Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2017 19:50 Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar nú þegar stærsta atvinnurekandi bæjarfélagsins, Frostfiskur, hefur ákveðið að flytja alla starfsemina í burtu af staðnum. „Mjög sorgleg staða, ömurlegt, ljót áhrif og mjög leiðinlegt“, er það sem íbúarnir hafa meðal annars að segja. Eins og við sögðum frá í fréttum í gærkvöldi þá hefur Frostfiskur ákveðið að hætta allri starfsemi í Þorlákshöfn og flytja með fiskvinnsluna til Hafnarfjarðar. Hjá fyrirtækinu vinna um 50 starfsmenn, hluti þeirra mun alveg missa vinnuna á meðan aðrir ætla að flytja með fyrirtækinu á höfuðborgarsvæðið. Íbúar í Þorlákshöfn eru miður sín vegna lokunar Frostfisks. „Það er bara ekki gott mál. Það er mjög vont að missa þetta fyrirtæki úr bænum. Þeir eru búnir að vera flottir hérna í öll þessi ári,“ segir Baldur Þór Ragnarsson. „Þetta hefur náttúrulega áhrif á allt bæjarlífið. Leikskóla, skóla og við þurfum bara að fá kvóta,“ segir Jón Svava Karlsdóttir. „Ég held að það hafi ljót áhrif, held ég,“ segir Jón Karlsson, spurður út í hvaða áhrif brottflutningur fyrirtækisins muni hafa á samfélagið. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Það eru margir að missa vinnuna,“ segir Katrín Stefánsdóttir. Þorsteinn Lýðsson telur að einhverjir muni flytja með fyrirtækinu. „Því miður. Það er dapurlegt.“ „Mér finnst þetta frekar sorglegt. Svona fyrir ekki stærra samfélag,“ segir Ingibjörg Aðalsteinsdóttir. Ljósin verða slökkt og skellt í lás hjá Frostfiski þann fyrsta febrúar 2018, eða eftir tvo og hálfan mánuð. Sjávarútvegur Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar nú þegar stærsta atvinnurekandi bæjarfélagsins, Frostfiskur, hefur ákveðið að flytja alla starfsemina í burtu af staðnum. „Mjög sorgleg staða, ömurlegt, ljót áhrif og mjög leiðinlegt“, er það sem íbúarnir hafa meðal annars að segja. Eins og við sögðum frá í fréttum í gærkvöldi þá hefur Frostfiskur ákveðið að hætta allri starfsemi í Þorlákshöfn og flytja með fiskvinnsluna til Hafnarfjarðar. Hjá fyrirtækinu vinna um 50 starfsmenn, hluti þeirra mun alveg missa vinnuna á meðan aðrir ætla að flytja með fyrirtækinu á höfuðborgarsvæðið. Íbúar í Þorlákshöfn eru miður sín vegna lokunar Frostfisks. „Það er bara ekki gott mál. Það er mjög vont að missa þetta fyrirtæki úr bænum. Þeir eru búnir að vera flottir hérna í öll þessi ári,“ segir Baldur Þór Ragnarsson. „Þetta hefur náttúrulega áhrif á allt bæjarlífið. Leikskóla, skóla og við þurfum bara að fá kvóta,“ segir Jón Svava Karlsdóttir. „Ég held að það hafi ljót áhrif, held ég,“ segir Jón Karlsson, spurður út í hvaða áhrif brottflutningur fyrirtækisins muni hafa á samfélagið. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Það eru margir að missa vinnuna,“ segir Katrín Stefánsdóttir. Þorsteinn Lýðsson telur að einhverjir muni flytja með fyrirtækinu. „Því miður. Það er dapurlegt.“ „Mér finnst þetta frekar sorglegt. Svona fyrir ekki stærra samfélag,“ segir Ingibjörg Aðalsteinsdóttir. Ljósin verða slökkt og skellt í lás hjá Frostfiski þann fyrsta febrúar 2018, eða eftir tvo og hálfan mánuð.
Sjávarútvegur Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira