingflokksherbergi Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið hefur rætt við eru nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Þeir telja að stjórnarsamstarf þessara flokka sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálunum. Að þeirra mati er engin önnur ríkisstjórn líklegri til að geta setið út fjögurra ára kjörtímabil. Fulltrúar flokkanna í viðræðunum hófu fundahöld um klukkan hálftíu í gær. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.mynd/lárus karl ingvarssonFormenn flokkanna hafa sagt að það sé möguleiki á að ná samstöðu um ýmis brýn mál. Innviðafjárfesting, stöðugleiki á vinnumarkaði og möguleg aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjaraviðræðum eru á meðal þeirra mála sem sett verða á oddinn. En það þarf líka að snerta á nokkrum viðkvæmum málum, komi til samstarfs. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins nefndi að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál. Þar gæti til dæmis verið tekist á um uppbyggingu fiskeldis og uppbyggingu stóriðju. Þá hafa þessir flokkar ekki alltaf verið samstíga í utanríkismálum, þótt afstaðan til Evrópusambandsins sé vel samrýmanleg. „Skattamál,“ sagði einn þingmaður VG þegar Fréttablaðið spurði hann hvar gæti einna helst orðið erfitt fyrir flokkana að ná saman. Ný ríkisstjórn þarf að leggja sitt af mörkum til að stuðla að sátt á vinnumarkaði, en kjarasamningar á almenna markaðnum eru lausir á næsta ári. „Við höfum dregið upp nokkuð skýra mynd af því hvað við teljum að þurfi að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Annars vegar sé að bregðast við úrskurði kjararáðs frá því í fyrrahaust, sem hafi torveldað allt samtal á vinnumarkaðnum. Hingað til hafi Píratar þó verið eini þingflokkurinn sem vill að Alþingi bregðist við þeim hækkunum sem þá voru samþykktar. Þá segir Gylfi að sameiginlegur áhugi sé á að taka upp vinnumarkaðslíkan að norrænni fyrirmynd. ASÍ telur hins vegar að samhliða þurfi að byggja upp norrænt velferðarkerfi. „Það er lögð áhersla á að tryggja stöðugleika á félagslega sviðinu. Þar höfum við dregið upp ýmis áhersluatriði, fyrir utan almenn velferðarmál; heilbrigðismál og menntamál. Atriði sem lúta að vinnumarkaðnum. Atvinnuleysisbætur eru í sögulegu lágmarki miðað við kaupgjald, fæðingarorlofið er langt undir meðaltekjum og ábyrgðarsjóður launa er ekki að bæta launatap vegna þess að þar eru einhverjar hámarksviðmiðanir í engu samræmi við kaupgjald,“ segir Gylfi. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið hefur rætt við eru nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Þeir telja að stjórnarsamstarf þessara flokka sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálunum. Að þeirra mati er engin önnur ríkisstjórn líklegri til að geta setið út fjögurra ára kjörtímabil. Fulltrúar flokkanna í viðræðunum hófu fundahöld um klukkan hálftíu í gær. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.mynd/lárus karl ingvarssonFormenn flokkanna hafa sagt að það sé möguleiki á að ná samstöðu um ýmis brýn mál. Innviðafjárfesting, stöðugleiki á vinnumarkaði og möguleg aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjaraviðræðum eru á meðal þeirra mála sem sett verða á oddinn. En það þarf líka að snerta á nokkrum viðkvæmum málum, komi til samstarfs. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins nefndi að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál. Þar gæti til dæmis verið tekist á um uppbyggingu fiskeldis og uppbyggingu stóriðju. Þá hafa þessir flokkar ekki alltaf verið samstíga í utanríkismálum, þótt afstaðan til Evrópusambandsins sé vel samrýmanleg. „Skattamál,“ sagði einn þingmaður VG þegar Fréttablaðið spurði hann hvar gæti einna helst orðið erfitt fyrir flokkana að ná saman. Ný ríkisstjórn þarf að leggja sitt af mörkum til að stuðla að sátt á vinnumarkaði, en kjarasamningar á almenna markaðnum eru lausir á næsta ári. „Við höfum dregið upp nokkuð skýra mynd af því hvað við teljum að þurfi að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Annars vegar sé að bregðast við úrskurði kjararáðs frá því í fyrrahaust, sem hafi torveldað allt samtal á vinnumarkaðnum. Hingað til hafi Píratar þó verið eini þingflokkurinn sem vill að Alþingi bregðist við þeim hækkunum sem þá voru samþykktar. Þá segir Gylfi að sameiginlegur áhugi sé á að taka upp vinnumarkaðslíkan að norrænni fyrirmynd. ASÍ telur hins vegar að samhliða þurfi að byggja upp norrænt velferðarkerfi. „Það er lögð áhersla á að tryggja stöðugleika á félagslega sviðinu. Þar höfum við dregið upp ýmis áhersluatriði, fyrir utan almenn velferðarmál; heilbrigðismál og menntamál. Atriði sem lúta að vinnumarkaðnum. Atvinnuleysisbætur eru í sögulegu lágmarki miðað við kaupgjald, fæðingarorlofið er langt undir meðaltekjum og ábyrgðarsjóður launa er ekki að bæta launatap vegna þess að þar eru einhverjar hámarksviðmiðanir í engu samræmi við kaupgjald,“ segir Gylfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent