Álitsgjafar Vísis velja: Besta kaffið í bænum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 19:30 „Gott kaffi er lífsstíll og munaður hinn mesti, örvandi elexír og allra meina bót.“ Svona komst einn af álitsgjöfum Vísis að orði þegar hann var spurður hvar besta kaffið á höfuðborgarsvæðinu væri að finna. Álitsgjafar okkar voru margir hverjir sammála um að vera ansi vanafastir þegar kæmi að kaffibollanum og tækju litlar áhættur þegar þorstinn í gott kaffi kviknaði. Besta kaffið á höfuðborgarsvæðinu er að finna á kaffihúsum keðjunnar Te & kaffi að sögn álitsgjafa Vísis. Fast á hæla þess fylgir önnur kaffihúsakeðja, nefnilega Kaffitár, en fólk virðist skiptast í tvær fylkingar þegar kemur að þessum tveimur kaffihúsakeðjum. Miðbæjarkaffihúsið Reykjavík Roasters vermir síðan þriðja sætið. Vindum okkur í niðurstöðurnar og hvað álitsgjafar okkar höfðu að segja um ilmandi, eldheita koffíndrykkinn. Te & kaffi hrósar sigri í leit Vísis að besta kaffinu.Vísir/Ernir 1. sæti - Te & kaffi „Af því að það koma bráðum jól þá held ég mikið upp á jóladrykkina frá Te & kaffi. Kaffi með annað hvort lakkrís- eða piparkökubragði er erfitt að standast í skammdeginu. Te & kaffi í Kringlunni er afar notalegur staður, svolítil vin í eyðimörkinni í upplýstri verslunarmiðstöðinni.“ „Kaffihúsið Te & kaffi í Hamraborg er mjög gott, þar er líka gott kaffi og góð te, og sérlega góðar múffur sem eru bakaðar í gamla góða „Muffin bakery“ sem var einu sinni í Hamraborg, en bakar nú fyrir Te & kaffi.“ „Te & kaffi selur gott kaffi og heldur standard. Þar er ég með áskriftarkort en verðið er í hærra lagi eins og víða.“ „Basic - maður veit hvað maður fær.“ „Te & kaffi er með æðislegt kaffi og notalegt umhverfi.“ „Te & kaffi Smáralind er langbesta te-og kaffiverslun borgarinnar. Stelpurnar þar eru algjörlega með puttann á púlsinum. Árstíðardrykkir þeirra eru „to die for“. Algjört sælgæti.“ „Te & kaffi í Borgartúni verður oftast fyrir valinu hjá mér þegar mig langar í gott kaffi, því þar er oftast hægt að treysta á það að vera þjónustaður af þokkalega skóluðum kaffibarþjón. Það hljómar ótrúlega, en það er hægt að sækja sér bæði kósí og lókal stemningu í Borgartúninu þó staðurinn sé í stærra lagi og stundum troðfullur af fólki.“ „Mjög gott kaffi og kruðeri. Notaleg stemmning og mjög falleg hönnun á kaffihúsunum.“ Kaffitár hellir sér í toppbaráttuna og endar í 2. sæti.Vísir/Ernir 2. sæti - Kaffitár „Kaffitár í Bankastræti er alltaf klassíkt og klikkar aldrei. Skemmtileg blanda af útlendingum og Íslendingum þar inni. Manni líður smá eins og maður sé í útlöndum á því kaffihúsi.“ „Kruðerí við Nýbýlaveg, í eigu Kaffitárs, er sérlega kósí og vinalegt kaffihús, kaffi yfirleitt gott og gott úrval af sætabrauði.“ „Ég drekk bara kaffi á einum stað og hef alltaf gert og það er Kaffitár. Ég fæ mér ekki kaffi á öðrum stöðum. Málið er einfaldlega þetta: Kaffitár er eini kaffistaðurinn á Íslandi sem kann að gera almennilegan latte. Ég hef gefið öðrum séns en það hafa alltaf verið vonbrigði. Ég hef farið á Kaffitár alla mína tíð og get ekki drukkið kaffi nema frá þeim. Ég hlakka til á kvöldin því ég veit að þegar ég vakna fer ég og fæ mér latte á tárinu.“ „Ef ég ætti að velja keðjurnar þá kemst Te & kaffi ekki nálægt Kaffitári. Kaffitár er með langbesta kaffið og staffið virðist leggja mikið meira í þjónustuna að mínu mati.“ „Klikkar ekki latte-inn þar. Góð þjónusta og alltaf tekið vel á móti manni.“ „Kaffitár, Bóksölu stúdenta. Þrælgóður og sterkur Americano, en veltur dálítið á því hver er á vakt.“ Kaffihúsið Reykjavík Roasters vermir þriðja sætið. 