Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2017 19:50 Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar nú þegar stærsta atvinnurekandi bæjarfélagsins, Frostfiskur, hefur ákveðið að flytja alla starfsemina í burtu af staðnum. „Mjög sorgleg staða, ömurlegt, ljót áhrif og mjög leiðinlegt“, er það sem íbúarnir hafa meðal annars að segja. Eins og við sögðum frá í fréttum í gærkvöldi þá hefur Frostfiskur ákveðið að hætta allri starfsemi í Þorlákshöfn og flytja með fiskvinnsluna til Hafnarfjarðar. Hjá fyrirtækinu vinna um 50 starfsmenn, hluti þeirra mun alveg missa vinnuna á meðan aðrir ætla að flytja með fyrirtækinu á höfuðborgarsvæðið. Íbúar í Þorlákshöfn eru miður sín vegna lokunar Frostfisks. „Það er bara ekki gott mál. Það er mjög vont að missa þetta fyrirtæki úr bænum. Þeir eru búnir að vera flottir hérna í öll þessi ári,“ segir Baldur Þór Ragnarsson. „Þetta hefur náttúrulega áhrif á allt bæjarlífið. Leikskóla, skóla og við þurfum bara að fá kvóta,“ segir Jón Svava Karlsdóttir. „Ég held að það hafi ljót áhrif, held ég,“ segir Jón Karlsson, spurður út í hvaða áhrif brottflutningur fyrirtækisins muni hafa á samfélagið. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Það eru margir að missa vinnuna,“ segir Katrín Stefánsdóttir. Þorsteinn Lýðsson telur að einhverjir muni flytja með fyrirtækinu. „Því miður. Það er dapurlegt.“ „Mér finnst þetta frekar sorglegt. Svona fyrir ekki stærra samfélag,“ segir Ingibjörg Aðalsteinsdóttir. Ljósin verða slökkt og skellt í lás hjá Frostfiski þann fyrsta febrúar 2018, eða eftir tvo og hálfan mánuð. Sjávarútvegur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar nú þegar stærsta atvinnurekandi bæjarfélagsins, Frostfiskur, hefur ákveðið að flytja alla starfsemina í burtu af staðnum. „Mjög sorgleg staða, ömurlegt, ljót áhrif og mjög leiðinlegt“, er það sem íbúarnir hafa meðal annars að segja. Eins og við sögðum frá í fréttum í gærkvöldi þá hefur Frostfiskur ákveðið að hætta allri starfsemi í Þorlákshöfn og flytja með fiskvinnsluna til Hafnarfjarðar. Hjá fyrirtækinu vinna um 50 starfsmenn, hluti þeirra mun alveg missa vinnuna á meðan aðrir ætla að flytja með fyrirtækinu á höfuðborgarsvæðið. Íbúar í Þorlákshöfn eru miður sín vegna lokunar Frostfisks. „Það er bara ekki gott mál. Það er mjög vont að missa þetta fyrirtæki úr bænum. Þeir eru búnir að vera flottir hérna í öll þessi ári,“ segir Baldur Þór Ragnarsson. „Þetta hefur náttúrulega áhrif á allt bæjarlífið. Leikskóla, skóla og við þurfum bara að fá kvóta,“ segir Jón Svava Karlsdóttir. „Ég held að það hafi ljót áhrif, held ég,“ segir Jón Karlsson, spurður út í hvaða áhrif brottflutningur fyrirtækisins muni hafa á samfélagið. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Það eru margir að missa vinnuna,“ segir Katrín Stefánsdóttir. Þorsteinn Lýðsson telur að einhverjir muni flytja með fyrirtækinu. „Því miður. Það er dapurlegt.“ „Mér finnst þetta frekar sorglegt. Svona fyrir ekki stærra samfélag,“ segir Ingibjörg Aðalsteinsdóttir. Ljósin verða slökkt og skellt í lás hjá Frostfiski þann fyrsta febrúar 2018, eða eftir tvo og hálfan mánuð.
Sjávarútvegur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira