Íslenski boltinn

Óli Kristjáns: Svipuð gæði hjá FH og Randers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Kristjánsson er kominn aftur heim í íslenska boltann og hefur tekið við stjórnartaumunum hjá sínu gamla félagi FH. Þjálfarinn segist vera sáttur við það sem hann hafi séð á æfingum hjá liðinu hingað til.

„Það eru gamlir fætur þarna sem hafa enn líf í sér. Viðbrögðin hafa verið fín á æfingum og þetta er mjög spennandi,“ segir Ólafur léttur.

Þjálfarinn litríki hefur verið í danska boltanum síðustu misseri og hann segir gæðin hjá FH vera síst minni en hjá Randers þar sem hann þjálfaði.

„Það sem ég hef séð á æfingum hingað til hefur alveg verið á pari við margt sem ég sá hjá Randers. Ég tek við góðu búi hérna og það er okkar að spýta í lófana.“

Ólafur ætlar að bæta við leikmannahópinn og segist vera að skoða markaðinn um þessar mundir.

Sjá má viðtalið við Ólaf hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×