Gæði, þægindi, kostnaður og aðgengi 1. nóvember 2017 07:00 Ég starfaði á vídeóleigu þegar kvikmyndir voru fyrst gefnar út á DVD diskum. Eigandinn hafði takmarkaða trú á þessari nýju tækni fyrst um sinn en það skipti litlu þegar upp var staðið, viðskiptavinirnir vildu DVD og fengu þá að lokum. Hver spóla eða diskur kostaði leigurnar umtalsverðar fjárhæðir, enda þurfti að texta þær á íslensku og merkja með tilheyrandi hætti þar sem óheimilt var að leigja út erlendar vörur. Einhverjir keyptu sér spólur erlendis og einstaka krakki fjölfaldaði myndir og þætti til sölu á Ircinu en umfangið var óverulegt. Að teknu tilliti til gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengi var best að versla við vídeóleigurnar. Á svipuðum tíma og Íslendingar voru að venjast DVD diskum hóf lítið fyrirtæki, Netflix, að bjóða upp á áskriftarþjónustu vestanhafs þar sem diskar voru sendir heim með pósti og skilað sömu leið. Forsvarsmenn fyrirtækisins stungu upp á samstarfi við helsta samkeppnisaðilann, myndbandaleigurisann Blockbuster. Netflix myndi dreifa myndum í pósti í nafni Blockbuster og hinir síðarnefndu auglýstu Netflix fyrir viðskiptavinum sínum. Ekkert varð úr samstarfinu en um áratug síðar var Blockbuster gjaldþrota og Netflix farið að bjóða upp á streymi sjónvarpsefnis og kvikmynda á vefnum. Í dag eru vídeóleigur ekki til og tekjur Netflix orðnar helmingi hærri en þær voru mestar hjá Blockbuster. Þegar neytendur meta fyrrnefnd gæði, þægindi, kostnað og fyrirhöfn hefur Netflix haft vinninginn, rétt eins og Spotify á tónlistarsviðinu og Steam á tölvuleikjamarkaðnum. Raunar var því haldið fram í skýrslu bresku hugverkastofunnar (Intellectual property office) í fyrra að sterk tengsl væru á milli uppgangs streymisþjónusta á borð við Netflix og Spotify og mikils samdráttar í ólöglegu niðurhali. Svo virðist því sem neytendur hafi ekki endilega viljað nálgast efni með ólöglegum hætti, án alls kostnaðar, heldur hafi einfaldlega vantað þjónustu sem bauð upp á rétta blöndu gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengis. Í áhugaverðri umfjöllun Fréttablaðsins nú í vikunni var þess getið að ólögleg dreifing íslensks sjónvarpsefnis á vefnum jafngilti yfir milljarði króna í töpuðum tekjum. Á svo litlum markaði er auðvitað ómögulegt að keppa við risa á borð við Netflix og Amazon Prime en þróunin virðist þó vera í rétta átt og vonandi verður áhugasömum brátt boðið upp á að kaupa einstaka seríur eða þætti á hagstæðu verði. Hinn mjög svo misgóði leikari Edward Norton kom með áhugaverðan punkt í nýlegu viðtali við bandaríska bankann Goldman Sachs. Hann sagði ástæðu þess að hugbúnaðarfyrirtæki hafi tekið yfir dreifingu tónlistar þá að tónlistargeirinn reyndi að berjast á móti niðurhalsforritum á borð við Napster í stað þess að tileinka sér tæknina. Sú þróun hafi vissulega komið nokkuð á óvart en Hollywood hafi í áratug séð í hvað stefndi. Netflix væri ekki til í dag hefðu kvikmyndaframleiðendur tileinkað sér og sótt fram í nýrri tækni í stað þess að leggja áherslu á að verja hefðbundna dreifingu í formi DVD diska. Það er ekki hægt að stöðva tæknilega framþróun. Við getum haft okkar skoðun á því hvort okkur þyki þróunin góð eða slæm en hún þeysist áfram hvort sem er. Netflix, Amazon og fleiri dreifingaraðilar hafa komið sér í yfirburðarstöðu og bera ábyrgð á að halda gæðunum í lagi. Við ættum því öll að hafa áhyggjur af 8 mynda samningi Netflix við Adam Sandler en hver veit nema Billy Madison 2 sé í vinnslu, þá sleppur þetta. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég starfaði á vídeóleigu þegar kvikmyndir voru fyrst gefnar út á DVD diskum. Eigandinn hafði takmarkaða trú á þessari nýju tækni fyrst um sinn en það skipti litlu þegar upp var staðið, viðskiptavinirnir vildu DVD og fengu þá að lokum. Hver spóla eða diskur kostaði leigurnar umtalsverðar fjárhæðir, enda þurfti að texta þær á íslensku og merkja með tilheyrandi hætti þar sem óheimilt var að leigja út erlendar vörur. Einhverjir keyptu sér spólur erlendis og einstaka krakki fjölfaldaði myndir og þætti til sölu á Ircinu en umfangið var óverulegt. Að teknu tilliti til gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengi var best að versla við vídeóleigurnar. Á svipuðum tíma og Íslendingar voru að venjast DVD diskum hóf lítið fyrirtæki, Netflix, að bjóða upp á áskriftarþjónustu vestanhafs þar sem diskar voru sendir heim með pósti og skilað sömu leið. Forsvarsmenn fyrirtækisins stungu upp á samstarfi við helsta samkeppnisaðilann, myndbandaleigurisann Blockbuster. Netflix myndi dreifa myndum í pósti í nafni Blockbuster og hinir síðarnefndu auglýstu Netflix fyrir viðskiptavinum sínum. Ekkert varð úr samstarfinu en um áratug síðar var Blockbuster gjaldþrota og Netflix farið að bjóða upp á streymi sjónvarpsefnis og kvikmynda á vefnum. Í dag eru vídeóleigur ekki til og tekjur Netflix orðnar helmingi hærri en þær voru mestar hjá Blockbuster. Þegar neytendur meta fyrrnefnd gæði, þægindi, kostnað og fyrirhöfn hefur Netflix haft vinninginn, rétt eins og Spotify á tónlistarsviðinu og Steam á tölvuleikjamarkaðnum. Raunar var því haldið fram í skýrslu bresku hugverkastofunnar (Intellectual property office) í fyrra að sterk tengsl væru á milli uppgangs streymisþjónusta á borð við Netflix og Spotify og mikils samdráttar í ólöglegu niðurhali. Svo virðist því sem neytendur hafi ekki endilega viljað nálgast efni með ólöglegum hætti, án alls kostnaðar, heldur hafi einfaldlega vantað þjónustu sem bauð upp á rétta blöndu gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengis. Í áhugaverðri umfjöllun Fréttablaðsins nú í vikunni var þess getið að ólögleg dreifing íslensks sjónvarpsefnis á vefnum jafngilti yfir milljarði króna í töpuðum tekjum. Á svo litlum markaði er auðvitað ómögulegt að keppa við risa á borð við Netflix og Amazon Prime en þróunin virðist þó vera í rétta átt og vonandi verður áhugasömum brátt boðið upp á að kaupa einstaka seríur eða þætti á hagstæðu verði. Hinn mjög svo misgóði leikari Edward Norton kom með áhugaverðan punkt í nýlegu viðtali við bandaríska bankann Goldman Sachs. Hann sagði ástæðu þess að hugbúnaðarfyrirtæki hafi tekið yfir dreifingu tónlistar þá að tónlistargeirinn reyndi að berjast á móti niðurhalsforritum á borð við Napster í stað þess að tileinka sér tæknina. Sú þróun hafi vissulega komið nokkuð á óvart en Hollywood hafi í áratug séð í hvað stefndi. Netflix væri ekki til í dag hefðu kvikmyndaframleiðendur tileinkað sér og sótt fram í nýrri tækni í stað þess að leggja áherslu á að verja hefðbundna dreifingu í formi DVD diska. Það er ekki hægt að stöðva tæknilega framþróun. Við getum haft okkar skoðun á því hvort okkur þyki þróunin góð eða slæm en hún þeysist áfram hvort sem er. Netflix, Amazon og fleiri dreifingaraðilar hafa komið sér í yfirburðarstöðu og bera ábyrgð á að halda gæðunum í lagi. Við ættum því öll að hafa áhyggjur af 8 mynda samningi Netflix við Adam Sandler en hver veit nema Billy Madison 2 sé í vinnslu, þá sleppur þetta. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun