„Vagnstjórinn slapp með skrekkinn“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2017 20:00 Mildi þykir að ekki fór verr í hörðum árekstri í dag þegar strætisvagn lenti aftan á vörubíl með þeim afleiðingum að pall vörubílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins. Viðbragðsaðilar telja að sólin hafi líklegast blindað ökumanninn. Nadine Guðrún Yaghi. Atvikið átti sér stað um hádegisbil í dag og var mikill viðbúnaður á staðnum. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn: bílstjóri strætisvagnsins og einn farþegi úr vagninum. Enginn er þó talin alvarlega slasaður og þykir það mikil mildi en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var áreksturinn harður en strætisvagninn lenti aftan á vörubílnum sem var kyrrstæður. Pallur vörubílsins fór þannig að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins sem er töluvert skemmdur. „Það er sólin sem er vandamálið. Vagnstjórinn sér ekkert fyrr en hann skellur á vörubílinn,“ segir Björgvin Ingvason, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það voru sjö manns í strætisvagninum þegar slysið átti sér stað, þar á meðal bílstjóri strætisvagnsins. Fólk var eðlilega í miklu áfalli. „Þeir voru skoðaðir á vettvangi og svo hvattir til að leita aðstoðar ef þeir fyndu til eftir óhappið,“ segir Björgvin og bætir við að farþegarnir hafi verið sóttir á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó verður farþegum boðin áfallahjálp og eru hvattir til að hafa samband. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn í dag og var mikill viðbúnaður á vettvangi fram eftir degi. Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að aðeins litlu hafi mátt muna að miklu verr færi. „Í þessu tilfelli hefur bílstjórinn verið afskaplega heppinn að stórslasast ekki. Hann virðist hafa sloppið með skrekkinn í þetta skiptið. Vörubílspallurinn var bara komin í fangið á honum og mikil mildi að ekki fór verr. Svo var fjöldi farþega í bílnum sem virðast hafa sloppið með skrekkinn líka,“ segir Arni. Ari telur einnig að líklega hafi það verið sólin sem hindraði útsýni ökumannsins. „Sólin er hérna ansi lágt á lofti og hún er ansi hættuleg þegar hún blindar ökumenn og ég held að það hafi verið svoleiðis í þessu tilfelli,“ segir Ari. Tengdar fréttir Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19. nóvember 2017 13:45 Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19. nóvember 2017 12:31 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
Mildi þykir að ekki fór verr í hörðum árekstri í dag þegar strætisvagn lenti aftan á vörubíl með þeim afleiðingum að pall vörubílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins. Viðbragðsaðilar telja að sólin hafi líklegast blindað ökumanninn. Nadine Guðrún Yaghi. Atvikið átti sér stað um hádegisbil í dag og var mikill viðbúnaður á staðnum. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn: bílstjóri strætisvagnsins og einn farþegi úr vagninum. Enginn er þó talin alvarlega slasaður og þykir það mikil mildi en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var áreksturinn harður en strætisvagninn lenti aftan á vörubílnum sem var kyrrstæður. Pallur vörubílsins fór þannig að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins sem er töluvert skemmdur. „Það er sólin sem er vandamálið. Vagnstjórinn sér ekkert fyrr en hann skellur á vörubílinn,“ segir Björgvin Ingvason, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það voru sjö manns í strætisvagninum þegar slysið átti sér stað, þar á meðal bílstjóri strætisvagnsins. Fólk var eðlilega í miklu áfalli. „Þeir voru skoðaðir á vettvangi og svo hvattir til að leita aðstoðar ef þeir fyndu til eftir óhappið,“ segir Björgvin og bætir við að farþegarnir hafi verið sóttir á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó verður farþegum boðin áfallahjálp og eru hvattir til að hafa samband. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn í dag og var mikill viðbúnaður á vettvangi fram eftir degi. Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að aðeins litlu hafi mátt muna að miklu verr færi. „Í þessu tilfelli hefur bílstjórinn verið afskaplega heppinn að stórslasast ekki. Hann virðist hafa sloppið með skrekkinn í þetta skiptið. Vörubílspallurinn var bara komin í fangið á honum og mikil mildi að ekki fór verr. Svo var fjöldi farþega í bílnum sem virðast hafa sloppið með skrekkinn líka,“ segir Arni. Ari telur einnig að líklega hafi það verið sólin sem hindraði útsýni ökumannsins. „Sólin er hérna ansi lágt á lofti og hún er ansi hættuleg þegar hún blindar ökumenn og ég held að það hafi verið svoleiðis í þessu tilfelli,“ segir Ari.
Tengdar fréttir Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19. nóvember 2017 13:45 Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19. nóvember 2017 12:31 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19. nóvember 2017 13:45
Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19. nóvember 2017 12:31