3. sæti - Reykjavík Roasters „Geggjað kaffi og góð stemmning. Verst hvað það er oft erfitt að fá sæti.“ „Kaffið hefur einhvern veginn silkimjúka flauelsáferð.“ „Svartur Americano á Reykjavík Roasters. Bara hrikalega gott og vandað kaffi.“ „Tvihleypan er algjör snilld. Cappuccino og Espresso til hliðar. Langbesta kaffið i bænum. Mesta ástriða sem ég hef séð hjá kaffiþjónum.“ „Kaffið sæmilegt en stemningin 100%. Leiðinlegt að gæðum kaffisins hefur hrakað.“ Café Haiti er vinsælt kaffihús og endar í 4. sæti.Vísir/Eyþór 4. sæti - Café Haiti „Ég veit fátt betra í skammdeginu en að koma við á Café Haiti og fá mér einn vel sterkan og svartan Americano. Eigendurnir afgreiða kaffið af ástríðu og það finnst ekki betri kaffibolli á höfuðborgarsvæðinu.“ „Alltaf uppáhaldskaffið þó að kaffihúsið sem slíkt sé ekki sérlega sexý.“ „Alltaf pottþétt, alltaf gott. Pínu falið, sem er fínt.“ „Á Café Haiti er gott að vera.“ 5. sæti - Grái kötturinn „Ég drekk bara kaffi við hátíðleg tækifæri og síðasti bolli sem ég fékk mér var á Gráa Kettinum á Hverfisgötu. Þetta reyndist hrikalega góður latte eftir risamáltíðina sem ég hafði pantað mér og stuttur spjallfundur sem átti bara að taka svona hálftíma teygðist í tvo og hálfan því það var bara svo gott að sitja þarna inni og njóta. Ekki spillir svo að eigendurnir Ási og Elín eru með þeim hressari.“ „Espresso-inn mjög góður. Rólegur og sjarmerandi staður í hjarta bæjarins.“ „Hér er klassík sem þarf ekki að breyta. Svo eru eigendurnir alveg eiturhressir alltaf hreint!“ Kaffi Laugalækur er meðal þeirra kaffihúsa sem enda í 6.-10. sæti. 6-10. sæti Mokka „Gott kaffi og enn betra umhverfi.“ „Mjög hár standard hjá þeim og kaffið er ávallt eins.“ Kaffi Vest „Hverfiskaffihúsin eru það sem koma skal og þeim fer vonandi fjölgandi í öllum hverfum. Kaffi Vest býður upp á gott kaffi og einnig mjög meðlæti, til að mynda Söru Bernharðs-kökur sem afar erfitt er að standast.“ „KaffiVest er með mjög gott kaffi en maður þarf að kaupa bollann á afborgunum því hann er svo rugl dýr.“ Kaffi Laugalækur „Frábært hverfiskaffihús með góðu kaffi.“ „Æðislegt andrúmsloft, vinalegt starfsfólk og fjári góð uppáhelling.“ Súfistinn í Hafnarfirði „Þar er bæði gott kaffi og það sem skiptir miklu máli, góðar tertur.“ „Besti frappóinn, hröð afgreiðsla og opið lengi, sem er kostur fyrir fólk sem þarf sinn frappochino á skrítnum tímum sólarhringsins.“ Pallett „Enda eigandinn margfaldur kaffigerðarmeistari.“ „Virkilega gott kaffi og frábært andrúmsloft. Eigandinn er alltaf súperhress og þarna er stórgott að funda.“ Þessir staðir komust einnig á blað: Borðið, Garðskálinn, Kaffifélagið, Kaffi Roma, Iðu kaffi, Dunkin’ Donuts, Apótekið, Gló, Yoga Food, Matarkjallarinn, Íslenski barinn og Norðurbakki. Álitsgjafar: Birta Björnsdóttir, fréttakona Hannes Óli Ágústsson, leikari Alexía Björg Jóhannesdóttir, leikkona og kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík. Guðrún Gunnarsdóttir, útvarpskona og söngkona Lára Björg Björnsdóttir, ráðgjafi Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari Einar Ben, framkvæmdastjóri Tjarnargötunar Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt við Háskóla Íslands. Laufey K, myndlistarkona Laufey Elíasdóttir, leikkona og ljósmyndari Guðrún Vaka Helgadóttir, ritstjóri WOW magazine Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari Elvar Logi Rafnsson, Kompaníkóngur Anna Kristín Magnúsdóttir, eigandi Kjólar og Konfekt Baldur Beck, körfuboltasérfræðingur og smekkmaður á kaffi Þórunn Högna, stílisti Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari og rithöfundur Drykkir Matur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Gott kaffi er lífsstíll og munaður hinn mesti, örvandi elexír og allra meina bót.