Sigurvegarinn fær afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 11:00 Arna Ýr fær mikla athygli og er undantekningalaust spáð í topp tíu. Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland og núverandi Miss Universe Iceland, keppir fyrir hönd Íslands í Miss Universe sunnudaginn 26. nóvember en keppnin fer fram í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi Miss Universe Iceland, en hún hefur dvalið með Örnu Ýri Jónsdóttur úti í Las Vegas þar sem keppnin verður haldin. Manuela hefur verið Örnu innan handar með undirbúninginn, en lokakvöld keppninnar fer fram á hótelinu Planet Hollywood Casino.Manuela er Örnu til halds og trausts úti.„Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ segir Arna Ýr sem er alls ekki óvön keppnum af þessu tagi. Frægt er að hún dró sig út úr keppninni Miss Grand International á síðasta ári eftir að eigandi þeirrar keppni gerði athugasemd við holdafar hennar. Á þeim tímapunkti var hún staðráðin í að taka aldrei aftur þátt í keppni af þessu tagi en um ákvörðun sína um að taka þátt í Miss Universe sagði Arna Ýr í viðtali sem birtist við hana á Vísi fyrr í haust: „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja.“„Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1, 2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Þær stöllur Manuela og Arna Ýr eru duglegar að setja inn myndir á Instagram og Snapchat (@manuelaosk) – Arna er með snappið fyrir Miss Universe Iceland (@missuniverseice) og þar geta áhugasamir fylgst með því sem gerist bak við tjöldin.Miss Universe fer fram í Las Vegas 26. nóvember.„Ég nýt hverrar mínútu hérna, þetta hefur verið meiriháttar reynsla og allt allt annað en í fyrra. Það er heilmikill undirbúningur fyrir svona keppni, eitthvað sem maður gerir ekki einn. Manuela og Jorge (annar af eigendum Miss Universe Iceland) hafa stutt vel við bakið á mér og leitt mig áfram í þessu ævintýri.“ Það er til mikils að vinna og stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Keppnin verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni FOX og henni verður líka streymt á netið. Miss Universe Iceland Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland og núverandi Miss Universe Iceland, keppir fyrir hönd Íslands í Miss Universe sunnudaginn 26. nóvember en keppnin fer fram í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi Miss Universe Iceland, en hún hefur dvalið með Örnu Ýri Jónsdóttur úti í Las Vegas þar sem keppnin verður haldin. Manuela hefur verið Örnu innan handar með undirbúninginn, en lokakvöld keppninnar fer fram á hótelinu Planet Hollywood Casino.Manuela er Örnu til halds og trausts úti.„Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ segir Arna Ýr sem er alls ekki óvön keppnum af þessu tagi. Frægt er að hún dró sig út úr keppninni Miss Grand International á síðasta ári eftir að eigandi þeirrar keppni gerði athugasemd við holdafar hennar. Á þeim tímapunkti var hún staðráðin í að taka aldrei aftur þátt í keppni af þessu tagi en um ákvörðun sína um að taka þátt í Miss Universe sagði Arna Ýr í viðtali sem birtist við hana á Vísi fyrr í haust: „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja.“„Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1, 2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Þær stöllur Manuela og Arna Ýr eru duglegar að setja inn myndir á Instagram og Snapchat (@manuelaosk) – Arna er með snappið fyrir Miss Universe Iceland (@missuniverseice) og þar geta áhugasamir fylgst með því sem gerist bak við tjöldin.Miss Universe fer fram í Las Vegas 26. nóvember.„Ég nýt hverrar mínútu hérna, þetta hefur verið meiriháttar reynsla og allt allt annað en í fyrra. Það er heilmikill undirbúningur fyrir svona keppni, eitthvað sem maður gerir ekki einn. Manuela og Jorge (annar af eigendum Miss Universe Iceland) hafa stutt vel við bakið á mér og leitt mig áfram í þessu ævintýri.“ Það er til mikils að vinna og stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Keppnin verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni FOX og henni verður líka streymt á netið.
Miss Universe Iceland Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira