Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 19:01 Brett Talley, hefur skrifað nokkrar hrollvekjur og hefur farið víða um til að leita að draugum. Vísir/GEtty Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. Lögmaðurinn, sem heitir Brett Talley, hefur skrifað nokkrar hrollvekjur og hefur farið víða um til að leita að draugum. Það sem meira er, þá vinnur eiginkona hans í Hvíta húsinu og tók Talley það ekki fram í skrá yfir mögulega hagsmunaárekstri. Talley skrifaði þó í þá skrá að hann hefði verið meðlimur í Tuscaloosa Paranormal Research Group. Það er hópur fólks sem gistir í gömlum byggingum yfir nótt og reynir að finna drauga með „vísindalegum aðferðum“ eins og það er orðað á heimasíðu TPRG. Gagnrýni vegna vals Trump á Talley hefur einnig snúið að því að hann virðist vera mjög pólitískur. Hann hefur margsinnis gagnrýnt demókrata á samfélagsmiðlum og á bloggsíðu sinni skrifaði hann grein í janúar 2013 um að allir ættu að ganga til liðs við samtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Sömuleiðis hefur hann skrifað um stjórnmál í aðsendum greinum til fjölmiðla.Lögmannafélag Bandaríkjanna segir Talley vera óhæfan til starfsins en verði hann staðfestur af öldungadeildinni gæti hann verið dómari til æviloka.Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings er búin að samþykkja Talley í starfið og var kosið eftir flokkslínum þar sem repúblikanar eru fleiri en demókratar. Öldungadeildin í heild sinni mun einnig þurfa að kjósa um Talley. Samkvæmt frétt BBC er talið líklegt að hann verði staðfestir af þinginu. Trump hefur skipað mikinn fjölda dómara á fyrsta ári sínu eða um tvöfalt fleiri en Barack Obama gerði á sínu fyrsta ári sem forseti. Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. Lögmaðurinn, sem heitir Brett Talley, hefur skrifað nokkrar hrollvekjur og hefur farið víða um til að leita að draugum. Það sem meira er, þá vinnur eiginkona hans í Hvíta húsinu og tók Talley það ekki fram í skrá yfir mögulega hagsmunaárekstri. Talley skrifaði þó í þá skrá að hann hefði verið meðlimur í Tuscaloosa Paranormal Research Group. Það er hópur fólks sem gistir í gömlum byggingum yfir nótt og reynir að finna drauga með „vísindalegum aðferðum“ eins og það er orðað á heimasíðu TPRG. Gagnrýni vegna vals Trump á Talley hefur einnig snúið að því að hann virðist vera mjög pólitískur. Hann hefur margsinnis gagnrýnt demókrata á samfélagsmiðlum og á bloggsíðu sinni skrifaði hann grein í janúar 2013 um að allir ættu að ganga til liðs við samtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Sömuleiðis hefur hann skrifað um stjórnmál í aðsendum greinum til fjölmiðla.Lögmannafélag Bandaríkjanna segir Talley vera óhæfan til starfsins en verði hann staðfestur af öldungadeildinni gæti hann verið dómari til æviloka.Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings er búin að samþykkja Talley í starfið og var kosið eftir flokkslínum þar sem repúblikanar eru fleiri en demókratar. Öldungadeildin í heild sinni mun einnig þurfa að kjósa um Talley. Samkvæmt frétt BBC er talið líklegt að hann verði staðfestir af þinginu. Trump hefur skipað mikinn fjölda dómara á fyrsta ári sínu eða um tvöfalt fleiri en Barack Obama gerði á sínu fyrsta ári sem forseti.
Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira