Antonio Hester er ekki eins illa meiddur og fyrst var haldið, en hann er ekki brotinn á ökkla.
Þetta kom fram í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld og var staðfest af Stefáni Jónssyni, formanni körfuboltadeildar Tindastóls, í samtali við feyki.is.
Hester meiddist í sigri Tindastóls á Keflavík í sjöttu umferðinni. Eftir röntgenmyndatöku var talið að hann hefði ökklabrotnað og yrði lengi frá.
Nú er hins vegar komið í ljós að myndin hafi sýnt áverka gamalla meiðsla, þar sem ómmynd sýndi að Hester hafi sloppið við brot.
Stefán sagði Hester þegar byrjaðan í endurhæfingu og verði kominn til baka mun fyrr en talið var.
Pétur Rúnar Birgisson, sem fór á kostum í sigrinum á Keflavík, meiddist í leik Stólanna og Þórs Þ. á fimmtudag. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg.