“ Svona komst einn af álitsgjöfum Vísis að orði þegar hann var spurður hvar besta kaffið á höfuðborgarsvæðinu væri að finna. Álitsgjafar okkar voru margir hverjir sammála um að vera ansi vanafastir þegar kæmi að kaffibollanum og tækju litlar áhættur þegar þorstinn í gott kaffi kviknaði. Besta kaffið á höfuðborgarsvæðinu er að finna á kaffihúsum keðjunnar Te & kaffi að sögn álitsgjafa Vísis. Fast á hæla þess fylgir önnur kaffihúsakeðja, nefnilega Kaffitár, en fólk virðist skiptast í tvær fylkingar þegar kemur að þessum tveimur kaffihúsakeðjum. Miðbæjarkaffihúsið Reykjavík Roasters vermir síðan þriðja sætið. Vindum okkur í niðurstöðurnar og hvað álitsgjafar okkar höfðu að segja um ilmandi, eldheita koffíndrykkinn. Te & kaffi hrósar sigri í leit Vísis að besta kaffinu.Vísir/Ernir 1. sæti - Te & kaffi „Af því að það koma bráðum jól þá held ég mikið upp á jóladrykkina frá Te & kaffi. Kaffi með annað hvort lakkrís- eða piparkökubragði er erfitt að standast í skammdeginu. Te & kaffi í Kringlunni er afar notalegur staður, svolítil vin í eyðimörkinni í upplýstri verslunarmiðstöðinni.“ „Kaffihúsið Te & kaffi í Hamraborg er mjög gott, þar er líka gott kaffi og góð te, og sérlega góðar múffur sem eru bakaðar í gamla góða „Muffin bakery“ sem var einu sinni í Hamraborg, en bakar nú fyrir Te & kaffi.“ „Te & kaffi selur gott kaffi og heldur standard. Þar er ég með áskriftarkort en verðið er í hærra lagi eins og víða.“ „Basic - maður veit hvað maður fær.“ „Te & kaffi er með æðislegt kaffi og notalegt umhverfi.“ „Te & kaffi Smáralind er langbesta te-og kaffiverslun borgarinnar. Stelpurnar þar eru algjörlega með puttann á púlsinum. Árstíðardrykkir þeirra eru „to die for“. Algjört sælgæti.“ „Te & kaffi í Borgartúni verður oftast fyrir valinu hjá mér þegar mig langar í gott kaffi, því þar er oftast hægt að treysta á það að vera þjónustaður af þokkalega skóluðum kaffibarþjón. Það hljómar ótrúlega, en það er hægt að sækja sér bæði kósí og lókal stemningu í Borgartúninu þó staðurinn sé í stærra lagi og stundum troðfullur af fólki.“ „Mjög gott kaffi og kruðeri. Notaleg stemmning og mjög falleg hönnun á kaffihúsunum.“ Kaffitár hellir sér í toppbaráttuna og endar í 2. sæti.Vísir/Ernir 2. sæti - Kaffitár „Kaffitár í Bankastræti er alltaf klassíkt og klikkar aldrei. Skemmtileg blanda af útlendingum og Íslendingum þar inni. Manni líður smá eins og maður sé í útlöndum á því kaffihúsi.“ „Kruðerí við Nýbýlaveg, í eigu Kaffitárs, er sérlega kósí og vinalegt kaffihús, kaffi yfirleitt gott og gott úrval af sætabrauði.“ „Ég drekk bara kaffi á einum stað og hef alltaf gert og það er Kaffitár. Ég fæ mér ekki kaffi á öðrum stöðum. Málið er einfaldlega þetta: Kaffitár er eini kaffistaðurinn á Íslandi sem kann að gera almennilegan latte. Ég hef gefið öðrum séns en það hafa alltaf verið vonbrigði. Ég hef farið á Kaffitár alla mína tíð og get ekki drukkið kaffi nema frá þeim. Ég hlakka til á kvöldin því ég veit að þegar ég vakna fer ég og fæ mér latte á tárinu.“ „Ef ég ætti að velja keðjurnar þá kemst Te & kaffi ekki nálægt Kaffitári. Kaffitár er með langbesta kaffið og staffið virðist leggja mikið meira í þjónustuna að mínu mati.“ „Klikkar ekki latte-inn þar. Góð þjónusta og alltaf tekið vel á móti manni.“ „Kaffitár, Bóksölu stúdenta. Þrælgóður og sterkur Americano, en veltur dálítið á því hver er á vakt.“ Kaffihúsið Reykjavík Roasters vermir þriðja sætið. 3. sæti - Reykjavík Roasters „Geggjað kaffi og góð stemmning. Verst hvað það er oft erfitt að fá sæti.