Fjölnisstúlkur komu skemmtilega á óvart í kvöld er þær pökkuðu Selfyssingum saman og það á Selfossi.
Lokatölur 25-36 efti að staðan í leikhléi hafði verið 8-16. Ballið í raun búið strax í hálfleik.
Andrea Jacobsen og Guðrún Jenný Sigurðardóttir skoruðu báðar sex mörk fyrir Fjölni. Kristrún Steinþórsdóttir yfirburðamanneskja í liði Selfoss með níu mörk í kvöld.
Fjölnir er enn í næstneðsta sæti Olís-deildar kvenna með fjögur stig en er núna aðeins stigi á eftir Selfyssingum.