“ „Kaffið hefur einhvern veginn silkimjúka flauelsáferð.“ „Svartur Americano á Reykjavík Roasters. Bara hrikalega gott og vandað kaffi.“ „Tvihleypan er algjör snilld. Cappuccino og Espresso til hliðar. Langbesta kaffið i bænum. Mesta ástriða sem ég hef séð hjá kaffiþjónum.“ „Kaffið sæmilegt en stemningin 100%. Leiðinlegt að gæðum kaffisins hefur hrakað.“ Café Haiti er vinsælt kaffihús og endar í 4. sæti.Vísir/Eyþór 4. sæti - Café Haiti „Ég veit fátt betra í skammdeginu en að koma við á Café Haiti og fá mér einn vel sterkan og svartan Americano. Eigendurnir afgreiða kaffið af ástríðu og það finnst ekki betri kaffibolli á höfuðborgarsvæðinu.“ „Alltaf uppáhaldskaffið þó að kaffihúsið sem slíkt sé ekki sérlega sexý.“ „Alltaf pottþétt, alltaf gott. Pínu falið, sem er fínt.“ „Á Café Haiti er gott að vera.“ 5. sæti - Grái kötturinn „Ég drekk bara kaffi við hátíðleg tækifæri og síðasti bolli sem ég fékk mér var á Gráa Kettinum á Hverfisgötu. Þetta reyndist hrikalega góður latte eftir risamáltíðina sem ég hafði pantað mér og stuttur spjallfundur sem átti bara að taka svona hálftíma teygðist í tvo og hálfan því það var bara svo gott að sitja þarna inni og njóta. Ekki spillir svo að eigendurnir Ási og Elín eru með þeim hressari.“ „Espresso-inn mjög góður. Rólegur og sjarmerandi staður í hjarta bæjarins.“ „Hér er klassík sem þarf ekki að breyta. Svo eru eigendurnir alveg eiturhressir alltaf hreint!“ Kaffi Laugalækur er meðal þeirra kaffihúsa sem enda í 6.-10. sæti. 6-10. sæti Mokka „Gott kaffi og enn betra umhverfi.“ „Mjög hár standard hjá þeim og kaffið er ávallt eins.“ Kaffi Vest „Hverfiskaffihúsin eru það sem koma skal og þeim fer vonandi fjölgandi í öllum hverfum. Kaffi Vest býður upp á gott kaffi og einnig mjög meðlæti, til að mynda Söru Bernharðs-kökur sem afar erfitt er að standast.“ „KaffiVest er með mjög gott kaffi en maður þarf að kaupa bollann á afborgunum því hann er svo rugl dýr.“ Kaffi Laugalækur „Frábært hverfiskaffihús með góðu kaffi.“ „Æðislegt andrúmsloft, vinalegt starfsfólk og fjári góð uppáhelling.“ Súfistinn í Hafnarfirði „Þar er bæði gott kaffi og það sem skiptir miklu máli, góðar tertur.“ „Besti frappóinn, hröð afgreiðsla og opið lengi, sem er kostur fyrir fólk sem þarf sinn frappochino á skrítnum tímum sólarhringsins.“ Pallett „Enda eigandinn margfaldur kaffigerðarmeistari.“ „Virkilega gott kaffi og frábært andrúmsloft. Eigandinn er alltaf súperhress og þarna er stórgott að funda.“ Þessir staðir komust einnig á blað: Borðið, Garðskálinn, Kaffifélagið, Kaffi Roma, Iðu kaffi, Dunkin’ Donuts, Apótekið, Gló, Yoga Food, Matarkjallarinn, Íslenski barinn og Norðurbakki. Álitsgjafar: Birta Björnsdóttir, fréttakona Hannes Óli Ágústsson, leikari Alexía Björg Jóhannesdóttir, leikkona og kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík. Guðrún Gunnarsdóttir, útvarpskona og söngkona Lára Björg Björnsdóttir, ráðgjafi Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari Einar Ben, framkvæmdastjóri Tjarnargötunar Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt við Háskóla Íslands. Laufey K, myndlistarkona Laufey Elíasdóttir, leikkona og ljósmyndari Guðrún Vaka Helgadóttir, ritstjóri WOW magazine Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari Elvar Logi Rafnsson, Kompaníkóngur Anna Kristín Magnúsdóttir, eigandi Kjólar og Konfekt Baldur Beck, körfuboltasérfræðingur og smekkmaður á kaffi Þórunn Högna, stílisti Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari og rithöfundur
Drykkir Matur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira